77. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

11.05.2016

77. fundur

Skipulagsnefnd

  Skipulags- og umhverfisnefnd – 11.05.2016

_________________________________________________________________________

77. fundur.

11. maí 2016 kl. 10:00 -11:30

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                           Starfsmenn:

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                              (fundarritari)

Nanna Þórhallsdóttir                         

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson                     (Boðaði forföll á síðustu stundu)                 

Helga Magnea Jóhannsdóttir                       (Varamaður í fjarveru Sæþórs Gunnsteinssonar)                                                                     

 

Dagskrá:

  1. Hólsvirkjun.  Kynningarskýrsla.
  2. Lundur 1.  Umsókn um stofnun lóðar   
  3. Lundur 1.  Umsókn um landskipti.
  4. Hrísgerði. Umsókn um stofnun lóðar.
  5. Rauðaskriða 2.  Umsókn um landskipti.
  6. Rauðá.  Umsókn um landskipti.
  7. Draflastaðir.  Vinnubúðir Vaðlaheiðarganga.
  8. Kjarnagerði í landi Breiðaness.
  9. Hólasandur-Þeistareykir.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðarastrengs.

 1. Hólsvirkjun.  Kynningarskýrsla.   S20160401

Erindi dags 10. maí 2016 frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem lögð er fram kynningarskýrsla dags. í maí 2016 f.h. Arctic Hydro ehf vegna áforma um að reisa 5,2 MW vatnsaflsvirkjun í landi jarðanna Yrta-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs í Fnjóskadal.  Áformað er að virkja Hólsá og Gönguskarðsá ofan Garðsfells og leiða vatn í þrýstipípu að stöðvarhúsi við Fnjóská.  Í skýrslunni er tilhögun virkjunar og áætlaðar framkvæmdir kynntar lauslega.  Um leið er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna samráðs og kynninga fyrir hagsmunaaðila á svæðinu.

Lagt fram til kynningar.  Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til málsins á þessu stigi en lýsir yfir vilja sínum til að hafa samstarf við framkvæmdaaðila fyrirhugaðrar virkjunar m.a. að hafa samvinnu um almennan  kynningarfund þar sem tillagan og forsendur hennar verði kynntar fyrir íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum áður en lengra verður haldið í framkvæmda- og undirbúningsferlinu.

2. Lundur 1.  Umsókn um stofnun lóðar.   S20160402

Erindi dags 20. apríl 2016 frá Þórólfi Guðnasyni, Lundi 1 í Fnjóskadal þar sem hann óskar eftir heimild til að stofna sérstaka lóð undir núverandi fjárhús út úr jörðinni Lundi 1 skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dags. 14. apríl 2016 frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna hana í landeignaskrá Þjóðskrár. 

3. Lundur 1.  Umsókn um landskipti.   S20160402

Erindi dags 20. apríl 2016 frá Þórólfi Guðnasyni, Lundi 1 í Fnjóskadal þar sem hann óskar eftir heimild til að skipta út tveimur lóðum  út úr jörðinni Lundi 1 skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dags. 14. apríl 2016 frá Búgarði og útfylltum eyðublöðum F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna lóðirnar í landeignaskrá Þjóðskrár . 

4. Hrísgerði.  Umsókn um stofnun lóðar.   S20160403

Erindi dags 25. apríl 2016 frá Davíð Herbertssyni, Hrísgerði í Fnjóskadal þar sem hann óskar eftir heimild til að stofna sérstaka lóð undir núverandi refahús út úr jörðinni Hrísgerði skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dags. 25. apríl 2016 frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna hana í landeignaskrá Þjóðskrár.  

5. Rauðaskriða 2.  Umsókn um landskipti.   S20160404

Erindi dags 14. apríl 2016 frá Theódór Árnasyni, Rauðuskriðu 2 þar sem hann óskar eftir heimild til að skipta út út einni lóð undir núverandi íbúðarhúsi  út úr jörðinni Rauðuskriðu 2 skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dags. 14. apríl 2016 frá Búgarði og útfylltum eyðublöðum F-550 Þjóðskrá.frá

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár . 

6. Rauðá.  Umsókn um landskipti.   S20160501

Erindi ódagsett frá landeigendum  Rauðár þar sem óskað er eftir heimild til að skipta út út einni lóð undir nýtt íbúðarhúsi  út úr jörðinni Rauðá skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dags. 11. apríl 2016 frá Benedikt Björnssyni, arkitekt, og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

7. Draflastaðir.  Vinnubúðir Vaðlaheiðarganga.   S20160502

Erindi dags 10. maí 2016 frá Sigurði Arnari Jónssyni, Draflastöðum þar sem hann óskar eftir að skipulagsnefnda heimili að grenndarkynntar verði tillögur að vinnubúðum fyrir Vaðlaheiðargöng í landi Draflastaða.

Meðfylgandi eru teikningar er sýna grunnmynd, útlit, snið og afstöðu.

Helga Jóhannsdóttir vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna þau eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar fullnægjandi gögn hafa borist og formlegt samþykki landeigenda liggur fyrir.

8. Kjarnagerði í landi Breiðaness.  Málsmeðferð vegna fyrirhugaðra frístundahúsa.   S20160306

Tekið fyrir að nýju ódagsett erindi frá Finni Dagssyni, þar óskað er eftir að byggingaráform vegna fyrirhugaðra tveggja frístunda í Kjarnagerði í landi Breiðaness í Reykjadal skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 21. mars 2016 verði grenndarkynnt þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir.

Meðfylgjandi eru aðalteikningar sem varða annað húsið.

Hitt húsið verður að sömu stærð og gerð, en innra skipulag verður aðeins annað.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

9. Þeistareykir-Hólasandur.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðarastrengs.   S20160405

Ódagsett erindi frá Jóni Bersa Ellingsen verkefnastjóra hjá Orkufjarskiptum hf, Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðarastrengs frá Þeistareykjum að Hólasandi.  Fylgigögn með umsókn eru lýsing umsækjanda á framkvæmdinni, umsögn Umhverfisstofnunar, yfirlýsing milli landeigenda og Orkufjarskipta um heimild til lagningar á ljósleiðaralögn og loftmyndir sem sýna áætlaða legu strengsins.

Umsókn er með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar, það er gert til að tryggja að framkvæmdin dragist ekki inn í veturinn og verkið verði óframkvæmanlegt á þessu ári.  Minjastofnun getur ekki gefið svar fyrr en útstikuð lagnaleið liggur fyrir og leið hefur verið gengin af fornleifafræðingi.  Langaleið verður stikuð út eins fljótt og hægt er (þegar snjóa leysir) og umsókn minjavarðar mun liggja fyrir fljótlega eftir það.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn Orkufjarskipta um framkvæmdaleyfi vegna lagningar  ljósleiðara frá Þeistareykjum að Hólasandi innan sveitarfélagamarka Þingeyjarsveitar verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 þegar endanleg lagnaleið og umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

Fundi slitið