122. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

20.02.2020

122. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn Í Seiglu fimmtudaginn 20. febrúar kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson,
Nanna Þórhallsdóttir,
Jóna Björg Hlöðversdóttir,
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Guðjón Vésteinsson 
Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Sæþór aðalmaður boðaði forföll á síðustu stundu.

1.

Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013

 

Tekin fyrir drög að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag ferðaþjónustu á Þeistareykjum dags. 11.02.2020 frá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga. Á fundinn komu Bjarni Reykjalín, verkefnisstjóri deiliskipulagsgerðar, Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir skipulagshöfundar og kynntu drög að skipulagslýsingu fyrir nefndinni.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur lagt til að unnið verði deiliskipulag á Þeistareykjum með áherslu á stefnumörkun og framtíðaruppbyggingu svæðisins fyrir ferðamenn. Allar líkur eru á að umferð um svæðið muni aukast verulega á næstu árum með bættum samgöngum og nýjum vegi frá Húsavík til Mývatnssveitar.

Deiliskipulagið mun ná yfir land Þeistareykja, sem er í eigu Þingeyjarsveitar. Innan þess er afmarkað deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar sem mun halda gildi sínu. Skipulagssvæðið er alls um 280 km². Deiliskipulagssvæði Þeistareykja-virkjunar er um 85,1 km².

Norðurmörk Þeistareykjalands liggja að jörðum í Kelduhverfi. Mörkin miðast við Eyjólfshæð í austri til vesturs um norðurenda Rauðhóls yfir í Sæluhústóft við Sæluhúsmúla. Þaðan liggja vesturmörk um Höfuðreiðarmúla í Jónsnípu og suður Lambafjöll að Gustaskarði. Þá miðast stefna suðurmarka við línu frá norðurrótum Gæsafjalla í Eilífshnúk að Borgarvegg skammt norðan Éthóla. Austurmörk fylgja Borgarvegg og Bunguvegg til norðurs að Eyjólfshæð.

Að lokinni kynningu verkefnisstjóra og skipulagshöfunda véku gestir af fundi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar verkefnisstjóra og skipulagshöfundum fyrir kynningu á drögum að lýsingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin með áorðnum breytingum verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að fá umsögn Skipulagsstofnunnar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

2.

Höskuldsstaðir - umsókn um framkvæmdaleyfi skógræktar - 1909035

 

Tekið fyrir að nýju erindi móttekið 19.09.2019 frá Bárði Guðmundssyni varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Höskuldsstaða í Þingeyjarsveit, L153770. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Reykjadal og er 94 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er í megin dráttum upp á Fljótsheiðinni.

Á fundi nefndarinnar þann 16.október 2019 bókaði nefndin að hún teldi að umrætt framkvæmdaleyfi félli í flokk C.skv. lið 1.07 í 1.viðauka laga 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsfulltrúa var falið að leita umsagna Minjastofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga.
Ákvörðunartöku um það hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum var frestað þar til umsagnir lægju fyrir.

Umsagnir hafa borist frá báðum stofnunum.

 

Í ljósi athugasemda sem bárust frá umsagnaraðilum vegna fyrirhugaðrar skógræktar samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbrögðum framkvæmdaraðila vegna athugasemda sem þar koma fram.

     

3.

Breiðanes - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar - 2001018

 

Tekið fyrir að nýju erindi mótt. 09.01.2020 frá Hjalta Dagssyni f.h. Kjarnagerðis ehf. varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Breiðaness í Þingeyjarsveit L153720. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Reykjadal og er 27 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er fyrirhugað í brekkunni fyrir ofan gamla skóginn og mun þar af leiðandi mynda samfellda heild með honum.

Á fundi nefndarinnar þann 23.janúar 2020 bókaði nefndin að hún teldi að umrætt framkvæmdaleyfi félli í flokk C.skv. lið 1.07 í 1.viðauka laga 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsfulltrúa var falið að leita umsagna Minjastofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga.
Ákvörðunartöku um það hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum var frestað þar til umsagnir lægju fyrir.

Umsagnir hafa borist frá báðum stofnunum.

 

Í ljósi athugasemda sem bárust frá umsagnaraðilum vegna fyrirhugaðrar skógræktar samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbrögðum framkvæmdaraðila vegna athugasemda sem þar koma fram.

     

4.

Flatey - Nýibær - 1912018

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Gentle Giants ehf. dags. 29.nóvember 2019 þar sem beðið er um leyfi til byggingar á geymslu við Nýjabæ, Flatey.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 19.desember 2019 og sveitarstjórn staðfesti 16.janúar 2020 að grenndarkynna bygginguna fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Byggingin var grenndarkynnt og lauk grenndarkynningunni þann 13.febrúar 2020. Ein athugasemd barst sem var teikningalegs eðlis og mun teikning lagfærð samkvæmt athugasemd.

 

Þar sem ekki komu athugasemdir í grenndarkynningu sem kalla á breytingar þá samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilinn gögn hafa borist.

     

 

 

Fundi slitið kl. 12:15.