86. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

23.01.2017

86. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna mánudaginn 23. janúar kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir
Hlynur Snæbjörnsson
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
 Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

  1. Ófeigsstaðir og Rangá.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku. 
  2. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar.  Skipulags- og matslýsing.
  3. Lerkiholt í Reykjadal.  Umsókn um landskipti.
  4. Kvíaból.  Umsókn um byggingarleyfi fyrir gripahúsi.
  5. Hálfkúla Bárðardal.  Umsókn um byggingarleyfi.
  6. Breiðanes Laugum, Umsókn um byggingarleyfi      

 

1. Ófeigsstaðir og Rangá.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.              S20150901

Tekið fyrir að nýju erindi dags 8. september 2015 frá Fljótsmöl ehf, kt. 500613-0330, Höfðavegi 5, 640 Húsavík þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á allt að 45.000 m³ á allt að 24.800 m² svæði úr landi Ófeigsstaða og Rangár vestan Skjálfandfljóts skv. meðfylgjandi uppdrætti og umsögn Fiskistofu dags 2. september 2015.

 Erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 24. september 2015.  Á þeim fundi var eftirfarandi fært til bókar:

„Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við frekari efnistöku á umræddu svæði haustið 2015 skv. verktilhögun í greinargerð umsækjanda og með þeim fyrirvara að farið verði að fyrirmælum Fiskistofu.  Öll frekari efnistaka en hér um ræðir verður síðan háð útgáfu framkvæmdaleyfis Þingeyjarsveitar og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. og 13-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Nefndin leggur áherslu á að væntanleg framkvæmdaleyfisumsókn nái til allra skilgreindra efnistökusvæða sem umsóknaraðili nýtir nú og muni nýta í framtíðinni og þar verði gerð nákvæmari grein fyrir áætluðu magni efnistöku og stærð efnistökusvæða til framtíðar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjandi verið veittur frestur til og með 1. júní 2016 til að skila inn tilskildum gögnum vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi til frekari efnistöku en hér um ræðir.“

Innkomin ný umsókn frá Fljótsmöl í tölvupósti dags 6. desember þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til áframhaldandi malartöku í landi Ófeigsstaða og Rangár vestan Skjálfandafljóts, við þjóðveg 85 í Þingeyjarsveit. Malartaka hefur verið á svæðinu um árabil og fyrirtækið hefur verið með framkvæmdarleyfi og leyfi frá Fiskistofu fyrir 45.000 rúmmetrum sem er nú útrunnið. Efnistakan er fyrirhuguð á 24.800 fermetra svæði af áreyri og heildarrúmmálið allt að 37.200 rúmmetrum.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð malartaka sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fylgigögn með umsókn eru eftirtalin:  Fyrirspurn um matsskyldu, ákvörðun Skipulagsstofnunar, umsögn Fiskistofu og uppdráttur af fyrirhuguðu efnistökusvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmaleyfi fyrir allt að 37.200 m3 af möl, samkvæmt fram lögðum gögnum, verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna útgáfu framkvæmdaleyfisins eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

2. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar.  Skipulags- og matslýsing                                     S20170102

Borist hefur erindi frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar sem samþykkti þann 26. október 2016 að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Óskað er umsagnar Þingeyjarsveitar á meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu dags 26. október 2016 frá Landslagi ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna en leggur áherslu á að við endurskoðun Aðalskipulags Eyjarfjarðar verði haft samráð við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar þar sem hagsmunir sveitarfélaganna skarast á sveitarfélagamörkum.  Má þar nefna málaflokka eins og útivist og ferðaþjónustu, t.d.  göngu-, hjóla og reiðleiðir og umferð vélknúinna farartækja og hugsanlegan miðhálensiþjóðgarð sem næði yfir landsvæði í báðum sveitarfélögunum.

3. Lerkiholt í Reykjadal.  Umsókn um landskipti.                                                S20170101

Erindi dags 11. janúar 2017 frá Brynjari Sigtryggssyni f.h. Traðar ehf kt. 461077-0139 þar sem sótt er um heimild til að skipta út lóð út úr landi Lerkiholts í Reykjadal í Þingeyjarsveit.

Fylgigögn með umsókn eru:  Hnitsettur lóðaruppdráttur dags. 10.01.2017 frá Búgarði, útfyllt eyðublað F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorð yfir jörðina Lerkiholt.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórna að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast landskiptin eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

4. Kvíaból.  Umsókn um byggingarleyfi fyrir gripahúsi.                                    S20161002

Tekið fyrir að nýju erindi dags 8. nóvember frá Marteini Sigurðssyni á Kvíabóli þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir gripahúsi á Kvíabóli sunnan núverandi fjóss og hlöðu á jörðinni skv. meðfylgjandi teikningum frá Eflu verkfræðistofu dags 11.10.2016.

Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir með grenndarkynningarbréfi dags 24. nóvember með athugasemdafresti til og með 23. desember 2016.  Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn til útgáfu byggingarleyfis hafa verið samþykkt..

5. Hálfkúla Bárðardal.  Umsókn um byggingarleyfi.                                                      S20161105

Tekið fyrir að nýju erindi dags 14. nóvember 2016 frá Knúti Jónassyni hjá Faglausn ehf teiknistofu þar sem sótt er um að fyrirhuguð byggingaráform á kúluhúsi á lóðinni Hálfkúlu í Bárðardal verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum þar sem ekkert deiliskipulag er til af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.

Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir með grenndarkynningarbréfi dags 24. nóvember með athugasemdafresti til og með 23. desember 2016.  Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn til útgáfu byggingarleyfis hafa verið samþykkt.

6. Breiðanes Laugum.  Umsókn um byggingarleyfi.                                           S20161002

Erindi dags 19. janúar 2017 frá Anítu Karin Guttesen, Birkifelli, 650 Laugum, þar sem hún sækir um byggingarleyfi fyrir nýju stigahúsi og svölum sunnan á núverandi verkstæðis- og íbúðarhúsi á jörðinni Breiðanesi á Laugum.  Jafnframt er sótt um heimild til að setja tvo þakkvisti á þakflöt að austan og vestan skv. meðfylgjandi teikningum frá Verkís verkfræðistofu dags 15.01.2017.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn byggingaráformunum en þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna áformin eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

                                                                           

Fundi slitið.