98. fundur

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

25.01.2018

98. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 25. janúar kl. 11:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.

Nanna Þórhallsdóttir

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir

Hlynur Snæbjörnsson og framkvæmda

Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna

Fundargerð ritaði: Nanna Þórhallsdóttir

Dagskrá:

  • Einbúavirkjun í Bárðardal.  Breyting á aðalskipulagi o.fl.

 

1. Einbúavirkjun í Bárðardal.  Breyting á aðalskipulagi o.fl  S20170802

 

Tekið fyrir að nýju en málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 15. nóvember 2017.  Á þeim fundi frestaði nefndin frekari umfjöllun um málið að sinni en óskaði eftir því við framkvæmdaaðila og sveitarstjórn að boðað yrði til almenns kynningarfundar þar sem fyrirhuguð virkjunaráform yrðu kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins.   Haldinn var fjölmennur kynningarfundur í Kiðagili í Bárðardal þann 22. janúar s.l. þar sem mættu Hilmar Ágústsson, og Kristján L. Möller, fulltrúar Einbúavirkjunar, og Arnór Sigfússon og Jóhannes Ófeigsson fá Verkís og kynntu þeir virkjunarhugmyndirnar í máli og myndum.

Á fundinum afhenti Hilmar Ágústsson skipulags- og byggingarfulltrúa bréf dags 19. janúar 2018 þar sem gerð var grein fyrir framvindu verkefnisins og þar sem „óskað er eftir samþykki og stuðningi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar til að hefja mat á umhverfisáhrifum.  Forsvarsmenn félagsins kjósa að gera slíkt mat til að bæta möguleika almennings og hagsmunaaðila til að koma með ábendingar og athugasemdir við framkvæmdina.  Virkjun af þessari stærð er skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum tilkynningarskyld en ekki matsskyld.  Fallist sveitarstjórn á matsferli hefjist er hún ekki með því að taka skuldbindandi ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis síðar meir".

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún leggist ekki gegn því að Einbúavirkjun ehf hefji umrætt matsferli samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, og ekki verði teknar skuldbindandi ákvarðanir á þessi stigi um að gera breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma né veitingu framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdinni síðar meir.

 

Fundi slitið