92. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

24.08.2017

92. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 24. ágúst kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir
Hlynur Snæbjörnsson
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
 Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

  1. Einbúavirkjun í Bárðardal.  Breyting á aðalskipulagi.
  2. Rangá.  Nýtt deiliskipulag og breyting aðalskipulagi.
  3. Stekkjarbyggð 15 í Lundsskógi, breyting á byggingarskilmálum.
  4. Stekkjarbyggð 24, breyting á byggingarskilmálum.
  5. Langavatn.  Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi.
  6. Þeistareykjavirkjun.  Neyðarlosun affallsvatns..
  7. Fundadagar skipulags- og umhverfisnefndar á haustmisseri 2017.

 

1. Einbúavirkjun í Bárðardal.  Breyting á aðalskipulagi.                                              S20170802

Erindi frá Hilmari Ágústssyni, framkvæmdastjóra Einbúavirkjunar ehf þar sem hann sækir um að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna byggingar fyrirhugaðrar virkjunar.  Sveitarstjórn vísaði erindinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum 29. júní s.l.

Fyrirhuguð virkjun yrði 9,8 MW rennslisvirkjun í Skjálfandafljóti þar sem nýtt yrði um 24 m fall á u.þ.b. 2,5 km kafla í fljótinu við bæinn Kálfborgará niður fyrir bæinn Einbúa.  Fyrirhuguð framkvæmd flokkast í B-flokk framkvæmda skv. 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.

Fylgigögn með umsókn eru:

  1. Skýrsla Verkís, Einbúavirkjun-Frumdrög, endurskoðuð greinargerð gerð í febrúar 2016
  2. Hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði gerður í nóvember 2016.

Lagt fram til kynningar.  Afgreiðslu málsins frestað en skipulags- og byggingarfulltrúa falið að  afla frekari upplýsinga  um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.

 

2. Rangá.  Nýtt deiliskipulag og breyting aðalskipulagi.                                              S20160905

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags 13. september 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. landeigenda, þar sem sótt var um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Rangár í Kaldakinn þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 10 smáhýsi vegna ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að hvert smáhýsi verði um 30 m² og þau m.a. leigð út til ferðamanna. Gert er ráð fyrir nýjum vegi að þessum húsum frá þjóðvegi nr. 851.

 

Mögulegt er til framtíðar að gera upp núverandi hlöðu og fjárhús sem yrðu nýtt vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustu.

Einnig er óskað eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem svæði fyrir gistihýsi verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (ferðaþjónustusvæði).

Meðfylgjandi er loftmynd þar sem sýnd er möguleg staðsetning smáhýsa ásamt veglegu og tengingu við þjóðveg ásamt mögulegu útliti smáhýsa.

Skipulags- og umhverfisnefnd lagðist ekki gegn erindinu á fundi sínum 16. september s.l. og lagði til við sveitarstjórn að umsækjanda yrði heimilað að vinna og leggja fram skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna nýs deiliskipulags skv. 1. mgr. 30. gr. og 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Innkomin nýtt erindi dags 9. nóvember 2016 frá Ómari Ívarssyni, landslagsarkitekt hjá Landslagi, þar sem hann sækir um f.h. hönd Grettisborgar ehf. eftir heimild Þingeyjarsveitar til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Rangá í Kaldakinn, í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 19. september 2016 og samkvæmt meðfylgjandi skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi.

Sveitarstjórn heimilaði umsækjanda að vinna deiliskipulag af umræddu svæði á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á fundi sínum 17. nóvember s.l. Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags var kynnt fyrir umsagnaraðilum, íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um frá og með 30. nóvember til og með 21. desember 2016.  Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum.  Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinuog náttúruverndarnefnd Þingeyinga.

Innkomin ný gögn 8. febrúar 2017, tillaga að deiliskipulagi frá Landslagi ehf og samhliða tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 frá Hornsteinum arkitektum.

Haldinn var almennur kynningarfundur í Ljósvetningabúð 2. mars s.l. þar sem tillögurnar og forsendu þeirra voru kynntar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Á fundinum komu ekki fram neinar athugasemdir sem gáfu tilefni til breytinga á tillögunum.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessu stigi og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa þær samhliða skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni  yfirferð Skipulagsstofnunar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi eins og 3. mgr. 30. gr. fyrrgreindra laga mælir fyrir um.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 23. mars 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi og samhliða breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna nýs ferðaþjónustusvæðis á jörðinni Rangá í Kaldakinn í Þingeyjarsveit.  Tillögurnar eru auglýstar eins og 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um frá og með 16. júní með athugasemdafresti til og með 28. júlí 2017.

Umsagnir/athugasemdir án athugasemda bárust frá  Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni, og Minjastofnun Íslands, en eftirfarandi athugasemd barst frá Umhverfisstofnun:

Athugasemd:

Svör skipulags- og umhverfisnefndar:

Í greinargerð kemur fram að staðsetning innan byggingarreits sé frjáls.  Umhverfisstofnun bendir á að það er erfitt að átta sig á heildarmynd svæðisins þegar staðsetning bygginga er ekki sýnd innan byggingarreits.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að eftirfarandi málsgrein verði bætt við greinina  Byggingarreitir.

................Í umsókn um byggingarleyfi skal gera grein fyrir öllum fyrirhuguðum byggingum innan viðkomandi  byggingarreits og skal áhersla lögð á samræmda heildarmynd á öllu svæðinu

 

Skipulags- og umhverfisefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi með þeim breytingum sem hér að framan greinir verði samþykktar og einnig verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna gildistöku tillagnanna eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

 

3. Stekkjarbyggð 15, Lundsskógi, breyting á byggingarskilmálum                       S20170603

Erindi dags 8. júní 2017 frá Þorsteini Hlyni Jónssyni þar sem hann sækir um heimild til að byggja við frístundahús sitt að Stekkjarbyggð 15 í Lundsskógi skv. meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu.

Umfang viðbygginga eru eftirfarandi:

  • 34.4 m² bílskúr við norðurhlið
  • 16.2 m² kalt vindfang milli núverandi húss og bílskúrs. (Glerhýsi)
  • 23.0 m² viðbygging við suðurenda hússins (þak hússins verður lengt suður yfir nýbyggingu í sama halla)

Samtals stærð viðbygginga: 73,6 m²

Samkvæmt deiliskipulagsskilmálum er heimilt að byggja eitt hús allt að 140 m² að stærð og aðstöðuhús allt að 20 m² á hverri lóð, heildarbyggingarmagn á lóð samtals 160 m².

Með framangreindum viðbyggingum yrði heildarstærð húss 180 m².

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 22. júní að grenndarkynna byggingaráformin eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulags- og byggingarfulltrúa grenndarkynnti byggingaráformin fyrir nágrönnum og landeiganda með grenndarkynningarbréfi dags 30. júní 2017 með athugasemdafresti til og með 31. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir umræddum viðbyggingum þegar skilað hefur verið inn fullnægjandi gögnum til útgáfu byggingarleyfis og þau samþykkt.

 

4. Stekkjarbyggð 24, Lundsskógi, breyting á byggingarskilmálum                       S20170606

Umsókn frá Þresti Sigurðssyni hjá Opus ehf, f.h. Ólafs Magnússonar, lóðarhafa lóðar nr. 24 við Stekkjabyggð í Lundsskógi, þar sem hann sækir um að fá að byggja 30 m² geymsluhús/aðstöðuhús á lóð sinni en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi að hámarksstærð slíkar bygginga sé 20 m².  Um er að ræða 10 m² stækkun umfram að sem leyfilegt er í gildandi deiliskipulagi eins og sýnt er nánar á meðfylgjandi uppdrætti frá Rögg teiknistofu. 

Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti fyrrnefnda tillögu að breytingu á deiliskipulagsskilmálum lóðar nr. 24 í Stekkjarbyggð í Lundsskógi eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um frá og með 30. júní með athugasemdarfresti til og með 31. júlí 2017.  Engar athugasemdir bárust.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir umræddu geymsluhúsi/aðstöðuhúsi þegar skilað hefur verið inn fullnægjandi gögnum til útgáfu byggingarleyfis og þau samþykkt.

 

5. Langavatn, umsókn um byggingarleyfifyrir íbúðarhúsi.                              S20170801

Erindi dags dags. 27. júní 2017 frá Önnu Gunnarsdóttur á Langavatni þar sem hún sækir um byggingarleyfi fyrir 148,4 m² einbýlishúsi á jörðinni Langavatni skv. meðfylgjandi teikningum frá Teiknivangi. 

Staðsetningu hússins skv. afstöðumynd reyndist ekki hagkvæm vegna jarðvegsdýpis.   Umsækjandi hefur rætt við skipulags- og byggingarfulltrúa um nýja staðsetningu á húsinu sem aðilar eru sammála um að muni henta betur að því tilskildu að fjarlægð húss frá vatnsbakka verði a.m.k. um 50 m.

Ekki liggur fyrir neitt deiliskipulag af jörðinni.

Tillaga að bókun:

Þar sem ekki liggur fyrir neitt deiliskipulag af jörðinni er skipulagsnefnd heimilt að veita byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en þar sem hin leyfisskylda framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda samþykkir nefndin að fallið verði frá grenndarkynningu sbr.3 mgr. sömu gr. og laga.  Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir umræddu einbýlishúsi þegar skilað hefur verið inn fullnægjandi gögnum til útgáfu byggingarleyfis og þau samþykkt.

 

6. Þeistareykjavirkjun.  Neyðarlosun affallsvatns.                                                   S20120101

Erindi dags 21. ágúst 2017 frá Val Knútssyni, f.h. Landsvirkjunar þar sem óskað er eftir heimild Þingeyjarsveitar til að grafa frárennslisskurð fyrir jarðhitavatn frá núverandi niðurrennslissvæði (M-9) að bráðabirgða losunarstað í hraunsprungu eins og nánar er gerð grein fyrir á meðfylgjandi uppdráttum og ljósmyndum.

Þegar niðurrennslisholur voru boraðar á núverandi niðurrennslissvæði (M-9) árið 2014

var viðtaka þeirra mæld og reyndust þær fullnægja þörf áformaðrar virkjunar og vel það,

þannig að ekki var gert ráð fyrir neyðarlosunarholu. Við útskolun á gufuveitu, samhliða

borun gufuhola nú í sumar, féll til aukið magn af affallsvatni sem að hluta var fargað í

niðurrennslisholur en einnig í svelgholur sem boraðar hafa verið við borteiga og

niðurrennslisvæði. Við þessa aðgerð fór að bera á tregðu við að koma vatni í

niðurrennslisholur og við nánari skoðun kemur í ljós að jarðhitakerfið hefur aðra hegðun

varðandi móttöku á fullheitu affallsvatni í holunum en það sýndi á köldu vatni við prófanir.

Vegna þessa áformar Landsvirkjun að bregðast við með gerð fyrrnefnds

frárennslisskurðar að sprungu sem neyðarlosun til bráðabirgða. Gert er ráð fyrir að

áformaðar framkvæmdir hefjist um miðjan september, ef leyfi fæst.

Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að grafinn verði frárennslisskurður fyrir jarðhitavatn frá núverandi niðurrennslissvæði (M-9) að bráðabirgða losunarstað í hraunsprungu eins og gerð er grein fyrir í fylgigögnum með umsókn.  Gerð er þó sú krafa að ekki verði meira jarðvegsrask á framkvæmdasvæðinu en nauðsynlegt er vegna framkvæmdanna.  Nefndin ítrekar að hér er einungis um tímabundna neyðarráðstöfun að ræða og kallar eftir að varanleg og ásættanleg  lausn  liggi fyrir sem fyrst, í síðasta lagi 1. apríl 2018. 

 

7. Fundadagar skipulags- og umhverfisnefndar á haustmisseri 2017.

Skipulags- og byggingarfulltrúi lagi fram eftirfarandi tillögu að fundardögum skipulags- og umhverfisnefndar á haustmisseri.

24. ágúst

20. september (miðvikudagur)

19. október

16. nóvember

14. desember

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þessa fundardaga.

 

Fundi slitið.