144.fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

20.01.2022

144.fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í fjarfundarbúnaði fimmtudaginn 20. janúar kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir.

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

1.

Kynning á vinnslutillögu að nýju Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031 - 2112012

 

Tekin fyrir vinnslutillaga að nýju Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031. Vinnslugögnin samanstanda af greinargerð og umhverfismatsskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti og þéttbýlisuppdrætti. Umsagnafrestur er til 5. janúar 2022.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við vinnslutillögu að nýju Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031.

 

Samþykkt

 

   

2.

Friðlýsing hraunhella í Þeistareykjahrauni - 2112013

 

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dags. 21. desember 2021 vegna áforma um friðlýsingu hraunhella í Þeistareykjahrauni sem náttúruvætti í samræmi við ákvæði laga nr. 60/2013. Hraunhellar falla undir ákvæði sérstakrar verndar á grundvelli 61. gr. laga um náttúruvernd auk þess sem dropsteinar eru friðlýstir á landsvísu með auglýsingu nr. 120/1974. Með áformum um friðlýsingu hellanna og áhrifasvæðis þeirra er horft til þess að vernda hellana í heild til framtíðar auk þeirra náttúrufyrirbæra sem þar er að finna. Með erindinu fylgdi kort með tillögu að afmörkun friðlýsta svæðisins.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við áform um friðlýsingu hraunhella í Þeistareykjahrauni og tillögu að afmörkun friðlýsta svæðisins.

 

Samþykkt

 

   

3.

Einarsstaðir 1 og 3, stækkun lóðar - 2201001

 

Tekið fyrir erindi mótt. 5.janúar 2022 frá Eini Viðari Björnssyni, Guðfinnu Sverrisdóttur og Olgu Mörtu Einarsdóttur þar sem sótt er um stækkun lóðar undir íbúðarhúsinu að Einarsstöðum 1 og 3.
Fylgigögn eru umsóknareyðublað og hnitsett mæliblað.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Hróarsstaðir, lóðastofnanir - 2201008

 

Tekin fyrir umsókn dags. 7. janúar 2022 frá Kristjáni I. Jóhannessyni vegna stofnunar lóða um íbúðarhúsin á Hróarsstöðum. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur dags. 5. janúar 2022. Lagt er til að lóðirnar fái nöfnin Hróarsstaðir 1 og Hróarsstaðir 2.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóða um íbúðarhúsin á Hróarsstöðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðastofnanirnar verði samþykktar og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

5.

Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012

 

Tekin fyrir umsókn dags. 14. janúar 2022 frá Bergljótu Þorsteinsdóttur með beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Óskað er eftir því að landnotkun frístundabyggðarinnar Skógahlíð vestan Illugastaðavegar verði breytt í íbúðarbyggð.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

6.

Vað 1 - stækkun á húsi - 2201013

 

Tekin fyrir umsókn dags. 17. janúar 2022 frá Sigrúnu Vésteinsdóttur um stækkun á íbúðarhúsinu Vað 1 til norðurs um 32 fm. Meðfylgjandi er útlitsteikning af fyrirhuguðum áformum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

7.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

   

Fundi slitið kl. 11:00.