78. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

09.06.2016

78. fundur

Skipulagsnefnd

Skipulags- og umhverfisnefnd – 9.06.2016

_________________________________________________________________________

78. fundur.

9. júní 2016 kl. 10:00 -11:40

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                           Starfsmenn:

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                              (fundarritari)

Nanna Þórhallsdóttir                         

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson                    

Sæþór Gunnsteinsson                                                         

 

Dagskrá:

  1. Miðhvammur.  Deiliskipulag.
  2. Þeistareykir.  Umsókn um stofnun lóðar.
  3. Mýlaugsstaðir.  Umsókn um landskipti
  4. Stóru-Laugar.  Umsókn um landskipti
  5. Skógar lóð,landnr. 153338.  Umsókn um staðfestingu á landskiptum.
  6. Breiðamýri.  Grenndarkynning vegna umsóknar um byggingarleyfi.
  7. Hringvegur í Reykjadal.  Umsókn um framlengingu framkvæmdaleyfis.
  8. Ófeigsstaðir og Rangá.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
  9. Kröflulína 4.  Framkvæmdaleyfi.

 1. Miðhvammur í Aðaldal.  Deiliskipulag.                                                            S20160102

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 26. janúar 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. Ara Heiðmanns Jósavinssonar þar sem sótt er um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir þrjú frístundahús á jörðinni Miðhvammi skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu frá Landslagi ehf.

Sveitarstjórn heimilaði umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samkvæmt umræddri skipulagslýsingu.  Skipulags- og byggingarfulltrúi leitaði umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynnti hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.  Ekki höfðu borist neinar umsagnir nema frá Vegagerðinni þegar fundurinn var haldinn.

Innkomin ný gögn  26. febrúar 2016, tillaga að deiliskipulag ásamt greinargerð frá Landslagi ehf.  Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillöguna og forsendur hennar á opnu húsi fimmtudaginn 17. mars s.l.eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en.  Ekki komu fram neinar athugasemdir við tillöguna á kynningunni og samþykkti sveitarstjórn á fundi sínum 31. mars s.l. að auglýsa tillöguna eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Tillagan var auglýst frá og með 8. apríl með athugasemdarfresti til og með 20. maí 2016.

Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra:

Athugasemdir/umsagnir

Svör skipulags- og umhverfisnefndar

HNE óskar eftir frekari skilgreiningu á því fráveitukerfi sem gert er ráð fyrir að notað verði við hreinsun skólps.

Fram kemur í lýsingu að fráveita verður leidd í sameiginlegt þriggja þrepa hreinsivirki sem verður samnýtt með íbúðarhúsi, og að  kerfið sé  í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012, reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skolp og reglugerð um verndun Mývatns og Laxár nr. 665/2012. Einnig kemur fram að frágangur siturlagna, rotþróar og frárennslis verði vandaður í alla staði, þannig að engin mengun stafi af.

 

Nefndin tekur undir þau sjónarmið að frágangur siturlagna, rotþróar og frárennslis verði vandaður í alla staði, þannig að engin mengun stafi af.

Í minnisblaði frá Umhverfisstofnun frá 7. október 2014 með vísan í reglugerð nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu kemur fram að frá þéttbýli og atvinnustarfsemi sem losar minna en 50 persónueiningar og frá dreifbýli sé nægjanlegt að hreins skolp með tveggja þrepa hreinsun í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar og leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.  Nefndin telur því ekki ástæðu til að gera frekari kröfur en fram koma í umræddu minnisblaði.

Minjastofnun Íslands:

Athugasemdir/umsagnir

Svör skipulags- og umhverfisnefndar

Að jafnaði eru nokkrar líkur á að fornleifar séu að finna í gömlum heimatúnum þó að þau hafi verið sléttuð á 20. öld.  Vegna þessa fer Minjastofnun fram á að eftirlit verði haft við jarðvegs-framkvæmdir á byggingarreitnum.  Ef fornleifarkoma í ljós við jarðrask fer það eftir eðli þeirra hvort grípa þurfi til mótvægisaðgerða, s.s. að hnika til staðsetningu mannvirkis innan byggingarreits eða fjarlægja minjarnar með rannsókn.  Vegna þessa þarf að hafa samband við minjavörð áður er ráðist er í jarðvegsframkvæmdir.  Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 að ef forminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd á tafar og tilkynna fundinn til Minjastofnunar Íslands, sem gera mun viðeigandi ráðstafanir svo fljótt sem auðið er.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að eftirfarandi viðbót um fornleifar verði sett í í deiliskipulagsskilmála:

 

Áður en ráðist verður í jarðvegs- framkvæmdir þarf að hafa samband við minjavörð. Ef forminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar og tilkynna fundinn til Minjastofnunar Íslands eins og. 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 kveður á um.

Vegagerðin:

Athugasemdir/umsagnir

Svör skipulags- og umhverfisnefndar

Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 

Gefur ekki tilefni til svara

Umhverfisstofnun:

Athugasemdir/umsagnir

Svör skipulags- og umhverfisnefndar

Í deiliskipulaginu kemur fram að þakfletir skuli vera í dökkum litum sem falli best inn í landslagið og að veggfletir skuli vera í náttúrulegum tónum. Umhverfisstofnun bendir á að viðkomandi umhverfi er manngert þar sem tillagan nær yfir slétt tún og landbúnaðarmannvirki. Stofnunin telur því mikilvægt að væntanleg frístundahús falli að þeim byggingum sem fyrir eru á svæðinu.

Skipulagsnefnd tekur undir þessi sjónarmið og samþykkir að eftirfarandi ákvæðum verði bætt inn í deiliskipulagsskilmála: 

 

Mikilvægt er að væntanleg frístundahús falli vel að þeim byggingum sem fyrir eru á svæðinu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan með þeim breytingum sem fram koma í svörum nefndarinnar verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku tillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

2. Þeistareykir.  Umsókn um stofnun lóðar.                                                         S20160601

Erindi dags 3. júní 2016 frá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, f.h. Þingeyjarsveitar þar sem hún óskar eftir heimild að beiðni Landsvirkjunar til að stofna lóð undir nýtt tengivirki í samræmi við gildandi deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar, skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dags. 9. maí 2016 frá Landsvirkjun og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn erindið verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna hana í landeignaskrá Þjóðskrár.

3. Mýlaugsstaðir.  Umsókn um landskipti.                                                           S20160602

Erindi dags 5. júní 2016 frá Fjólu Jónsdóttur, Espigerði 12, 105 Reykjavík þar sem hún sækir um fyrir sína hönd og annarra landeigenda að skipta út 2.500 m² lóð út úr landi Mýlaugsstaða í Aðaldal skv. meðfylgjandi (hnitsettum) lóðaruppdrætti dags. 30. nóvember 2015 frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár þegar fullnægjandi gögn hafa borist. 

4. Stóru-Laugar.  Umsókn um landskipti.                                                                        S20160604

Erindi dags 6. júní 2016 frá Elínu Björk Einarsdóttur, Stóru-Laugum 1 í Reykjadal, þar sem hún sækir um heimild að skipta út 21.404 m² lóð út úr landi Stóru-Lauga skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dags. 24. maí 2016 frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár. 

5. Skógar lóð,landnr. 153338.  Umsókn um staðfestingu á landskiptum.        S20160605

Erindi dags 22. apríl 2016 frá Ingvari Þóroddssyni hrl f.h. Skógarlands ehf, Halldórsstöðum 2, Þingeyjarsveit, þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn Þingeyjarsveitar staðfesti landskipti á 8.931 m² sumarbústaðalóð út úr Skógum landnr. 153331 þar sem til stendur að selja núverandi lóðarhafa lóðina til eignar að lokinni skiptingu.  Fylgigögn með umsókn eru hnitsett lóðarblað dags. 25. september 2015, sem sýnir afmörkun lóðarinnar og ýmis skjöl sem tengjast landskiptunum.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti framangreinda skiptingu Skóga með vísun til 1. mgr. 48 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 1. mgr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

6. Breiðamýri.  Umsókn um byggingarleyfi                                                                     S20160603

Erindi, ódagsett, frá Inga Gunnari Þórðarsyni hjá BYGGVIR ehf, f.h. Kára Steingrímssonar, Smáragrund, 650 Laugar þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á einni hæð í landi Breiðumýrar, landnr. 220229 í Reykjadal skv. meðfylgjandi teikningum eftir Inga Gunnar Þórðarson byggingarfræðing.

Þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir af svæðinu felur skipulagsnefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindi fyrir næstu nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

7. Hringvegur.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Hringvegi í Reykjadal.                                           S20150501

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 4. maí 2015 frá Gunnari H. Guðmundssyni svæðisstjóra Norðursvæðis, f.h. Vegagerðarinnar, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 til endurbóta á Hringvegi í Reykjadal, á kaflanum frá Daðastöðum að Reykjadalsá.

Fylgigögn með umsókn eru:  Kynningarskýrsla frá Vegagerðinni, dags. í maí 2014.  HRINGVEGUR 1-q8, Endurbætur á Hringvegi í Reykjadal í Þingeyjarsveit, LAUGAR-REYKJADALSÁ og ódagsett yfirlitsmynd/loftmynd af viðkomandi vegarkafla.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum 21. maí s.l. að gefa út framkvæmdaleyfi sem skipulags- og byggingarfulltrúi gaf út 4. júní 2015.

Innkomið nýtt erindi dags 24. maí 206 frá Gunnari H. Guðmundssyni, svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar þar sem sótt er um endurnýjun á framkvæmdaleyfinu þar sem framkvæmdum var frestað á síðasta ári og framkvæmdaleyfið fallið úr gildi þar sem framkvæmdir voru ekki hafnar innan 12 mánaða frá útgáfu þess.  Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ágúst og verkið verður boðið út á næstunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út endurnýjað framkvæmdaleyfi eins og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi mælir fyrir um.

8. Ófeigsstaðir og Rangá.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.              S20150901

Tekið fyrir að nýju erindi dags 8. september 2015 frá Fljótsmöl ehf, kt. 500613-0330, Höfðavegi 5, 640 Húsavík þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á allt að 45.000 m³ á allt að 24.800 m² svæði úr landi Ófeigsstaða og Rangár vestan Skjálfandfljóts skv. meðfylgjandi uppdrætti og umsögn Fiskistofu dags 2. september 2015.

Skipulags- og umhverfisnefnd færði eftirfarandi til bókar á fundi sínum 24. september 2015:

„Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við frekari efnistöku á umræddu svæði haustið 2015 skv. verktilhögun í greinargerð umsækjanda og með þeim fyrirvara að farið verði að fyrirmælum Fiskistofu.  Öll frekari efnistaka en hér um ræðir verður síðan háð útgáfu framkvæmdaleyfis Þingeyjarsveitar og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. og 13-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Nefndin leggur áherslu á að væntanleg framkvæmdaleyfisumsókn nái til allra skilgreindra efnistökusvæða sem umsóknaraðili nýtir nú og muni nýta í framtíðinni og þar verði gerð nákvæmari grein fyrir áætluðu magni efnistöku og stærð efnistökusvæða til framtíðar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjandi verið veittur frestur til og með 1. júní 2016 til að skila inn tilskildum gögnum vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi til frekari efnistöku en hér um ræðir.“

Innkomið nýtt erindi dags 30. maí 2016 frá Friðriki Sigurðssyni f.h. Fljótsmalar ehf þar sem óskað er eftir 60 daga framlengdum fresti til að skila inn tilskildum gögnum með vísan í bókun nefndarinnar hér að framan.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veittur umbeðinn viðbótarfrestur í allt að 60 daga og frekari efnistaka en orðin er verði ekki heimiluð fyrr en framkvæmdaleyfi liggur fyrir.

9. Kröflulína 4.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.                                                   S20160606

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2016 að vísa eftirfarandi erindi til skipulags- og umhverfisnefndar:

„Sveitarstjórn afturkallar samþykkt sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4, dags. 28. apríl 2016, samanber 2. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Afturköllunin er gerð þar sem ekki liggur fyrir bókun skipulags- og umhverfisnefndar um umsókn um framkvæmdaleyfið. Jafnframt er lagt fyrir nefndina að taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu.“

Vísað er til erindis dags 18. mars 2016 frá Guðmundi Inga Ásmundssyni forstjóra, f.h. Landsnets þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, 220 kV háspennulínu.

Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir framkvæmdinni Kröflulína 4, 220 kV háspennulína.  Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi og meðfylgjandi.  Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem gert er ráð fyrir háspennulínum sbr. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000.  Í aðalskipulagi nágrannasveitarfélagsins Skútustaðahrepps er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni.

Meðfylgjandi eru gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sbr. sérstaklega 2. og 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000.  Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis, dags mars 2016, sem er aðalþáttur gagnanna er tekið saman af verkfræðistofunni Mannviti f.h. Landsnets hf.  Er vísað til hennar um frekari skýringar og lýsingar á framkvæmdinni, þ.m.t. 6. kafla lýsingarinnar þar sem fjallað er um mótvægisaðgerðir og skilyrði sem Skipulagsstofnun telur að setja þurfi við leyfisveitingu framkvæmdarinnar, sbr. mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Lýsingin, þ.m.t. hvernig mætt skuli skilyrðum Skipulagsstofnunar, eru þannig hluti umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdar og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Háspennulínur (220 kV) frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, Skútustaðahreppi, Aðaldælahreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi. Einnig hefur komið til skoðunar álit Skipulagsstofnunar vegna sameiginlegs mats, álvers á Bakka, háspennulína, virkjana í Kröflu og á Þeistareykjum, en framkvæmd samkvæmt fyrirliggjandi umsókn er ekki gerð í tengslum við álver á Bakka. Nefndin tekur undir álit Skipulagsstofnunar, m.a. um skilyrði leyfisveitingar, og vísar sérstaklega til stefnu Þingeyjarsveitar samkvæmt aðalskipulagi, sbr. t.d. kafla 4.1 um framtíðarsýn og meginmarkmið, sem rökstuðnings fyrir þeirri afstöðu.

Við samanburð á framkvæmd sem fyrirliggjandi umsókn lýsir og matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar Háspennulínur (220 kV) frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, Skútustaðahreppi, Aðaldælahreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi, er sýnt að framkvæmdin varðar einungis hluta þeirrar framkvæmdar, þ.e. Kröflulínu 4 sem liggur frá Kröflu að Þeistareykjum. Framkvæmdin er hluti umhverfismetinnar framkvæmdar, ekki eðlislega frábrugðinn heildarframkvæmdinni (matið varðar Kröflulínu 4 og 5) og ekki önnur framkvæmd en umhverfismat varðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn framkvæmdinni þar sem hún er í samræmi við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022 og fyrirhuguð framkvæmd uppfyllir skv. áliti Skipulagsstofnunar frá 29. nóvember 2010 skilyrði 1. mgr. 14. gr. skipulagslaga um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldra framkvæmda vegna sérstaks mats á framkvæmdinni;  Háspennulínur (220 kV) frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, Skútustaðahreppi, Aðaldælahreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi og sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka (þó ekki sé fyrirhugað að reisa álver á Bakka), Þeistareykjavirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Húsavík.

Nefndin áréttar að ákvæði 13. gr. skipulagslaga, eins og greinin á við um framkvæmdaleyfisumsóknir vegna framkvæmda sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum og 14. gr. á einnig við um, séu uppfyllt, m.a. varðandi náttúruverndarlög nr. 60/2013 og þar sem við fyrri málsmeðferð hefur verið aflað umsagna sem 2. mgr. 68. gr. laganna vísar til, þ.e. við mat á umhverfisáhrifum og samþykkt deiliskipulags vegna Þeistareykjavirkjunar, skipulagsnr. 11077, staðfest 8.3.2012. Fyrri afgreiðsla Þingeyjarsveitar á deiliskipulaginu, sem tekur til Þeistareykja sem eru á náttúruminjaskrá, og afstaða skipulags og umhverfisnefndar til álits Skipulagsstofnunar, felur í sér að sérstök afstaða hefur verið tekin við leyfisveitinguna í skilningi 5. mgr. 61. gr. náttúrverndarlaga.  Þá eru ekki forsendur til grenndarkynningar framkvæmdarinnar, sbr. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022, sbr. einnig svæðisskipulag fyrir háhitasvæði í Þingeyjarsýslu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn Landsnets vegna Kröflulínu 4 verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Fundi slitið