12. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

17.05.2023

12. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn Hlíðavegi 6 miðvikudaginn 17. maí kl. 09:00

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson og Rögnvaldur Harðarson.

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:
1. Drekagil - Heimild til staðsetningar rafstöðvarhúss - 2304031
2. Klappahraun 10 - deiliskipulag Reykjahlíðarþorps - 2302015
3. Klappahraun 11 - Breyting á deiliskipulagi - 2303035
4. Klappahraun 9 - Byggingarleyfi - 2305002
5. Stórutjarnir - stofnun lóðarinnar Bæjartjörn - 2305007
6. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2204008
7. Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013
8. Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis - 2305013
9. Gautlönd 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2304041
10. Umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar jarðstrengs - 2305019
11. Sandabrot - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2305022
12. Skipulagsnefnd - Önnur mál - 2208021

Í upphafi fundar óskar formaður eftir því að mál 4, 9, 10 og 11 séu tekin fyrir með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

1. Drekagil - Heimild til staðsetningar rafstöðvarhúss - 2304031

Tekin fyrir beiðni frá Ferðafélagi Akureyrar frá Þorgerði Sigurðardóttur dags. 28. apríl s.l. þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja 10 kw dísel varaaflsstöð við Drekagil. Stærð hússins er um 7,3 fm að stærð og verður strengur plægður um 570 m leið að þjónustuhúsi við Drekagil.

Ekki koma fram upplýsingar um hæð gámsins en ljóst er að hann fellur ekki undir skilmála um smáhýsi undanþegin byggingarleyfi. Í vinnslu er endurskoðun deiliskipulags hálendismiðstöðvar við Drekagil, skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla álits Vatnajökulsþjóðgarðs á framkvæmdinni og hvernig hún samræmist áformum um uppbyggingu á svæðinu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla upplýsinga um áform og undirbúning framkvæmdarinnar.

Samþykkt

   

2. Klappahraun 10 - deiliskipulag Reykjahlíðarþorps - 2302015

Tekin fyrir að nýju beiðni um heimild til breytinga á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps frá Héðni Björnssyni og Haraldi Gyðusyni. Fyrir liggja tillögur að útfærslum frá Lilju Filipusdóttur dags. 12. maí s.l. að 4 íbúða raðhúsi í stað einbýlishúss á lóð 10 í Klappahrauni, að auki er gerð tillaga að því að lóð 12 í Klappahrauni sé felld úr skipulagi.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform um breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna lóðar 10 í Klappahrauni, Reykjahlíð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

   

3. Klappahraun 11 - Breyting á deiliskipulagi - 2303035

Tekin fyrir tillaga frá Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna Klappahrauns 11 þar sem áformað er að fjölga fjölda íbúða úr fjórum í fimm.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform um breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna lóðar 11 í Klappahrauni, Reykjahlíð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

   

4. Klappahraun 9 - Byggingarleyfi - 2305002

Tekin fyrir beiðni frá Brynleifi Siglaugssyni um heimild fyrir hliðrun frá bindandi byggingarlínu í deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps. Óskað er eftir því að heimilt verði að staðsetja hús í 7,3 m frá lóðamörkum í stað 6 m.

Skipulagsnefnd samþykkir að frávik upp á 1,3 m sé gefið frá bindandi byggingalínu vegna byggingaráforma á lóð 9 í samræmi við fordæmi vegna annarra bygginga við Klappahraun og til þess að auka svigrúm og aðkomu að byggingum. Frávik eru metin það óveruleg að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

   

5. Stórutjarnir - stofnun lóðarinnar Bæjartjörn - 2305007

Tekin fyrir beiðni dags. 18. mars frá Ásvaldi og Laufeyju, Stórutjörnum um stofnun lóðarinnar Bæjartjörn.

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun lóðarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Samþykkt

   

6. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2204008

Tekið fyrir að nýju beiðni frá Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 vegna Voga 1. Áformað er að frístundabyggð í aðalskipulagi verði skilgreind sem íbúðarbyggð.

Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að skipulagsfulltrúa sé falið að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun.

Samþykkt

   

7. Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013

Tekin fyrir að nýju áform um deiliskipulagsgerð að ferðaþjónustusvæðis að Þeistareykjum. Fyrir liggja drög að útfærslu deiliskipulags vegna uppbyggingar áningastaða við Þeistareyki.

Skipulagsnefnd tekur vel í hugmyndir að útfærslu að deiliskipulagi áningastaða við Þeistareyki.

Kynnt

   

8. Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis - 2305013

Tekin fyrir tillaga frá Eiríki Vigni Pálssyni dags. 15. maí 2023 um breytingu á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis á Olnbogaás. Tillagan heimilar fjölgun herbergja við hótel Laxá úr 80 í 120 og staðsetningu fimm gistieininga innan byggingareits.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til sveitarstjórnar að móta stefnu um uppbyggingu hótela og gistireksturs í Mývatnssveit.

Frestað

   

9. Gautlönd 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2304041

Tekin fyrir beiðni frá Jóhanni Böðvarssyni dags. 28. apríl s.l. um byggingarleyfi viðbyggingar að Gautlöndum 3. Um er að ræða steinsteypta viðbót í framhaldi af núverandi húsnæði. Meðfylgjandi eru teikningar frá Yngva Ragnari Kristjánssyni.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi ef engar athugasemdir berast þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

Samþykkt

   

10. Umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar jarðstrengs - 2305019

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu dags. 12. maí frá Tryggva Logasyni f.h. Landsnets.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi sem unnið er samkvæmt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 þegar sú breyting hefur öðlast gildi.

Samþykkt

   

11. Sandabrot - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2305022

Tekin fyrir beiðni um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023. Áformað er að skilgreina svæði undir rekstur og þjónustu að Sandabroti, Mývatnssveit.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til sveitarstjórnar að móta stefnu um uppbyggingu hótela og gistireksturs í Mývatnssveit.

Frestað

   

12. Skipulagsnefnd - Önnur mál - 2208021

Tekin fyrir önnur mál sem eru á borði skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa á milli funda.

Nýr byggingarfulltrúi er kynntur til leiks, skipulags býður hann velkominn til starfa.

   

Fundi slitið kl. 11:30.