91. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

22.06.2017

91. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 22. júní kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.             

Nanna Þórhallsdóttir                                     

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                            

Sæþór Gunnsteinsson

Hlynur Snæbjörnsson    

Starfsmenn

 Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

  Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda                               

Dagskrá:

  1. Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag.
  2. Mýri í Bárðardal.  Umsókn um stofnun lóðar. 
  3. Þingey-Skuldaþingey.  Tillaga að deiliskipulagi
  4. Stekkjarbyggð 15 í Lundskógi, breyting á byggingarskilmálum.
  5. Hringvegur í Reykjadal.  Slysahætta við Einarsstaðaskála.  
  6. Þeistareykjavirkjun.  Fyrirspurn um staðsetningu listaverks.                                               

                

 

1. Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag.                           

S20160401

 Borist hefur eftirfarandi bréf ásamt tillögu að matsáætlun fyrirhugaðrar Hólsvirkjun dags 26. maí 2017 frá Skipulagsstofnun:

 „Arctic Hydro hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tillögu að matsáætlun um ofangreinda framkvæmd, móttekin 26. maí  2017, skv. 8. gr. laga um mat a umhverfisahrifum nr. 106/2000.

 Hér með er óskað eftir að Þingeyjarsveit gefi umsögn um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar í samræmi við 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr.660/2015 um mat a umhverfisahrifum.  Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort tillagan geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar, hvort umsagnaraðili geri athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, gagnaöflun sem er fyrirhuguð hvernig til standi að vinna úr gögnunum til að meta umhverfisahrif og hvernig eigi að setja þau fram í frummatsskýrslu.  Leyfisveitendur skulu í  umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð“.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að tillagan geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar og gerir ekki athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, gagnaöflun sem er fyrirhuguð hvernig til standi að vinna úr gögnunum til að meta umhverfisahrif fyrirhugaðrar framkvæmdar og hvernig eigi að setja þau fram í frummatsskýrslu.

 

2. Mýri í Bárðardal.  Umsókn um stofnun lóðar.                                                  S20170601

Erindi dags 3. júní 2017 frá Tryggva Höskuldssyni, Mýri í Bárðardal þar sem hann sækir um heimild til að stofna sérstaka lóð undir íbúðarhúsið á Mýri skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna  lóðina í Fasteignaskrá eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

3.    Þingey-Skuldaþingey.  Tillaga að deiliskipulagi                                                        S20160904

Tekið fyrir að nýju erindi dags 30. september 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. Héraðsnefndar Þingeyinga, þar sem sótt eru um heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað nefndarinnar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 af Þingey og Skuldaþingey skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu dags 3. október 2016 frá frá Landslagi ehf.  Erindið var síðast á dagskrá nefndarinnar 12. október 2016.  Á þeim fundi lagði nefndin til við sveitarstjórn að umsækjanda væri heimilað að vinna deiliskipulag á sinn kostnað skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu.  Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um og var það gert  frá og með fimmtudeginum 16. mars til og með fimmtudeginum 6. apríl 2017.

Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:  Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

 Skipulags- og umhverfisnefnd óskaði eftir því að fundi sínum 24. maí s.l. að fá fulltrúa Héraðsnefndar Þingeyinga og skipulagsráðgjafa hennar  á næsta fund nefndarinnar til að gera nánari grein fyrir hugmyndum að skipulagi svæðisins.

Á fundinn komu Reinhard Reynisson frá Héraðsnefnd Þingeyinga og Ómar og Ingvar  Ívarssynir hjá Landslagi ehf og gerðu þeir grein fyrir skipulagslegum forsendum verkefnisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar gestunum fyrir kynninguna og gerir ekki athugasemdir við áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum.

 

4.    Stekkjarbyggð 15, Lundsskógi, breyting á byggingarskilmálum                  S20170603

Erindi dags 8. júní 2017 frá Þorsteini Hlyni Jónssyni þar sem hann sækir um heimild til að byggja við frístundahús sitt að Stekkjarbyggð 15 í Lundsskógi skv. meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu.

Umfang viðbygginga eru eftirfarandi:

  • 34.4 m² bílskúr við norðurhlið
  • 16.2 m² kalt vindfang milli      núverandi húss og bílskúrs. (Glerhýsi)
  • 23.0 m² viðbygging við      suðurenda hússins (þak hússins verður lengt suður yfir nýbyggingu í sama      halla)

 

Samtals stærð viðbygginga: 73,6 m²

Samkvæmt deiliskipulagsskilmálum er heimilt að byggja eitt hús allt að 140 m² að stærð og aðstöðuhús allt að 20 m² á hverri lóð, heildarbyggingarmagn á lóð samtals 160 m².

Með framangreindum viðbyggingum yrði heildarstærð húss 180 m².

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar viðbyggingar á þessu stigi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

5.    Hringvegur í Reykjadal.  Slysahætta við Einarsstaðaskála.                          S20170602

Erindi dags 23. maí 2017 frá Aðalsteini Jónssyni, Grettisgötu 44a, 101 Reykjavík.  Í erindi sínu lýsir hann yfir áhyggjum  sínum á slysahættu vegna legu núverandi reiðleiðar meðfram Hringvegi sunnan og ofan við Einarsstaðaskála frá þeim stað þar sem gamli þjóðvegur tengist Hringvegi .  Hann leggur fram tillögu að nýrri reiðleið af Fljótsheiði ofan girðingar við Einarsstaðaskála  og Hlíðarholt, um undirgögn undir þjóðveg norður Reykjadal, niður að skeiðvellinum á Einarsstöðum og jafnvel áfram yfir Reykjadalsá austu fyrir heiði til Mývatnssveitar um Laxárdal.  Einnig óskar hann eftir að rúmgóðu útskoti verði komið fyrir sunnan við Hringveginn gegnt húsi sínu, Einarsstaðaskála,  og að útskotið við téðan afleggjara verði fjarlægt.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara fyrir áhuga hans á umferðaröryggismálum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna þessar hugmyndir fyrir reiðaveganefnd hestamannafélaganna og Vegagerðinni.

 

6.    Þeistareykjavirkjun.  Fyrirspurn um staðsetningu listaverks.                         S20170602

Erindi dags 19. júní 2017 fráJóhönnu Hörpu Árnadóttur, verkefnastjóra, f.h. Landsvirkjunar þar sem hún óskað eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar hvort athugasemd sé gerð við þær tvær tillögur að staðsetningu verksins sem merktar eru á  meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti.

Í tengslum við byggingu helstu mannvirkja Landsvirkjunar hefur þróast sú hefð að gerð hafa verið listarverk sem hluti af mannvirkinu eða í grennd við það. Senn líður að gangsetningu jarðvarmavirkjunar að Þeistareykjum og hafinn er undirbúningur við val á listaverki. Horft er til þess að verkið muni undirstrika sérstöðu umhverfisins og gjarnan að það tengist náttúru og eða sögu staðarins. Útfærslan yrði til þess fallin að auka áhuga þeirra sem eiga leið um svæðið og að verkið auki á upplifun, jafnvel krefjist þátttöku, gesta og undirstriki sérstöðu þess.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með fyrirætlanir Landsvirkjunar  um að setja upp listaverk á virkjanasvæðinu á Þeistareykjum . Nefndin er ekki tilbúin til að taka afstöðu til staðsetningar á listaverki fyrr en nánari upplýsingar um umfang og gerð listaverksins liggur fyrir. 

Fundi slitið.