84. fundur

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

17.11.2016

84. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 17. nóvember kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form
Nanna Þórhallsdóttir
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir
Friðgeir Sigtryggsson (varamaður)
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingafulltrúi
Jónas H. Friðriksso, umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingafulltrúi

Dagskrá:

  1. Árhólar.  Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsum.
  2. Árhólar í Laxárdal.  Umsókn um landskipti.
  3. Hólar í Laxárdal.  Umsókn um landskipti.
  4. Rauðaskriða 1 og 3.  Breyting á deiliskipulagi.
  5. Rangá.  Nýtt deiliskipulag og breyting aðalskipulagi.       
  6. Hálfkúla í Bárðardal.  Umsókn um byggingarleyfi.
  7. Malartaka í landi Ófeigsstaða og Rangár vestan Skjálfandfljóts.  Beiðni um umsögn.
  8. Reykir 2 í Fnjóskadal.  Stofnun lóða.
      

1. Árhólar.  Umsókn um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhúsum.               S20161101.

Erindi, ódagsett, frá Hallgrími Hallssyni, Árhólum í Laxárdal þar sem hann sækir um heimild til að reisa tvö tveggja eininga ferðaþjónustuhús á jörðinni Árhólum skv. meðfylgjandi afstöðumynd eftir Braga Blumenstein, arkitekt.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn byggingaráformunum, þar sem heimild er fyrir allt að 100 m2 ferðaþjónustuhúsum við heimahús á landbúnaðarlandi í aðalskipulagi en þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna áformin eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

2. Árhólar í Laxárdal.  Umsókn um heimild til landskipta.                                S20161102.

Erindi dags 3. nóvember 2016 frá Hallgrími Hallssyni, Árhólum Laxárdal, þar sem hann sækir um heimild til að skipta út lóðarhluta undir ferðaþjónustuhús út úr óskiptu landi Hóla og Árhóla í Laxárdal skv. hnitsettu mæliblaði frá Búgarði dags. 8. nóvember 2016, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Árhóla.

Afgreiðslu frestað þar sem ekki hafa borist tilskilin gögn frá eiganda Hóla..

3. Hólar í Laxárdal.  Umsókn um heimild til landskipta.                                    S20161103.

Erindi frá Jóhannesi Kristinssyni f.h. Aðaldals ehf, þar sem hann sækir um heimild til að skipta út lóðarhluta undir ferðaþjónustuhús út úr óskiptu landi Hóla og Árhóla í Laxárdal skv. hnitsettu mæliblaði frá Búgarði dags. dags. 8. nóvember 2016, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Hóla.

Afgreiðslu frestað þar sem ekki hafa borist tilskilin gögn.

4. Rauðaskriða 1 og 3.  Breyting á aðal- og deiliskipulagi.                                                       S20161104

Erindi dags 10. nóvember frá Harald R. Jóhannessyni f.h. Rauðuskriðu ehf þar sem sótt er um heimild til að reisa starfsmannahús á skilgreindum byggingarreit skv. meðfylgjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi frá Búgarði.  Á reitnum er gert ráð fyrir þremur starfsmannahúsum úr gámaeiningum í gamla íslenska burstabæjarstílnum, byggingarmagn samtals að hámarki 300 m².

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn hún samþykki að auglýsa innkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt að heimila að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. fyrrgreindra laga þar sem landnotkunarreitur verslunar- og þjónustusvæðis stækkar við þessi byggingaráform umfram það sem hann er skilgreindur í aðalskipulagi. 

Vakin er athygli á því að ekki er hægt að gefa út byggingarleyfi fyrr en fyrrgreindar skipulagsbreytingar hafa verið staðfestar. 

5. Rangá.  Nýtt deiliskipulag og breyting aðalskipulagi.                                               S20160905

Tekið fyrir að nýju erindi dag. 13. september 2016 frá Ómari Ívarssyni á Landslagi ehf, f.h. landeiganda, þar sem sótt var um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Rangár í Köldukinn þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 10 smáhýsi vegna ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að hvert smáhýsi verði um 30 m² og þau m.a. leigð út til ferðamanna. Gert er ráð fyrir nýjum vefi að þessum húsum frá þjóðvegi nr. 851.

Mögulegt er til framtíðar að gera upp núverandi hlöðu og fjárhús sem yrðu nýtt vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónusttu.
Einnig er óskað eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem svæði fyrir smáhýsi verður skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð. Meðfylgjandi er loftmynd þar sem sýnd er möguleg staðsetning smáhýsa ásamt veglegu og tengingu við þjóðveg ásamt mögulegu útliti smáhýsa.

Skipulags- og umhverfisnefnd lagðist ekki gegn erindinu á fundi sínum 16. september s.l. og lagði til við sveitarstjórn að umsækjanda yrði heimilað að vinna og leggja fram skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna nýs deiliskipulags skv. 1. mgr. 30. gr. og 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Innkomin nýtt erindi dags 9. nóvember 2016 frá Ómari Ívarssyni, landslagsarkitekt hjá Landslagi, þar sem hann sækir um f.h. hönd Grettisborgar ehf. eftir heimild Þingeyjarsveitar til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Rangá í Köldukinn, í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 19. september 2016 og samkvæmt meðfylgjandi skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulag af umræddu svæði á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda hana til Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

6. Hálfkúla Bárðardal.  Umsókn um byggingarleyfi.                                                      S20161105

Erindi dags 14. nóvember 2016 frá Knúti Jónassyni hjá Faglausn ehf teiknistofu þar sem sótt er um að fyrirhuguð byggingaráform á kúluhúsi á lóðinni Hálfkúlu í Bárðardal verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum þar sem ekkert deiliskipulag er til af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

7. Malartaka í landi Ófeigsstaða og Rangár vestan Skjálfandfljóts.  Beiðni um umsögn   S20150901

Erindi dags. 14. október 2016 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir að Þingeyjarsveit gefi umsögn í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.

Í umsögn skal koma fram eftir því sem við á, hvort Þingeyjarsveit telji að nægjanlega sér gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.  Einnig  óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi, fram eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila. 

Með umsögn fylgir Greinargerð um malartekju í landi Ófeigsstaða og Rangár dags í október 2016 frá Eflu verkfræðistofu.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að nægjanlega sér gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun og leggur til við sveitarstjórn að hún taki undir álit nefndarinnar um að ofangreind framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.

Þingeyjarsveit er leyfisveitandi vegna útgáfu á framkvæmdaleyfi til umræddrar efnistöku.

8. Reykir 2 í Fnjóskadal.  Stofnun lóða.                                                                           S20160203

Erindi dags. 14. nóvember 2016 frá Guðmundi Hafsteinssyni Reykjum 2 í Fnjóskadal þar sem hann sækir um heimild til að stofna tvær frístundalóðir út úr landi Reykja 2 í Fnjóskadal skv. lóðarblaði dags 8.8.2016 frá Búgarði og útfylltum eyðublöðum F-550 frá Þjóðskrá.  Jafnframt óskar hann eftir heimild til að breyta afmörkun og minnkar tvær þegar stofnaðar frístundalóðir á sama svæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn stofnun lóðanna og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð ferð vegna stofnunar lóða og breyttrar stærða lóða í Fasteignaskrá .

Fundi slitið 11:40.