99. fundur.

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

08.02.2018

99. fundur.

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 08. febrúar kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              

Nanna Þórhallsdóttir                                     

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                          

Hlynur Snæbjörnsson                                                              

Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

 Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín

Dagskrá:

  1. Fjósatunga í Fnjóskadal.  Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi.
  2. Stóru-Tjarnir í Ljósavatnsskarði.  Umsókn um stofnun landeignar.
  3. Knútsstaðir.  Umsókn um landskipti.
  4. Hlíðskógar.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.
  5. Tungunes í Fnjóskadal.  Umsókn um landskipti og breytt staðfang.
  6. Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025.  Tjarnavirkjun.
  7. Embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa árið 2017.          

 

1.      Fjósatunga í Fnjóskadal.  Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi.           S20140801

Erindi dags 11. janúar 2018 frá Pétri Jónssyni, landslagsarkitekt, hjá Landark ehf, þar sem hann sækir um heimild skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 (f.h. SS-Byggis ehf)  til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir jörðina Fjósatungu í Fnjóskadal skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu dags. 10. janúar 2018 frá Landark ehf, Stórhöfða 17, 112 Reykjavík.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn því að umsækjanda verði heimilað að vinna deiliskipulag á jörðinni Fjósatungu, en frestar afgreiðslu málsins að sinni.   Nefndin bendir á að þar sem samhliða þarf að gera breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022  þarf skipulagslýsingin skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  jafnframt að taka mið af því ásamt fleiri atriðum sem æskilegt er að fram komi í skipulagslýsingunni

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri við umsækjanda.

2.      Stóru-Tjarnir í Ljósavatnsskarði.  Umsókn um stofnun landeignar.           S20180201

Erindi dags. 1. febrúar 2018 frá Ásvaldi Ævari Þormóðssyni og Laufeyju Skúladóttur , Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði, þar sem þau sækja um heimild til að stofna landeign undir gámasvæði út úr jörðinni Stóru-Tjörnum skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðarblaði frá Eflu verkfræðistofu og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.  Einnig óskar umsækjandi eftir því að götuheitið Grundarmelur verði staðfest.  Ásvaldur vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis með vísan í 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun landeignarinnar verði samþykkt og jafnframt einnig götuheitið Grundarmelur.  Þá leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna landeignina í landeignaskrá.

 

3.      Knútsstaðir.  Umsókn um landsskipti.                                                            S20180102

Erindi dags (ódagsett) frá Jónasi Jónssyni á Knútsstöðum í Aðaldal f.h. landeigenda þar sem sótt er um heimild til að skipta landspildunni Högum út úr jörðinni Knútsstöðum, skv. meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti dags. 09.12.2017 frá Búgarði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði fyrir jörðina Knútsstaði.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórna að landsskiptin verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna þegar fullnægjandi gögn hafa borist (undirritun eigenda á F-550).

 

4.      Hlíðskógar í Bárðardal.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar. 

S20180101

Erindi dags 5. febrúar frá Karli Erlendssyni, Hlíðskógum í Bárðardal þar sem hann sækir um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðinni Hlíðskógum skv. meðfylgjandi tilkynningu um skógrækt til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar dags. 4. janúar 2017.        

Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til fyrirhugaðra skógræktaráforma á þessu stigi, en bendir umsækjanda á að skila þarf inn umsögnum náttúruverndarnefndar Þingeyinga og  Minjastofnunar Íslands með vísan í 4. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.  Nefndin bendir umsækjanda einnig á að fyrirhuguð skógrækt er tilkynningarskyld til sveitarfélagsins þar sem framkvæmdin fellur í flokk C skv. 1. viðauka gr. 1.07 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.  Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á erindinu en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna skógræktaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.          

 

5.      Tungunes í Fnjóskadal.  Umsókn um landskipti og breytt staðfang.           S20180202

Erindi dags 5. febrúar 2018 frá Ástu Heiðrúnu Stefánsdóttur, Brekkutröð 6, 601 Akureyri, þar sem hún sækir um fyrir sína hönd og annarra landeigenda að fær nafn jarðarinnar Tunguness undir upphaflegt nafn, Ljótsstaði.  Einnig er sótt um heimild til að skipta 1,25 ha lóð undir íbúðarhús og vélageymslu út úr Tungunesi (Ljótsstöðum) samkvæmt hnitsettu lóðarblaði dags. 02.02.2018 frá Búgarði, útfylltu Eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðin Tungunes.  Heiti nýrrar landeignar verður Tungunes.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórna að nafnabreyting og landsskiptin verði samþykkt og að hún feli jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna nafnabreytingar og landskiptanna.

 

6.      Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025.  Tjarnavirkjun           S20170102

Erindi dags 29. janúar 2018 frá Vigfúsi Björnssyni skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsveitar þar sem hann óskar eftir umsögn Þingeyjarsveitar vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025.  Eyjafjarðarsveit vinnur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna 1 MW vatnsaflsvirkjunar sem fyrirhugað er að reisa í landi Tjarna. Breytingartillaga að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 er tilbúin til kynningar fyrir aðliggjandi sveitarfélögum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Meðfylgjandi er breytingarblað vegna breytinga á aðalskipulagi frá Eflu verkfræðistofu dags.  2.11.2017.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðar vegna Tjarnavirkjunar þar sem fyrirhugaðar virkjunarhugmyndir skerða ekki á nokkurn hátt hagsmuni Þingeyjarsveitar.

7.      Embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa árið 2017

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram yfirlit yfir embættisafgreiðslur sínar árið 2017.

 

Fundi slitið