123.fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

02.04.2020

123.fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í fjarfundarbúnaði fimmtudaginn 02. apríl kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson,
Sæþór Gunnsteinsson,
Nanna Þórhallsdóttir,
Jóna Björg Hlöðversdóttir,
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson,

Starfsmenn

Guðjón Vésteinsson 
Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011

 

Árni frá Alta kom inn á fundinn og kynnti Alta ásamt fyrirhuguðu ferli við gerð lýsingar vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023. Árni fór yfir þá vinnu sem nú þegar hefur verið unnin við endurskoðun á aðalskipulagi Skútutaðahrepps.

Að lokinni kynningu vék Árni af fundinum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Árna fyrir góða kynningu.

2.

Vegagerðin - Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn - 1808035

 

Tekið fyrir að nýju erindi varðandi áætlaða nýja veglínu Norðausturvegar 85-02. Á fundi nefndarinnar þann 21.janúar sl. og staðfest af sveitarstjórn þann 27.janúar sl. var óskað eftir að núverandi vegur myndir standa áfram sem tengivegur að Vaðsbæjum og Skriðuhverfi.

Skipulagsfulltrúi hefur í framhaldi af því fengið frekari teikningar af tillögum að útfærslu þessa vegaframkvæmda.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið óski þess að endanleg veglína verði  samkvæmt áætlaðri veglínu 2-C eins og bókað var á fundi nefndarinnar þann 13.11.2019 og staðfest af sveitarstjórn 21.11.2019.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar báðum tillögum Vegagerðarinnar að tímabundnum úrbótum við gatnamót við Tjörn. Nefndin leggur áherslu á að strax verði farið í framkvæmdir við endanlega veglínu en ekki farið í tímabundnar lágmarks framkvæmdir sem raska góðu ræktarlandi.

 

Skipulagsnefnd hvetur Vegagerðina til að hefja vinnu við undirbúning framkvæmdarinnar hið fyrsta.

 

3.

Örnefnaskráning í Þingeyjarsveit - 2003002

 

Á síðasta fundi nefndarinnar var ákveðið að taka fyrir mál varðandi örnefnaskráningu í Þingeyjarsveit en nefndin hefur áhuga á að skoða hver staðan er í skráningu örnefna í sveitarfélaginu.

Urðarbrunnur í Reykjadal hefur unnið mikla vinnu við örnefnaskráningu í Þingeyjarsveit, en þá aðallega austan Skjálfandafljóts í Reykjadal og Aðaldal. Hins vegar er örnefnaskráningu vestan Skjálfandafljóts og ákveðin svæði austan þess enn lítið skráð.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd telur mikilvægt að halda skráningu örnefna áfram og að efldir verði rafrænir kostir í skráningu þeirra. Nefndin hvetur fólk, landeigendur og sveitarstjórn að huga að þessu þegar aðstæður í samfélaginu breytast.

     

4.

Fremstafell 1 - umsókn um byggingarleyfi viðbyggingar - 2003005

 

Tekið fyrir erindi dags. 21.5.2019 frá Árna Valdimarssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarbústað á lóðinni Fremstafell 1 lóð, L153409.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða viðbyggingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

     

5.

Goðafoss - endurnýjun stöðuleyfis - 2003012

 

Tekið fyrir erindi dags. 11.3.2020 frá Sigurði Arnari Jónssyni f.h. Goðafoss ehf. þar sem sótt er um endurnýjun stöðuleyfa fyrir gámahús sunnan við verslun Goðafoss ehf. Í gámahúsunum eru almenningssalerni og kaffistofa fyrir bílstjóra og leiðsögumenn.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stöðuleyfið. Nefndin fellur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið til eins árs í samræmi við innsend gögn.

     

6.

Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Fljótsbakka - 2002025

 

Tekið fyrir erindi mótt. 20.febrúar 2020 frá Emil Tómassyni f.h. Emil Tómasson ehf./Fljótsbakki varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Fljótsbakka í Þingeyjarsveit L153732. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í vesturhlíðum Fljótsheiðar og er 67 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er fyrirhugað ofan við túnin á Fljótsbakka og er frekar bratt að hluta til og hentar því ekki til tún- eða akuryrkju. Gamli skógurinn sem er sunnan og ofan við túnin mun verða hluti af skógræktarsamningnum. Á svæðinu eru mýrar sem ekki verður gróðursett í.

 

Nefndin telur að umrætt framkvæmdaleyfi falli í flokk C skv. lið 1.07 í 1.viðauka laga 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna Minjastofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina.

Ákvörðunartöku um það hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum er frestað þar til umsagnirnar liggja fyrir.

     

7.

Kynning á breytingartillögu aðalskipulags 2010-2022 - 2003004

 

Tekið fyrir erindi frá Vigfúsi Björnssyni f.h. Grýtubakkahrepps mótt. 4.mars 2020 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins við skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps.

     

8.

Umsögn um drög að frumvarpi um eignarráð og nýtingu fasteigna - 2002023

 

Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti 27.2.2020 í tölvupósti milli funda eftirfarandi umsögn Þingeyjarsveitar um frumvarp um breytingar á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frv. um br. á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna, mál S-34/2020.
Nefndin telur að þær breytingar sem lagðar voru fram til kynningar í Samráðsgátt séu skref í rétta átt en tekur sérstaklega undir þá spurningu Sambands íslenskra sveitarfélaga hvort nógu langt sé gengið í að takmarka eignarhald erlendra aðila á bújörðum.
Að mati nefndarinnar er það óheillaþróun að eignarhald bújarða og þá sérstaklega hlunnindajarða hverfi úr eigu bændastéttarinnar og að það hamli mögulega ásamt fleiri þáttum eðlilegri nýliðun í stéttinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir umsögnina sem þegar hefur verið send inn á Samráðsgátt stjórnvalda.

     

9.

Höskuldsstaðir - umsókn um framkvæmdaleyfi skógræktar - 1909035

 

Tekið fyrir að nýju erindi móttekið 19.09.2019 frá Bárði Guðmundssyni varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Höskuldsstaða í Þingeyjarsveit, L153770. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Reykjadal og er 94 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er í megin dráttum upp á Fljótsheiðinni.

Á fundi nefndarinnar þann 16.október 2019 bókaði nefndin að hún teldi að umrætt framkvæmdaleyfi félli í flokk C.skv. lið 1.07 í 1.viðauka laga 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsfulltrúa var falið að leita umsagna Minjastofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga.
Ákvörðunartöku um það hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum var frestað þar til umsagnir lægju fyrir.

Umsagnir bárust frá báðum umsagnaraðilum. Í framhaldi af því samþykkti nefndin að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbrögðum framkvæmdaraðila vegna athugasemda sem bárust frá umsagnaraðilum.

Framkvæmdaraðili tilkynnti skipulagsfulltrúa í tölvupósti þann 13.03.2020 að hann hefði ákveðið að draga til baka, að svo stöddu, umsókn sína um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Höskuldsstöðum í Reykjadal vegna umsagna Minjavarðar Norðurlands og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga.

     

10.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.

     

Fundi slitið kl. 11:55.