146. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

03.03.2022

146. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn Ýdölum fimmtudaginn 03. mars kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Nanna Þórhallsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson.

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Sæþór boðaði forföll.

 

Dagskrá:
1. Litluvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar - 2202010
2. Breiðamýri læknishús - stækkun lóðar - 2202017
3. Sólvangur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2202019
4. Lautir land - lóðastofnun - 2202022
5. Vað - stækkun á íbúðarhúsi - 2201013
6. Réttartorfa lóðastofnun - 2202033
7. Efnistaka við Langavatn - framkvæmdaleyfi - 2203002
8. Efnistaka úr Kambsáreyrum - framkvæmdaleyfi - 2203001
9. Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

1.

Litluvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar - 2202010

 

Tekið fyrir erindi dags. 7. febrúar 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni Litluvöllum í Bárðardal. Fyrirhugað skógræktarsvæði liggur í fjallshlíð fyrir ofan bæinn og er 99,58 ha að stærð. Fylgigögn eru stutt greinargerð, kort af svæðinu og fornleifaskráning á svæðinu.

 

Fyrirhugað skógræktarsvæði er undir 200 ha að stærð og fellur því ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og leita umsagna Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina.

 

Samþykkt

 

   

2.

Breiðamýri læknishús - stækkun lóðar - 2202017

 

Tekið fyrir erindi dags. 15. febrúar 2022 frá Friðgeiri Sigtryggssyni þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar L153717 Breiðamýri læknishús úr jörðinni L153715 Breiðamýri 1. Lóðin var áður 394 m2 en verður eftir stækkun 1310 m2.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóðastækkunin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

3.

Sólvangur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2202019

 

Tekið fyrir erindi dags. 16. febrúar 2021 þar sem sótt er um byggingarleyfi vegna íbúðarhúss á lóðinni Sólvangi 4 í Fnjóskadal. Fylgiskjöl eru aðaluppdrættir.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

4.

Lautir land - lóðastofnun - 2202022

 

Tekið fyrir erindi dags. 18. febrúar 2022 frá Guðnýju Ingibjörgu Grímsdóttur þar sem sótt er um lóðastofnun utan um vélaskemmu við Lauti land.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur umsóknina fyrir að nýju þegar tilskilin gögn hafa borist.

 

Frestað

 

   

5.

Vað - stækkun á íbúðarhúsi - 2201013

 

Tekin fyrir að nýju beiðni um heimild til stækkunar á íbúðarhúsinu Vaði dags. 17. janúar 2022. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 20. janúar s.l. þar sem lagt var til að áformin yrðu grenndarkynnt. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Vegagerðinni.

 

Umsagnir sem bárust við grenndarkynningu leiða ekki til þess að breytingar þurfi að gera á áformunum og því felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Umsækjanda er bent á að hafa í huga umferðaröryggi skv. umsögn Vegagerðarinnar.

 

Samþykkt

 

   

6.

Réttartorfa lóðastofnun - 2202033

 

Tekið fyrir erindi frá Sveinbirni Halldórssyni f.h. Ferðaklúbbsins 4x4 þar sem sótt er um að lóðin Réttartorfa verði stofnuð innan þjóðlendunnar L232633 Selland í Þingeyjarsveit. Fylgigögn eru mæliblað, teikningar af skálanum og umsóknareyðublað til sveitarfélagsins.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að senda beiðni til Forsætisráðuneytisins um stofnun lóðarinnar og tekur erindið fyrir að nýju að lokinni afgreiðslu forsætisráðuneytisins.

 

Samþykkt

 

   

7.

Efnistaka við Langavatn - framkvæmdaleyfi - 2203002

 

Tekin fyrir beiðni Vegagerðarinnar dags. 18. febrúar 2022 um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr efnistökusvæði E-06 við Langavatn skv. Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Óskað er eftir því að fá að vinna 5000 m3 efnis til lagfæringa á Héraðs- og tengivegum. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1. maí 2022 til 30. júní 2023.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að efnistakan muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og að hún falli ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að gengið verði frá þeim hluta efnistökusvæðisins sem ekki er lengur í notkun í samræmi við þær leiðbeiningar sem gefnar eru út á vefnum namur.is.

 

Samþykkt

 

   

8.

Efnistaka úr Kambsáreyrum - framkvæmdaleyfi - 2203001

 

Nanna tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

Tekin fyrir beiðni Vegagerðarinnar dags. 18. febrúar 2022 um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr efnistökusvæði E-18 Kambsáreyrum í landi Kambsstaða skv. Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Óskað er eftir því að fá að vinna 7000 m3 efnis til lagfæringa á Héraðs- og tengivegum. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1. maí 2022 til 30. júní 2023.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að efnistakan muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og að hún falli ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á góða umgengni og frágang efnistökusvæðisins að efnistöku lokinni.

 

Samþykkt

 

   

9.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

   

Fundi slitið kl. 11:30.