97. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

11.01.2018

97. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 11. janúar kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir
Hlynur Snæbjörnsson         
Sæþór Gunnsteinsson 
Friðgeir Sigtryggsson, varamaður í fjarveru Jóhönnu Sifjar Sigþórsdóttur

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda                 

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

  1. Hólsvirkjun.  Beiðni um umsögn.
  2. Sandur 2, umsókn um heimild til viðbyggingar.

 

1. Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag                                                                           S20160401

Borist hefur erindi dags 29. desember 2017 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um frummatsskýrslu  vegna fyrirhugaðra framkvæmda Artic Hydró við 5,5 MW vatnaflsvirkjun, Hólsvirkjun, í Hólsá og Göngugarðsá í Fnjóskadal í Þingeyjarsveit.

Samkvæmt 10. gr. laga nr. 106/2000 óskar Skipulagsstofnun eftir því að Þingeyjarsveit gefi umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.  Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.

Í umsögn skal umsagnaraðili á grundvelli starfssviðs síns gera gera grein fyrir hvort hann telji að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, þörf á að kanna tiltekin atriði frekar, mótvægisáhrifum og vöktun.

Á fundinn komu skýrsluhöfundarnir Árni Sveinn Sigurðsson og Snævar Örn Georgsson frá Eflu verkfræðistofu sem gerðu grein fyrir efnis skýrslunnar og auk þeirra kom Rúnar Leifsson minjavörður frá Minjastofnun Íslands á fundinn og gerði grein fyrir fornminjum á virkjunarsvæðinu og hugsanlegum áhættuþáttum vegna þeirra í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir.  Ragnar Bjarnason fulltrúi í sveitarstjórn mætti einnig á fundinn.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar gestum fundarins fyrir fróðlegar umræður og kynningar og er niðurstaða nefndarinnar eftir yfirferð á frumatskýrslu eftirfarandi:

 

Matsspurningar:

Svör skipulags- og umhverfisnefndar:

Er gerð fullnægjandi grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi?

 

Já.

Er gerð á fullnægjandi hátt grein fyrir umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim?

 

Já.

Er þörf á að kanna tiltekin atriði frekar og þá hver?

 

Nei.

Er gerð á fullnægjandi hátt grein fyrir mótvægisáhrifum og vöktun?

Nefndin áskilur sér rétt til að setja nánari skilyrði um vöktun ákveðinna umhverfisþátta við útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

2. Sandur 2.  Umsókn um heimild til viðbyggingar.                                                                  S20171101

Tekið fyrir að nýju erindi dags 10. nóvember frá Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn ehf, f.h. Hlaðgerðar Bjartmarsdóttur, Vættaborgum 38, 112 Reykjavík, þar sem sótt er um heimild, skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum, til að byggja við núverandi frístundahús sem áður stóð á Húsavík og gekk undir nafninu Skuld.

Erindið var grenndarkynnt  samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 5. desember 2017 til og með 2. janúar 2018, en engar athugasemdir bárust.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar staðið hefur verið skil á tilskildum gögnum til útgáfu byggingarleyfis.

 

Fundi slitið