115. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

21.06.2019

115. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna föstudaginn 21. júní kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson,
Sæþór Gunnsteinsson,
Nanna Þórhallsdóttir,
Jóna Björg Hlöðversdóttir,
Hlynur Snæbjörnsson, 

Starfsmenn

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi, í fjarfundarbúnaði,
Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Í upphafi fundar lagði formaður skipulags- og umhverfisnefndar til að taka tvö mál inn á dagskrá með afbrigðum:1906019 Kambsstaðir rafstöðvarhús - stofnun lóðar og 1906020 Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá fundar.

 

1.            Hólasandslína - Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 1902013

Tekið fyrir að nýju erindi frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags. 7.febrúar 2019 varðandi beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3. Erindið var áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 14. febrúar s.l. og 23.maí s.l.

Innan Þingeyjarsveitar er gert ráð fyrir að línan verði lögð sem loftlína, að mestu samhliða núverandi Kröflulínu 1, sem er í megindráttum í samræmi við gildandi aðalskipulag Þingeyjarsveitar.

Landsnet óskar eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. aðalvalkosti sem lagður var fram í frummatsskýrslu. Lega línunnar í aðalvalkosti víkur frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum, í Bíldsárskarði, Fnjóskadal og þverun Laxárdals. Einnig er gert ráð fyrir 20 nýjum efnistökusvæðum í tengslum við lagningu línunnar.

Á fundi nefndarinnar var lagt til að skipulagsfulltrúa væri falin umsjón með að gerð yrði skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga 123/2010 og lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 105/2006 í samræmi við tillögu Landsnets í frummatsskýrslu um færslu línu og nýrra efnistökusvæða vegna Hólasandslínu 3.

Skipulagsbreytingarnar eru háðar lögum um umhverfismat áætlana og því þarf að vinna umhverfismat og skipulagsbreytingar samhliða.

Fyrir liggja uppfærð drög að skipulags- og matslýsingu, í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar 23.maí s.l., frá Hornsteinum dags 7. júní 2019 með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar í samræmi við aðalvalkost Landsnets í umhverfismati fyrir Hólasandslínu 3.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi verði samþykkt með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

                              

2.            Vegagerðin - Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn - 1808035

Fyrir liggur teikning frá Vegagerðinni dags. 7. júní 2019 þar sem gert er grein fyrir fjórum mismunandi kostum vegna nýrrar veglínu Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn. Á Samgönguáætlun gerir ráð fyrir endurbótum á Norðausturvegi um Skjálfandafljót á tímabilinu 2024-2028. Vegna þeirrar áætlunar þarf að gera breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar þar sem gert er grein fyrir nýrri fyrirhugaðri veglínu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breyting á aðalskipulagi verði gerð í samræmi við tillögu að veglínu 2A. Samhliða þessari breytingu á aðalskipulagi verði gert ráð fyrir nýrri tengingu Útkinnarvegar (851) svo hún verði u.þ.b. milli stöðvar 2500 á veglínu 2A og stöðvar 3000 á veglínu 3 skv. fyrirliggjandi gögnum dags. 07.06.2019 frá Vegagerðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram ásamt framkvæmdaraðila.

                              

3.            Svæðisskipulag Eyjafjarðar til kynningar - 1906010

Tekið fyrir erindi frá svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar dags 7. júní 2019 þar sem lögð eru fram drög skipulagstillögu og umhverfisskýrslu til kynningar vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér drögin og gerir ekki athugasemdir að sinni.

               

4.            Stekkjarbyggð 3 - byggingarleyfi geymsla - 1905016

Tekið fyrir erindi dags. 13.maí frá Þresti Sigurðssyni hjá Opus ehf., f.h. Björns Óskars Björnssonar, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir geymslu, sem fellur vel inn í landslagið á lóðinni Stekkjarbyggð 3 í Lundsskógi, skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 13.05.2019 frá Opus ehf.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er hámarks byggingarmagn á lóð 100m2, en skv. tillögunni yrði heildar byggingar magn á lóðinni 138,5m2.

Fyrirhuguð bygging er staðsett þannig að hún fellur ekki öll innan byggingarreits.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að byggingu utan byggingarreits á lóðinni fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

 

5.            Ásgarður - byggingarleyfi - 1906007

Tekið fyrir erindi dags. 7.júní frá Bjarna Reykjalín, f.h. Halldóru Kristínar Bjarnadóttur og Arnar Björnssonar, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á einni hæð við Ásgarð í Aðaldal, skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 29.05.2019 frá Bjarna Reykjalín.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu. Fyrirhuguð framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila og samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

6.            Syðri - Leikskálaá, umsókn um byggingarleyfi - 1906001

Tekið fyrir erindi dags. 4.mars frá Jónasi Þórólfssyni, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir tveimur bogaskemmum við Syðri-Leikskálaá í Útkinn skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 06.05.2019 frá Faglausn.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu en fyrirhuguð byggingaráform eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur því skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að byggingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

7.            Vatnsleysa - umsókn um byggingarleyfi - 1906008

Tekið fyrir erindi frá Benedikt Ármannssyni, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Vatnsleysa lóð skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 13.06.2019 frá Eflu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu en fyrirhuguð byggingaráform eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur því skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að byggingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

                              

Nanna Þórhallsdóttir vék af fundi undir 8.lið vegna vanhæfis.

8.            Kambsstaðir rafstöðvarhús - stofnun lóðar - 1906019

Tekið fyrir erindi dags. 19.júní frá Hauki Þórhallssyni, þar sem sótt er um stofnun lóðar í kringum rafstöðvarhús á Kambsstöðum. Meðfylgjandi er hnitsettur lóðauppdráttur og útfyllt eyðublað F550.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

9.            Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar að hausti 2019 - 1906020

Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar verði eftirfarandi:

22.ágúst

19.september

17.október

14.nóvember

12.desember

                             

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:55