105. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

20.09.2018

105. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 20. september kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              

Hlynur Snæbjörnsson                                   

Jóna Björg Hlöðversdóttir                            

Nanna Þórhallsdóttir.                                    

Sæþór Gunnsteinsson                                               

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

  Helga Sveinbjörnsdóttir, umsjónarmaður  fasteigna og framkvæmda           

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín

Dagskrá:       

  1. Breyting á skipan fulltrúa í skipulags- og umhverfisnefnd.
  2. Hólsvirkjun í Fnjóskadal.  Aðal- og deiliskipulag
  3. Skógar í Fnjóskadal.  Breyting á deiliskipulagi.
  4. Eyjardalsvirkjun.  Umsókn um heimild til skipulagsgerðar og ósk um breytingu á aðalskipulagi.
  5. Einbúavirkjun í Bárðardal.  Tillaga að matsáætlun.
  6. Þéttbýliskjarni í Aðaldal.  Tillaga að deiliskipulagi

 

1.      Breyting á skipan fulltrúa í skipulags- og umhverfisnefnd og kosning varaformanns og ritara.

Helga Sveinbjörnsdóttir formaður skipulags- og umhverfisnefndar hefur óskað eftir árs leyfi frá störum í nefndinni þar sem hún hefur verið ráðin tímabundið í starf umsjónarmanns fasteigna og framkvæmda Þingeyjarsveitar.  Sveitarstjórn hefur samþykkt þessa ósk Helgu.  Í stað hennar tekur Ásvaldur Ævar Þormóðsson tímabundið við sem formaður nefndarinnar og Nanna Þórhallsdóttir kemur tímabundið inn sem varamaður í stað Helgu á meðan á leyfi hennar stendur.

Fyrir liggur að kjósa tímabundið nýja varaformann og ritara.

A-listi leggur til að Sæþór Gunnsteinsson verði kosinn varaformaður og Nanna Þórhallsdóttir ritari.

Ð -listinn leggur til að  Jóna Björg  Hlöðversdóttir verði kosinn varaformaður.

Meirihluti nefndarmanna í skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við þessar tímabundnu breytingar á skipun fulltrúa í nefndinni.  Sæþór var kjörinn varaformaður með 3 atkvæðum og Jóna Björg fékk 2 atkvæði.  Nanna var sjálfkjörin sem ritari.

Ásvaldur tók við stjórn fundarins eftir þennan lið.

 

2.    Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag.                             

S20160401

Tekið fyrir að nýju erindi dags 10. maí 2016 frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem lögð er fram kynningarskýrsla dags. í maí 2016 f.h. Arctic Hydro ehf vegna áforma um að reisa 5,2 MW vatnsaflsvirkjun í landi jarðanna Ytri-Hóls, Syðri-Hóls og Garðs í Fnjóskadal.  Erindið var síðast tekið til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 20. júní s.l.  Áformað er að virkja Hólsá og Gönguskarðsá ofan Garðsfells og leiða vatn í þrýstipípu að stöðvarhúsi við Fnjóská.  Í skýrslunni er tilhögun virkjunar og áætlaðar framkvæmdir kynntar lauslega.  Um leið er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna samráðs og kynninga fyrir hagsmunaaðila á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd færði eftirfarandi til bókar á fundi sínum 11. maí s.l:  Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til málsins á þessu stigi en lýsir yfir vilja sínum til að hafa samstarf við framkvæmdaaðila fyrirhugaðrar virkjunar m.a. að hafa samvinnu um almennan kynningarfund þar sem tillagan og forsendur hennar verði kynntar fyrir íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum áður en lengra verður haldið í framkvæmda- og undirbúningsferlinu.

Boðað var til almenns kynningarfundar í Stórutjarnaskóla  mánudaginn 6. júní s.l. þar sem fulltrúar Arctic Hydro ehf og Eflu verkfræðistofu kynntu virkjunarhugmyndirnar og sátu fyrir svörum.

Innkomið nýtt erindi dags. 20. júní frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem hún sækir um f.h. Arctic Hydro ehf heimild til að vinna deiliskipulag af fyrirhuguðu virkjanasvæði á kostnað framkvæmdaaðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Með umsókn fylgir skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar um að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á sinn kostnað af fyrirhuguðu virkjanasvæði í samræmi við framlagða skipulagslýsingu og með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lýsinguna vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins eins 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um með umsagna- og athugasemdafresti frá og með 30. júní til og með 21. júlí s.l.

Athugasemdir/umsagnir komu frá eftirfarandi aðilum:  Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og náttúruverndarnefnd Þingeyinga.

Vegagerðin og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerðu engar athugasemdir.  Umhverfisstofnun telur að í lýsingunni sé gerð grein fyrir þeim þáttum sem þörf er á og í því umfangi sem væntanlegar tillögur gefa tilefni til.  Ítarlegri umsagnir komu frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands og náttúruverndarnefnd Þingeyinga.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kom athugasemdunum/umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu þar sem  nefndin lagði áherslu á að að við breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags yrðu innkomnar umsagnir/athugasemdir umsagnaraðila hafðar að leiðarljósi.

Innkomin eftirfarandi ný gögn 13. september 2016:

  • Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2023.  Efla verkfræðistofa.
  • Tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur með greinargerð.  Efla verkfræðistofa.
  • Jarðfræði, gróðurfar og fuglalíf á áhrifasvæði Hólsvirkjunar.  Náttúrstofa Norðausturlands.
  • Sérfræðiskýrsla vatnalíf.  Tumi Tumason fiskifræðingur.
  • Fornleifaskráning.  Fornleifastofnun Íslands.

 

Haldinn var kynningarfundur í Stórutjarnaskóla 3. október s.l. eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.  Ekki komu fram neinar athugasemdir á fundinum sem gáfu tilefni til breytinga á tillögunum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að eftirfarandi kafla verði bætt inn í greinargerð með aðalskipulagsbreytingunni:

Jarðstrengur:

Samhliða gerð virkjunarinnar verður lagður 33 kV jarðstrengur frá stöðvarhúsi virkjunarinnar að Rangárvöllum á Akureyri.  Strengurinn verður plægður eða grafinn niður eftir aðstæðum á lagnaleiðinni.   Lagning jarðstrengs tilheyrir virkjunarframkvæmdunum og er því hluti af framkvæmdaleyfisskyldri heildarframkvæmd.  Áður en framkvæmdaleyfi virkjunarinnar verður gefið út skal leggja fram uppdrátt sem sýnir lagnaleiðina ásamt yfirlýsingu landeigenda/umráðamanna landeigna og sveitarfélaga á strengleiðinni um að þau leggist ekki gegn framkvæmdinni.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki aðrar athugasemdir við tillögurnar en þær sem hér að framan greinir á fundi sínum 12. október 2016 og lagði til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa yrði falið að senda Skipulagsstofnun tillögu að breytingu á aðalskipulagi svo breyttu til athugunar eins og. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.  Jafnframt var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa samhliða breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi að lokinni athugun Skipulagsstofnunar á breytingartillögu aðalskipulagsins.

Tillögurnar voru auglýstar samhliða frá og með 4. júlí 2018 með athugasemdafresti til og með 15. ágúst 2018.

Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtölum aðilum og stofnunum:

Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands og Fiskistofu.

Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Minjastofnunar Íslands og Fiskistofu gáfu ekki tilefni til svara:

  • Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að verklagsreglum skuli fylgt sem og lögum um mengunarvarnir og minnir á að það veitir starfsleyfi. Góð áminning og alveg rétt en kemur skipulaginu lítið við.
  • Fiskistofa gerir engar athugasemdir og spyr engra spurninga.
  • Minjastofnun ítrekar það verklag sem verður viðhaft við skoðun og merkingu á fornleifum áður en framkvæmdir hefjast. Þetta verklag hafa allir aðilar nú þegar samþykkt og því litlu við það að bæta.

 

Skipulagsstofnun:

Athugasemdir/umsagnir

Svör skipulags- og   umhverfisnefndar:

Stofnunin telur að afmörkun   deiliskipulagssvæðisins þurfi að ná til heilstæðara svæðis en tillagan gerir   ráð fyrir.“

 

Hægt er   að taka „eyður“ í Hólsdal inn í skipulagssvæðið en að láta skipulagssvæðið ná   út fyrir námurnar við heimreiðina að Ytri-Hól gengur ekki. Þessar námur eru   ekki hluti af iðnaðarsvæðinu heldur eru þær sérstaklega merktar inn með hring   á aðalskipulag sem efnistökusvæði. Önnur efnistökusvæði á aðalskipulagi   sveitarfélagsins eru ekki sérstaklega tengd þeim framkvæmdum sem að efnið úr   þeim er notað í. Það þarf enga nýja vegagerð eða framkvæmdir til að nýta   þessar námur sem þegar hafa verið opnaðar og nýttar af bændum. Líklegt er að   Skipulagsstofnun hafi frekar átt við götótt iðnaðarsvæði uppi á dal heldur en   þessi tvö efnistökusvæði sem standa ein sér. Tilviljun ein ræður því að opnar   námur hafi verið svona nálægt.

Brugðist við þessari athugasemd með því að breyta   afmörkun skipulagssvæðisins og taka fjórar eyður í Hólsdal inn í svæðið.

Gera þarf grein fyrir legu   jarðstrengs frá stöðvarhúsi.“

 

Lega jarðstrengs frá stöðvarhúsi að skipulagsmörkum svæðis   verður bætt við. Þar fyrir utan ræður Rarik alfarið strengleið.  Við útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir   strenglögn til Akureyrar þarf að liggja fyrir á uppdrætti lega strengsins,   samþykki landeigenda og umsögn Minjastofnunar Íslands vegna hugsanlegra   fornminja á strengleiðinni.

Sýna þarf ásýndarmyndir og   snið fyrir fyrirhugaða jöfnunarþró, stöðvarhús og stíflur.“

 

Það er mat nefndarinnar að þetta séu of mikil smáatriði á   deiliskipulagsgrundvelli. Deiliskipulag á að vera rammi utan um hönnun og   framkvæmdir og telur nefndin skilmála deiliskipulagsins vera nógu ítarlega.  Nefndin telur þó æskilegt að settar verði   fram skýringarmyndir í skipulagsgögnum sem sýna umfang fyrirhugaðra   framkvæmda. Við útgáfu framkvæmdaleyfis er hægt að gera frekari kröfur um að   nánari grein sé gerð fyrir hönnun stöðvarhúss og annarra mannvirkja sem háð   eru útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfis.

Sýna þarf verndarsvæði   umhverfis fornleifar.“

 

Áður en framkvæmdir hefjast verður farið um svæðið með minjaverði   og fornminjar merktar. Það verður ákveðið á staðnum hvernig þær verða merktar   og hversu stórt svæði umhverfis þær þarf að girða af. Það eru tugir mógrafa   og varða og minni fornminjar á svæðinu og óraunhæft að ætlast til þess að   verndarsvæði þeirra séu merkt inn á deiliskipulagsuppdrátt, verndarsvæði sem   minjavörður sjálfur er ekki búinn að ákveða og mun ekki ákveða fyrr en skömmu   áður en framkvæmdir hefjast og endanleg hönnun liggur fyrir.  Minjavörður er búinn að vera með í ráðum frá   upphafi og er sáttur við þessa afgreiðslu.    Verður einnig gerð krafa um merkingu fornleifa við útgáfu   framkvæmdaleyfis.

„Minnt er á ákvæði gr.   5.3.2.5. í skipulagsreglugerð um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum.“

Byggingarreit verður hnikað aðeins austar til að bygging sé í   a.m.k. 50 m fjarlægð frá vegi líkt og skipulagsreglugerð segir til um.   Byggingarreiturinn verður þó mögulega nær til að ná yfir bílastæði,   frárennslismannvirki og aðrar framkvæmdir á lóð, þó utan veghelgunarsvæðis

 

Umhverfisstofnun (UST)

Athugasemdir/umsagnir:

Svör skipulags- og   umhverfisnefndar:

„Ennfremur skal   vakta rof á vatnsbökkum lóna og vatnsstreymi við pípuskuð. Stofnunin mælir   með því að gerður verði samningur við Náttúrustofu Norðausturlands við   framkvæmd þessa mats. Skv. umhverfisskýrslu mun náttúruverndarnefnd   sveitarfélagsins að fjórum árum liðnum fara yfir samantekt vöktunar og meta   hvort áframhaldandi vöktun sé nauðsynleg.

„Umhverfisstofnun   tekur undir mikilvægi áforma um vöktun gróðurlenda og votlendissvæða að   framkvæmdum loknum og ítrekar nauðsyn þess að vöktunaráætlun sé lögð fram   samhliða framkvæmdarleyfi auk þess að samningur sé gerður við sérfræðing hjá   Náttúrustofu Norðausturlands hvað varðar mat á ástandi gróðursvæða eftir að   framkvæmdum líkur“

Við útgáfu á framkvæmdaleyfi verða sett skilyrði um vöktun   ákveðinna umhverfisáhrifa eins og t.d. rofs á vatnsbökkum   lóna og vatnsstreymi við pípuskurð og mun Þingeyjarsveit meta að framkvæmdum   loknum, í samráði við sérfræðinga á þessu sviði, hvort áframhaldandi vöktun   sé nauðsynleg og hve oft og hvaða umhverfisþætti skuli vakta.

Þingeyjarsveit mun ekki gera kröfu um að ákveðnir aðilar verði   valdir til verksins en áhersla verður lögð á    faglega þekkingu og hlutleysi þeirra aðila.

 

„Fram kemur í   umhverfisskýrslu deiliskipulags að útfall virkjunar hafi verið fært nokkru   ofar en upphaflega var áformað til að takmarka áhrif þess á laxgöngu“

Þetta var gert til að minnka áhrif á laxveiði, nánar til tekið   einn veiðistað. Virkjunin hefur engin áhrif á göngu laxins upp ána sama hvar   útfallið er að mati fiskifræðinga.

 

Vegagerðin:

Athugasemdir/umsagnir:

Svör skipulags- og   umhverfisnefndar:

„Samkvæmt   veghönnunarreglum er lágmarksfjarlægð á milli vegamóta við Fnjóskadalsveg eystri   150 m en óskað er eftir því að tenging að stöðvarhúsi sé sýnd á   deiliskipulagsuppdrætti.“

Ekki er búið að hanna endanlega tengingu en staðsetning hennar   er sýnd með rauðri ör. Henni verður hnikað til um örfáa metra svo að hún   uppfylli 150 m regluna.

 

„Á   deiliskipulagsuppdrætti skuli gera grein fyrir helgunarsvæði vega.“

Helgunarsvæði Fnjóskadalsvegs eystri (853-02) verður bætt inn á   deiliskipulagsuppdrátt.

„Á breytingartillögu   aðalskipulags er Fnjóskadalsvegur eystri (853-02) sýndur sem stofnvegur   (svört lína), en vegurinn er skilgreindur sem tengivegur á vegaskrá og ætti   því að vera teiknaður með grænni línu skv. skýringarmynd“

Þetta atriði verður lagfært og Fnjóskadalsvegur eystri (853-02)   verðu sýndur sem tengivegur.

 

 

Náttúruverndarnefnd Þingeyinga:

Athugasemdir/umsagnir:

Svör skipulags- og   umhverfisnefndar:

„Síðast en ekki   síst er ætlunin að selja raforkuna inn á dreifikerfi landsins og því ekki   hægt að sjá að sú raforka sem framleidd verður í Hólsvirkjun muni frekar   skapa möguleika til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu en   annars staðar á Íslandi.“

 

Rafmagni   frá fyrirhugaðri Hólsvirkjun verður veitt inn á dreifikerfi Rarik á   Rangárvöllum á Akureyri og verður nýtt á þeim svæðum á Norð-Austurlandi þar   sem orkuskortur er viðvarandi og fullnægjandi dreifikerfi er til staðar.  Þá má einnig vekja athygli á því að öllu   rafmagni Rarik í Fnjóskadal er dreift frá Akureyri. Þótt allt rafmagn   virkjunarinnar yrði notað í Fnjóskadal þá þyrfti samt sem áður að tengja   virkjunina við Akureyri um jarðstreng. Ekki ert hægt að tengjast inn í kerfi   Rarik í Fnjóskadal

Hitt er annað að   einkahlutafélagið sem á og rekur virkjunina er ekki af svæðinu og mun   hagnaður af rekstrinum enda annars staðar en í Þingeyjarsveit“.

 

Athugasemd   sem varðar ekki efnistök aðal- eða deiliskipulagsins og verður því ekki   svarað frekar.

 

„Nú eru á teikniborðinu fjórar stórar   vatnsaflsvirkjanir; Svartárvirkjun, Hólsvirkjun, Eyjardalsvirkjun og   Einbúavirkjun“

Eyjardalsvirkjun   er 700 kW og flokkast því sem lítil vatnsaflsvirkjun. Svartárvirkjun og   Einbúavirkjun sem báðar eru um 10 MW að uppsettu afli eru í   umhverfismatsferli, en einungis Hólsvirkjun    hefur farið í gegnum umhverfismatsferli.  Svartárvirkjun og Einbúavirkjun eru í   matsferli og óvíst hvort og þá hvenær verði ráðist í framkvæmdir við þær.  Litlar virkjanir eru flokkaðar eftir þremur   meginþáttum en það eru uppsett afl, virkjuð fallhæð og hvort virkjun sé   rennslisvirkjun eða með miðlunarlóni. Ef uppsett afl er undir 100 kW er   virkjunin örvirkjun, smávirkjun ef uppsett afl er á bilinu 100 til 300 kW og   lítil virkjun ef uppsett afl er allt að 1.000 kW.

1  .„Þingeyjarsveit þyrfti að marka sér   ákveðnari stefnu í orkuvinnslu innan sveitarfélagsins….

2. Þá þyrfti stefnan   einnig að tryggja að samfélagslegur ávinningur sé raunverulegur og mikill   innan sveitarfélagsins og í næsta nágrenni þess. Ef slík stefna yrði innleidd   í aðalskipulag sveitarfélagsins ætti að vera auðveldara að hafna á grunnstigum   hugmyndum um virkjanir á svæðum líkt og til dæmis í Svartá.“

 

  1.   Slík   stefna er nú þegar til staðar og í greinargerð aðalskipulags Þingeyjarsveitar   má finna eftirfarandi texta: „Það er stefna   sveitarfélagsins að nýta vatnsafl í sveitarfélaginu enda sé það til hagsbóta   fyrir íbúa þess og í samræmi við sjálfbæra þróun. Þingeyjarsveit telur   eftirsóknarvert að kanna frekar framtíðarmöguleika á og kosti þess að byggja   fleiri virkjanir til einkanota sem og orkusölu á frjálsum raforku - markaði,   en sveitarfélagið er á móti hugmyndum um að virkja Skjálfandafljót.
     
     
     Á þessu   kjörtímabili mun hefjast         endurskoðun á Aðalskipulagi   Þingeyjarsveitar 2010-2022.  Uppi eru   hugmyndir um að í þeirri vinnu verði kannaðir virkjanakostir í Þingeyjarsveit   og þeir skilgreindir nánar í endurskoðuðu aðalskipulagi
     
     
  2. Þessar athugasemdir telur nefndin að hafi ekki   með deiliskipulag Hólsvirkjunar að gera.

Að mati   Náttúruverndarnefndarinnar er allt of lítið gert úr verðmæti þjóðleiðarinnar   yfir Gönguskarð til framtíðar litið, þó hún sé lítið nýtt í dag.   ......... hefði mátt gera meira úr því að   tengja fyrirhugað framkvæmdasvæði við hina gömlu þjóðleið um gönguskarð,   mögulega í samstarfi við framkvæmdaraðila. Í skipulagstillögunum væri því   eftirsóknarvert að sjá stefnu um hvernig hægt væri að efla útivist á svæðinu   samhliða framkvæmdum, til dæmis með því að merkja, laga og vekja meiri   athygli á þjóðleiðinni yfir Gönguskarð.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir  þessi sjónarmið Náttúruverndarnefndarinnar   og mun beina þeim tilmælum til framkvæmdaaðila að hann kanni hvernig hægt væri að efla útivist á svæðinu samhliða framkvæmdum   í samstarfi við landeigendur.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á aðalskipulagi þar sem komið hefur verið til móts við málefnalegar athugasemdir verði samþykktar.  Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulags- og umhverfisnefndar/sveitastjórnar við þeim og annast gildistöku skipulagstillagnanna eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

 

3.      Skógar í Fnjóskadal.  Breyting á deiliskipulagi.                                             S20150601

Tekið fyrir að nýju erindi, upphaflega dagsett 25. apríl 2017, frá Bergljótu Þorsteinsdóttur Halldórsstöðum í Bárðardal, f.h.Skógalands ehf, þar sem hún sækir um heimild til að breyta gildandi deiliskipulagi frístundasvæði í landi Skóga í Fnjóskadal.  Gildandi skipulag með síðari breytingum var unnið af Guðmundir H. Gunnarssyni hjá Búgarði.   Innkomin nýr deiliskipulagsuppdráttur  dagsettur 05.06.2018  frá Landslagi, Ómari Ívarssyni, skipulagsfræðingi.  Helstu breytingar á gildandi deiliskipulagi eru eftirfarandi:

  • Byggingarreitir eru stækkaðir      verulega til að auðvelda aðlögun að landi.
  • Gerðar eru óverulegar breytingar á      lóðarstærðum  til að þær falli betur      að landi.
  • Skilgreindar eru þrjár nýjar      íbúðarhúsalóðir í suðurjaðri svæðisins.
  • Hámarkgrunnflötur allra bygginga      verður 140 m² en á lóðum 5-9 við Skógarhlíð var hámarksgrunnflötur 90 m².
  • Skilgreint er nýtt gámasvæði til      sorplosunar vestan þjóðvegar fyrir allt skipulagssvæðið

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemdir við breytingartillöguna á fundi sínum 21. júní s.l.á því stigi og sveitarstjórn heimilaði skipulags- og byggingarfulltrúa á fundi sínum 27. júní  s.l. að auglýsa tillöguna eins og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. 

Tillagan var auglýst frá og með 18. júlí með athugasemdafresti til og með 29. ágúst 2018 og einnig send á eftirtalda umsagnaraðila:  Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Vegagerðina.  Einungis bárust umsagnir/athugasemdir frá eftirtöldum aðilum:  Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Vegagerðinni.

Minjastofnun Íslands:

Umsögn/athugasemdir:

Svör skipulags- og   umhverfisnefndar:

„Engar þekktar fornleifar eru á   skipulagsreitnum og gerir Minjastofnun því ekki athugasemdir við fyrirhugaða   breytingu á deiliskipulagi.“

Gefur ekki tilefni til svara.

 

Náttúruverndarnefnd Þingeyinga:

Umsögn/athugasemdir:

Svör   skipulags- og umhverfisnefndar:

„Náttúruverndarnefnd Þingeyinga   gerir ekki athugasemdir við framkomna tillögu um breytingu á deiliskipulagi   frístundabyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal.“

 

Gefur   ekki tilefni til svara.

 

Vegagerðin:

Umsögn/athugasemdir:

Svör   skipulags- og umhverfisnefndar:

Vegagerðin   bendir á að að helgunarsvæði þjóðvegar nr. 833, 15 m til hvorrar handar frá   miðlínu vegar skuli sýnt á deiliskipulagsuppdrætti.

 

„Að   frístundabyggð austan Illugastaðvegar (833) eru sýndar tvær núverandi   tengingar frá þjóðvegi, ein innan skipulagssvæðisins og ein utan þess.  Fjarlægð á milli vegtenginga er um 100 m en   skv. kröfum í veghönnunarreglum Vegagerðarinnar skal lágmarksfjarlægð á milli   vegamóta sem þessara 200-300 m til þess að tryggja umferðaröryggi.  Vegagerðin hvetur til þess að syðri   vegtengingunni verði lokað og allri umferð þess í stað beint um nyrðri   vegtengingu en það er algengt markmið að bættu umferðaröryggi að fækka   vegamótum við stofn- og tengivegi og beina umferð frekar um færri og vel   útfærð vegamót..............“

Skipulagsnefnd   tekur undir þessi sjónarmið

Vegagerðarinnar   og mælist til þess að í tillögu að breyttu deiliskipulagi verði syðri   vegtengingunni lokað þótt hún sé utan skipulagsmarkanna og veghelgunarsvæði   15 m til hvorrar handar verði fært inn á deiliskipulagsuppdráttinn.

 

Innkomin endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi  í tölvupósti 7. september s.l. þar sem gerðar hafa verið eftirfarandi breytingar á tillögunni:

  • Vegna umsagnar Vegagerðarinnar er aðeins sýnd ein vegtenging frá þjóðvegi nr. 833 inn á skipulagssvæðið austan þjóðvegar.  Felld er burtu syðri vegtengingin og þess í stað er gert ráð fyrir að frá nyrðri vegtengingunni muni verða vegtenging að núverandi vegi sem liggur norðan Selgils og að núverandi og fyrirhuguðum húsum þar.  Vegtenging þessi er frá þjóðvegi nr.833 sem felld er burt er utan skipulagssvæðisins og því ekki hluti af breytingu á deiliskipulagi en rétt þykir að sýna þessa mögulegu breytingu til að koma til móts við umsögn Vegagerðarinnar.
  • Vegna umsagnar Vegagerðarinnar er sýnt 15 m veghelgunarsvæði þjóðvegar nr. 833 til hvorrar áttar.
  • Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að „garðlag“ sem sýnt er í gildandi deiliskipulagi innan lóða 1, 3 og 7 við Skógarhlíð vestan þjóðvegar nr. 833 er náttúrlegur hryggur og því ekki fornminjar.  Vegna þessa stækka byggingarreitir innan sömu lóða en áður voru þeir staðsettir þannig að „garðlagið“ væri utan byggingarreita:

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi svo breytt þar sem komið hefur verið til móts við innkomnar athugasemdir verði samþykkt.  Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að annast gildistöku breytingartillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

 

4.      Eyjardalsvirkjun. Umsókn um heimild til skipulagsgerðar og og ósk umbreytingu á aðalskipulagi.    

S20180501

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 2. maí 2018 frá Þorgeiri Birni Hlöðverssyni og Eiði Jónssyni f.h. Eyjardalsvirkjunar þar sem sótt er um heimild til skipulagsgerðar og að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 verið breytt vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma í Eyjardalsá í Bárðardal.

Að frumkvæði Vélaverkstæðisins Árteigi sf. hafa verið til skoðunar undanfarin misseri, möguleikar á virkjun Eyjardalsár í Bárðardal.  Það leiddi til þess að haustið 2017 var gengið frá viljayfirlýsingu a milli frumkvöðla verkefnisins og landeigenda um téð áform.

Í lok s.I. árs var síðan stofnað undirbúningsfélagið Eyjardalsvirkjun ehf. til að ljúka undirbúningsrannsóknum, forhönnun, skipulagsvinnu og að kanna matsskyldu.

Eyjardalsvirkjun ehf. óskar hér með eftir heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað framkvæmdaaðila með vísan í2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarstjórn breyti Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 á þann hátt að skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði á öllu því svæði sem virkjunin nær yfir.

Ráðgjafi við skipulagsvinnuna verður EFLA verkfræðistofa.

Fylgigögn: Téð viljayfirlýsing milli frumkvöðla verkefnisins og landeigenda.

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og     gerð nýs deiliskipulags fyrir virkjunarsvæðið.

Á síðasta fundi skipulags og umhverfisnefndar 9. maí s.l. var skipulags- og byggingarfulltrúa falið aðboða til almenns kynningarfundar í samstarfi við umsækjanda þar sem fyrirhuguð virkjunaráform skv. innkominni skipulags- og matslýsingu yrðu kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum, áður en erindið yrði tekið til frekari umfjöllunar í nefndinni.

Haldinn var almennur kynningarfundur í Kiðagili þann 18. júní s.l. þar sem fulltrúar Eyjardalsvirkjunar ehf. ásamt ráðgjöfum frá Eflu verkfræðistofu kynntu fyrirhuguð virkjunaráform og svöruðu fyrirspurnum.

Á fundi skipulags- og umhverfisnefnd 21. júní s.l. lagði nefndin til við sveitarstjórn að umsækjanda yrði heimilað að vinna tillögu að deiliskipulagi af virkjanasvæðinu á sinn kostnað skv. framkominni skipulagslýsingu, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt yrði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að láta vinna samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem skilgreint yrði nýtt iðnaðarsvæði til samræmis við deiliskipulagstillöguna.

Skipulags- og matslýsing vegna nýs deiliskipulags og samhliða breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst frá og með miðvikudeginum 18. júlí til og með föstudeginum 10. ágúst 2018 og var hún einnig aðgengileg á sama tíma á heimasíðu Þingeyjarsveitar.  Skipulags- og matslýsingin var einnig send á eftirtalda aðila:

Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga,Vegagerðina og Fiskistofu. Einnig var ákveðið á síðari stigum að leita umsagnar Landsnets þar sem fyrirhuguð Hólasandslína mun liggja yfir skipulagssvæðið að hluta.

Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:  Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Umhverfisstofnun, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Fiskistofu og Landsneti.

 

Jóna Björg vék af fundi nefndarinnar við umfjöllun um málið vegna vanhæfis.

 

Athugasemdir/umsagnir lagðar fram til kynningar.  Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma innsendum athugasemdum á framfæri við framkvæmdaaðila og skipulagsráðgjafa þeirra með ósk um að þær verði teknar til efnislegrar umfjöllunar við skipulagsvinnuna.

 

5.    Einbúavirkjun i Bárðardal.                                                                                 S20170802

Borist hefur erindi dagsett 5. september 2018 frá Skipulagsstofnun þar sem gerð er grein fyrir því að Litluvellir ehf hafi sent stofnuninni meðfylgjandi tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda framkvæmd.  Þess er óskað að Þingeyjarsveit gefi umsögn um tillögu að matsáætluninni skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 196/2000 og 17. gr. reglugerðar nr.660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi er tillaga að matsáætlun frá Verkís verkfræðistofu dagsett 27.  ágúst 2018.  Sjá eftirfarandi slóð: (http://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/9-8-mw-einbuavirkjun-i-skjalfandafljoti-thingeyjarsveit).  

Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort tillagan geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar, hvort Þingeyjarsveit geri athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, gagnaöflun sem er fyrirhuguð, hvernig standi til að vinna úr gögnunum til að meta umhverfisáhrif og hvernig eigi að setja þau fram í frummatsskýrslu.  Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, gagnaöflun sem er fyrirhuguð, hvernig standi til að vinna úr gögnunum til að meta umhverfisáhrif og hvernig eigi að setja þau fram í frummatsskýrslu.

 

Nefndin telur hins vegar nauðsynlegt að í frummatsskýrslunni verði gerð grein fyrir vöktun umhverfisþátta fyrir framkvæmdir, á framkvæmdartíma og eftir að framkvæmdum lýkur og einnig verði nánari grein gerð fyrir hvaða umhverfisþætti eigi að vakta og hversu lengi eftir að framkvæmdum lýkur og til hvaða mótvægisaðgerða yrði gripið verði þess þörf.

 

Varðandi þau leyfi sem eru á starfssviði skipulags- og umhverfisnefndar er helst að nefna útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfa vegna fyrirhugaðrar mannvirkjagerðar gangi virkjunaráform eftir.

 

 6.    Þéttbýliskjarni í Aðaldal.    Tillaga að deiliskipulagi.                                        S20180601

Tekið fyrir að nýju en erindið var síðast á dagskrá nefndarinnar 23. ágúst s.l.

Á þeim fundi gerði skipulags- og umhverfisnefnd ekki athugasemdir við efnistök í deiliskipulagsdrögunum og heimilaði áframhaldandi vinnu við þau í samræmi við umræður á fundinumInnkomin tillaga að deiliskipulagi 16. ágúst s.l. frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. þar sem búið var að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemdir við tillöguna og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún yrði tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Skipulagsfulltrúi var með opið hús í Kjarna miðvikudaginn 19. september þar sem tillagan og forsendur hennar voru kynntar með vísan í framangreind lagaákvæði.  Ekki komu fram neinar athugasemdir á kynningunni sem gáfu tilefni til breytinga á tillögunni.


Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að skipulagstillagan verði auglýst eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna auglýsingarinnar.

 

Fundi slitið.