10. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

15.03.2023

10. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn Hlíðavegi 6 miðvikudaginn 15. mars kl. 09:00

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigurður Böðvarsson og Ingi Þór Yngvason

Starfsmenn

 Atli Steinn Sveinbjörnsson og Bjarni Reykjalín.

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá
1. Klappahraun 11 - Breyting á deiliskipulagi - 2303035
2. Hitastigulshola vegna rannsókna á jarðhita sunnan Bæjarfjalls - 2303032
3. Stofnun lóða í Brekku - 2303027
4. Sameining lóða í Brekku, Aðaldal - 2303036
5. Fyrirspurn um byggingarheimild við Kotasælu, Björk - 2303034
6. Breyting á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar - 2301002
7. Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013
8. Kvígindisdalur lóð - umsókn um byggingarleyfi - 2212003
9. Deiliskipulag Reykjahlíðarþorps - Lóðir 10 og 12 - 2302015
10. Breyting á deiliskipulagi Stekkjabyggðar - 2303022
11. Stofnun lóða að Skógalandi - 2303028
12. Beiðni um umsögn við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 - 2210001

1.

Klappahraun 11 - Breyting á deiliskipulagi - 2303035

 

Tekin fyrir beiðni dags. 14. mars 2023 frá Guðmundi Þór Birgissyni f.h. Jarðbaðanna hf. um breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna lóðarinnar Klappahraun 11. Óskað er eftir því að á fjöldi íbúða á lóðinni verði breytt úr fjórum í fimm og að leyfilegt verði að víkja frá bundinni byggingarlínu.

 

Meirihluti skipulagsnefndar er hlynntur því að fjölga íbúðum úr fjórum í fimm. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við framkvæmdaraðila um staðsetningu hússins innan byggingarreits í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps.
Samþykkt með 4 atkvæðum Ingi Yngvason greiddi atkvæði á móti.

 

Samþykkt

Einar vekur athygli á vanhæfi sem starfsmaður Landsvirkjunar og víkur af fundi undir þessum lið.

2.

Hitastigulshola vegna rannsókna á jarðhita sunnan Bæjarfjalls - 2303032

 

Tekin fyrir fyrirspurn dags. 13. mars s.l. frá Axel Vali Birgissyni f.h. Landsvirkjunar þar sem þess er óskað að nefndin taki afstöðu til framkvæmdar vegna lagningu slóða og útfærslu borplans. Áformað er að bora hitastigulsholu vegna rannsókna á jarðhita sunnan til í Bæjarfjalli.

 

Erindið er lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

Einar kemur inn á fundinn að nýju.

3.

Stofnun lóða í Brekku - 2303027

 

Tekin fyrir umsókn dags. 9. mars s.l. frá Reyni Baldri Ingvasyni um stofnun atvinnu- og þjónustulóðar að Brekku, Aðaldal.

 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun lóðarinnar.

 

Samþykkt

     

4.

Sameining lóða í Brekku, Aðaldal - 2303036

 

Tekin fyrir umsókn frá Reyni Baldri Ingvasyni um sameiningu lóða og stofnun nýrrar lóðar að Brekku, Aðaldal.

 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun lóðarinnar og sameiningu núverandi lóða.

 

Samþykkt

     

5.

Fyrirspurn um byggingarheimild við Kotasælu, Björk - 2303034

 

Tekin fyrir fyrirspurn dags. 27. febrúar s.l. frá Jóhanni Kristjánssyni um heimild til uppsetningu geymsluskúrs á lóð sinni Kotasælu, Mývatnssveit.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Ingi Yngvason situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

Samþykkt

Einar vekur athygli á vanhæfi sem starfsmaður Landsvirkjunar og víkur af fundi.

6.

Breyting á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar - 2301002

 

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 18. janúar s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að fara með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum.

 

Athugasemdir sem bárust við grenndakynningu skipulagstillögunnar gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Skipulagsfulltrúa er falið að sjá um gildistöku tillögunnar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

Einar tekur sæti á fundinum að nýju.

7.

Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013

 

Staða deiliskipulagsgerðar við fyrirhugaðan áningarstað ferðamanna við Þeistareyki lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

8.

Kvígindisdalur lóð - umsókn um byggingarleyfi - 2212003

 

Tekið fyrir erindi dags. 1. desember 2022 frá Eiði Jónssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 18. janúar s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna áformin. Í umsögn Minjastofnunar kom fram að við lóðamörk að hnitum 1 og 2 séu mögulega fornleifar sem friðaðar eru samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

 

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist. Nefndin beinir því til framkvæmdaraðila að hafa í huga mögulegar fornminjar við lóðamörk sem óheimilt er að raska og hafa samband við Minjavörð komi áður óþekktar minjar í ljós.

 

Samþykkt

 

9.

Deiliskipulag Reykjahlíðarþorps - Lóðir 10 og 12 - 2302015

 

Tekin fyrir að nýju beiðni dags. 13. febrúar frá Yngva Ragnari f.h. Héðins Björnssonar um heimild til breytingar á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna lóða í Klappahrauni 10 og 12. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 15. febrúar s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að taka upp samtal við framkvæmdaaðila um útfærslu lóða og lóðaskilmála.

 

Skipulagsnefnd fellst ekki á framkomna tillögu og ítrekar fyrri bókun frá 15. febrúar s.l. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að eiga frekara samtal við framkvæmdaraðila um mögulega útfærslu á lóðum 10 og 12 í Klappahrauni í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Ingi Yngvason greiðir atkvæði gegn bókuninni og fellst ekki á breytingu deiliskipulags Reykjahlíðarþorps.

 

Samþykkt

     

10.

Breyting á deiliskipulagi Stekkjabyggðar - 2303022

 

Tekin fyrir beiðni frá Jóni Þórólfssyni um heimild til breytingar á deiliskipulagi Stekkjarbyggðar í Fnjóskadal. Fyrir liggur breyting á uppdrætti deiliskipulags frístundabyggðar Stekkjarbyggðar dags. 8. mars 2023 sem felur í sér að vegtenging frá Lundsskógavegi að golfskála er færð á þann stað sem hún liggur í dag.

 

Skipulagsnefnd samþykkir beiðni framkvæmdaraðila um heimild til þess að láta vinna að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Stekkjarbyggðar og felur skipulagsfulltrúa að fara með tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt er fram á að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins eða umsækjanda.

 

Samþykkt

     

11.

Stofnun lóða að Skógalandi - 2303028

 

Tekin fyrir umsókn frá Bergljótu Þorsteinsdóttur dags. 10. mars 2023 um stofnun lóðar undir frístundahús til útleigu að Skógalandi, Fnjóskadal.

 

Skipulagsnefnd beinir því til framkvæmdaaðila að láta vinna breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal sem tæki yfir umrætt svæði. Lóðin yrði stofnuð á grunni deiliskipulags.

 

Samþykkt

     

12.

Beiðni um umsögn við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 - 2210001

 

Tekið fyrir erindi dags. 7. mars s.l. frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar Þingeyjarsveitar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010.
Upphaflega var óskað eftir því að umsögn bærist eigi síðar en 14. mars en frestur hefur verið veittur til 15. mars n.k. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 20. október s.l. þar sem nefndin fól skipulagsfulltrúa að veita umsögn. Breyting hefur m.a. verið gerð á tillögu að skipun raflínunefndar og formennsku í nefndinni.

 

Skipulagsnefnd gagnrýnir það að í frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum nr 123/2010 séu skipulagsnefndir og sveitarstjórnir sveitarfélaga undanskildar með þeirra sérþekkingu á staðháttum viðkomandi svæða. Skipulagsfulltrúa er falið að veita umsögn um breytingu á frumvarpi laga um skipulagslög.

 

Samþykkt

Fundi slitið kl. 12:01