117. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

19.09.2019

117. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 19. september kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson

Sæþór Gunnsteinsson

Nanna Þórhallsdóttir

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Guðjón Vésteinsson

Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

 

       Dagskrá:

1.            Hólasandslína - Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 1902013

                Tekið fyrir að nýju erindi frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags. 7.febrúar 2019 varðandi beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3. Erindinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þar sem umsögn Skipulagsstofnunnar hafði ekki borits. Erindið hafði áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 14. febrúar s.l., 23.maí s.l., 21.júní s.l. og 22.ágúst sl. Innan Þingeyjarsveitar er gert ráð fyrir að línan verði lögð sem loftlína, að mestu samhliða núverandi Kröflulínu 1, sem er í megindráttum í samræmi við gildandi aðalskipulag Þingeyjarsveitar. Landsnet óskar eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. aðalvalkosti sem lagður var fram í frummatsskýrslu. Lega línunnar í aðalvalkosti víkur frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum, í Bíldsárskarði, Fnjóskadal og þverun Laxárdals. Einnig er gert ráð fyrir 20 nýjum efnistökusvæðum í tengslum við lagningu línunnar. Þann 27. júní 2019 samþykkti sveitarstjórn skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi í samræmi við aðalvalkost Landsnets í umhverfismati fyrir Hólasandslínu með þeim breytingum sem skipulagsnefnd lagði til á fundi sínum. Skipulags- og matslýsing var kynnt íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um og var athugasemda- og umsagnarfrestur frá 23. júlí 2019 til og með 16. ágúst 2019.

 

Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, HNE, Skógræktinni, Norðurþingi, Svalbarðsstrandahrepp og Náttúrufræðistofnun Íslands. Einnig barst ábending frá Víði Gíslasyni um að umsögn Samgöngustofu þyrfti einnig að liggja fyrir.

                Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar innkomnar umsagnir/athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri við skipulagsráðgjafana til frekari úrvinnslu við aðalskipulagsbreytinguna.

Taka þarf tillit til álits Skipulagsstofnunnar við matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í tillögu að breytingu aðalskipulags.

 

                             

2.            Einbúavirkjun - 1908034

                Tekið fyrir að nýju erindi frá Skipulagsstofnun dags. 19. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um mat á umhverfisáhrifum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Meðfylgjandi erindinu er frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar frá Verkís f.h. Einbúavirkjunar ehf.. Óskað er eftir því að umsagnaraðilar gefi álit sitt í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.

Í umsögn skal sveitarfélagið gera grein fyrir hvort það telji að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaraðila á þeim, þörf á að kanna tiltekin atriði frekar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögninni komi fram hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Erindinu var frestað á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar því gögn bárust eftir tilskilinn frest.

                Skipulags- og umhverfisnefnd telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar. Nefndin telur að gerð sé á fullnægjandi hátt grein fyrir umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaraðila á þeim.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé þörf á að kanna tiltekin atriði frekar að svo stöddu og að gerð sé á fullnægjandi hátt grein fyrir mótvægisaðgerðum og vöktun.

Skipulags- og umhverfisnefnd áskilur sér rétt til að setja nánari skilyrði um vöktun ákveðinna umhverfisþátta við útgáfu framkvæmdaleyfis.

Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfis sveitarfélagsins.

Jóna Björg Hlöðversdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

                              

3.            Gagnagrunnur um gönguleiðir á Norðurlandi - 1906026

                Erindi sem sveitarstjórn vísaði til skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum 27.júní sl.

Lagt fram bréf Birni H. Reynissyni f.h. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 6.06.2019 þar sem segir frá uppbyggingu á gagnagrunni fyrir gönguleiðir á Norðurlandi. Verkefnið gengur út á það að safna gögnum um gönguleiðir á Norðurlandi þar sem þær eru geymdar á mismunandi stöðum og mismunandi uppsettar. Ávinningur verkefnisins er að upplýsingar um gönguleiðirnar verði samræmdar og þær settar á sama vefsvæði sem auðveldar markaðssetningu á þeim.

                Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur tekið að sér að vinna málið áfram með Markaðsstofu Norðurlands. Nefndin leggur áherslu á að leita samþykkis landeigenda áður en gönguleiðin er sett inn á umræddan gagnagrunn.

                              

4.            Flatey - Krosshús, endurgerð fjárhúsa - 1909018

                Tekið fyrir erindi frá Ingvari Sveinbjörnssyni dags. 8/9 2019 þar sem beðið er um leyfi til endurgerðar á fjárhúsum við Krosshús, Flatey, sem stóðu við hlöðu og voru rifin.

                Áætluð bygging uppfyllir þær kröfur sem aðalskipulag og hverfisvernd setja byggingum í Flatey.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að byggðamynd fyrri tíma sé í heiðri höfð og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.

 

                              

5.            Stekkjarbrot - landskipti - 1909019

                Tekið fyrir erindi dags. 8/9 2019 frá Jóni Hermannssyni þar sem sótt er um stofnun lóðar og landskipti út úr jörðinni Hvarfi í Bárðardal.

                Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt þegar staðfesting á landamerkjum liggja fyrir og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

                              

6.            Skógar lóð 20 - byggingarleyfi - 1909020

                Tekið fyrir erindi dags. 3/9 2019 frá Ásgeiri Vilhelm Bragasyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir nýju frístundahúsi á lóð nr.20 í landi Skóga í Fnjóskadal. Húsið verður flutt á staðinn.

 

Fylgigögn: Samskipti fyrri byggingarfulltrúa við umsækjanda, teikningar af húsinu og myndir.

                Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu en fyrirhuguð byggingaráform eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur því skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að byggingu fyrir eigendum húsa aðliggjandi lóða og landeigenda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

                              

7.            Önnur mál, skipulags- og umhverfisnefnd - 1909021

                Sveitarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir nefndinni stöðu á endurskoðun aðalskipulagsins.

                Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynninguna.

                              

8.            Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

                Byggingarfulltrúi fóru yfir embættisafgreiðslur það sem af er árs.

                              

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:05