80. fundur

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

18.08.2016

80. fundur

Skipulags- og umhverfisnefnd – 18.08.2016

_________________________________________________________________________

80. fundur.

18. ágúst 2016 kl. 10:00 -12:00

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                           Starfsmenn:

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                              (fundarritari)

Nanna Þórhallsdóttir                                      Jónas Friðriksson, umsjónarmaður fasteigna og

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson                     framkvæmda

Sæþór Gunnsteinsson  (Boðaði forföll)                    

Dagskrá:

  1. Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag.
  2. Ófeigsstaðir og Rangá.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
  3. Hvoll í Aðaldal. Stofnun frístundalóðar
  4. Fljótsbakki.  Stofnun íbúðarhúsalóðar
  5. Rauðá, lóð 216-2264.  Umsókn um byggingarleyfi
  6. Láfsgerði.  Umsókn um byggingarleyfi
  7. Kjarnagerði í landi Breiðaness.  Málsmeðferð vegna fyrirhugaðra frístundahúsa. (Grenndarkynning)
  8. Breiðamýri.  Umsókn um byggingarleyfi. (Grenndarkynning)        
     

1. Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag                          S20160401

Tekið fyrir að nýju erindi dags 10. maí 2016 frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem lögð er fram kynningarskýrsla dags. í maí 2016 f.h. Arctic Hydro ehf vegna áforma um að reisa 5,2 MW vatnsaflsvirkjun í landi jarðanna Yrta-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs í Fnjóskadal.  Erindið var síðast tekið til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 20. júní s.l.  Áformað er að virkja Hólsá og Gönguskarðsá ofan Garðsfells og leiða vatn í þrýstipípu að stöðvarhúsi við Fnjóská.  Í skýrslunni er tilhögun virkjunar og áætlaðar framkvæmdir kynntar lauslega.  Um leið er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna samráðs og kynninga fyrir hagsmunaaðila á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd færði eftirfarandi til bókar á fundi sínum 11. maí s.l:  Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til málsins á þessu stigi en lýsir yfir vilja sínum til að hafa samstarf við framkvæmdaaðila fyrirhugaðrar virkjunar m.a. að hafa samvinnu um almennan kynningarfund þar sem tillagan og forsendur hennar verði kynntar fyrir íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum áður en lengra verður haldið í framkvæmda- og undirbúningsferlinu.

Boðað var til almenns kynningarfundar í Stórutjarnaskóla  mánudaginn 6. júní s.l. þar sem

fulltrúar Arctic Hydro ehf og Eflu verkfræðistofu kynntu virkjunarhugmyndirnar og sátu fyrir svörum.

Innkomið nýtt erindi dags. 20. júní frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem hún sækir um f.h. Arctic Hydro ehf heimild til að vinna deiliskipulag af fyrirhuguðu virkjanasvæði á kostnað framkvæmdaaðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Með umsókn fylgir skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar um að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á sinn kostnað af fyrirhuguðu virkjanasvæði í samræmi við framlagða skipulagslýsingu og með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lýsinguna vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins eins 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um með umsagna- og athugasemdafresti frá og með 30. júní til og með 21. júlí s.l.

Athugasemdir/umsagnir komu frá eftirfarandi aðilum:  Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og náttúruverndarnefnd Þingeyinga.

Vegagerðin og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerðu engar athugasemdir.  Umhverfisstofnun telur að í lýsingunni sé gerð grein fyrir þeim þáttum sem þörf er á og í því umfangi sem væntanlegar tillögur gefa tilefni til.  Ítarlegri umsagnir komu frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands og náttúruverndarnefnd Þingeyinga.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma athugasemdunum/umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu.  Nefndin leggur áherslu á að að við breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags verði innkomnar umsagnir/athugasemdir umsagnaraðila hafðar að leiðarljósi.

2. Ófeigsstaðir Rangá.  Umsókn um framlengingu á framkvæmdaleyfi.         S20150901

Tekið fyrir að nýju erindi dags 8. september 2015 frá Fljótsmöl ehf, kt. 500613-0330, Höfðavegi 5, 640 Húsavík þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á allt að 45.000 m³ á allt að 24.800 m² svæði úr landi Ófeigsstaða og Rangár vestan Skjálfandfljóts skv. meðfylgjandi uppdrætti og umsögn Fiskistofu dags 2. september 2015.

Skipulags- og umhverfisnefnd færði eftirfarandi til bókar á fundi sínum 24. september 2015:

„Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við frekari efnistöku á umræddu svæði haustið 2015 skv. verktilhögun í greinargerð umsækjanda og með þeim fyrirvara að farið verði að fyrirmælum Fiskistofu.  Öll frekari efnistaka en hér um ræðir verður síðan háð útgáfu framkvæmdaleyfis Þingeyjarsveitar og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. og 13-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Nefndin leggur áherslu á að væntanleg framkvæmdaleyfisumsókn nái til allra skilgreindra efnistökusvæða sem umsóknaraðili nýtir nú og muni nýta í framtíðinni og þar verði gerð nákvæmari grein fyrir áætluðu magni efnistöku og stærð efnistökusvæða til framtíðar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjandi verið veittur frestur til og með 1. júní 2016 til að skila inn tilskildum gögnum vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi til frekari efnistöku en hér um ræðir.“

Innkomið nýtt erindi dags 30. maí 2016 frá Friðriki Sigurðssyni f.h. Fljótsmalar ehf þar sem óskað er eftir 60 daga framlengdum fresti til að skila inn tilskildum gögnum með vísan í bókun nefndarinnar hér að framan.

Sveitarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar frá 9. júní s.l um að umsækjanda yrði veittur umbeðinn viðbótarfrestur í allt að 60 daga og frekari efnistaka en orðin er verði ekki heimiluð fyrr en framkvæmdaleyfi liggur fyrir.

Innkomið nýtt erindi dags. 12. ágúst 2016 frá Kristni Ásgrímssyni f.h. Fljótsmalar ehf þar sem óskað er eftir heimild til  áframhaldandi malartöku úr umræddri námu E-12. þar sem málsmeðferð vegna fyrirspurnar um matsskyldu taki lengri tíma en sú vinna sé þegar hafin og áætlað sé að senda fyrirspurnina til Skipulagsstofnunar í byrjun september.  Óskað er eftir heimild til áframhaldandi efnistöku út nóvember 2016.  Meðfylgjandi er heimild Fiskistofu til efnistöku frá 2. september 2015.

Skipulags- og umhverfisnefnd vill benda umsækjanda á að ekkert framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út vegna umræddrar efnistöku úr námu E12 í landi Ófeigsstaða og Rangár.  Nefndin hefur gefið ítrekaða fresti vegna fyrirspurnar um matsskyldu framkvæmdarinnar þar sem magn efnistöku er það mikið að framkvæmdin er háð 1. viðauka í lögum nr. 102/200 um mat á umhverfisáhrifum.  Ekki verður hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrr en fyrir leggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um það hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til framangreindra laga.  Nefndin fellst þó á enn eina framlengingu á frestinum þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldu liggur fyrir, en þá verður málið tekið fyrir að nýju í nefndinni.

3. Hvoll í Aðaldal. Stofnun frístundalóðar                                                           S20160801

Umsókn dags  21. júní 2016 frá Bjarna Eyjólfssyni á Hvoli í Aðaldal þar sem hann sækir um heimild til að stofna frístundalóð út úr landi Hvols skv. meðfylgjandi lóðarblaði dags 14. júní 2016 frá Búgarði (GHG) og útfylltu eyðublaði F550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna lóðina í Landeignaskrá Þjóðskrár.

4. Fljótsbakki.  Stofnun íbúðarhúsalóðar                                                             S20160802

Umsókn dags 2. ágúst 2016 frá Emil Tómassyni, Botnahlíð 31, 710 Seyðisfirði þar sem hann sækir um heimild til að stofna sérstaka lóð undir núverandi íbúðarhús á jörðinni Fljótsbakka skv. meðfylgjandi lóðarblaði dags 11. júlí 2016 frá Verkís ehf verkfræðistofu og útfylltu eyðublaði F550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna lóðina í Landeignaskrá Þjóðskrár.

5. Rauðá, lóð 216-2264.  Umsókn um byggingarleyfi.                                                    S20160803.

Erindi dags. 4. ágúst 2016 frá Sigurði Arnari Jónssyni, f.h. Goðafoss ehf þar sem hann sækir um heimild til að stækka verslun og byggja viðbyggingu austan við núverandi verslun fyrir salerni og setja nýjan kvist vesta á verslun í staðinn fyrir núverandi sólskála, skv. meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu arkitektastofu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn byggingaráformunum á þessu stigi en þar sem ekkert deiliskipulag er til af svæðinu felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

6. Láfsgerði.  Umsókn um byggingarleyfi,                                                           S20160804

Erindi dags 16. ágúst 2016 frá Hólmfríði S. Haraldsdóttur þar sem hún sækir um heimild til að setja niður ca. 60 m² aðflutta kennslustofu sem fyrirhugað er að nýta sem gestahús á lóð Láfsgerðis, norðan við það hús sem fyrir er skv. meðfylgjandi afstöðumynd  frá HSÁ teiknistofu og teikningum af viðkomandi húsi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn byggingaráformunum á þessu stigi en þar sem ekkert deiliskipulag er til af svæðinu felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum, Vegagerðinni og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

7. Kjarnagerði í landi Breiðaness.  Málsmeðferð vegna fyrirhugaðra frístundahúsa.  S20160306

Tekið fyrir að nýju ódagsett erindi frá Finni Dagssyni, þar óskað er eftir að byggingaráform vegna fyrirhugaðra tveggja frístundahúsa í Kjarnagerði í landi Breiðaness í Reykjadal skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 21. mars 2016 verði grenndarkynnt þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir.

Meðfylgjandi eru aðalteikningar af öðru húsinu.  Hitt húsið verður að sömu stærð og gerð, en innra skipulag verður aðeins annað.

Skipulags- og umhverfisnefnd fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið fyrir næstu nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Byggingaráformin voru grenndarkynnt með bréfi dags 25. maí með athugasemdafresti til og með 22. júní 2016.  Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfisumsóknina eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

8. Breiðamýri.  Umsókn um byggingarleyfi                                                                     S20160603

Tekið fyrir að nýju erindi, ódagsett, frá Inga Gunnari Þórðarsyni hjá BYGGVIR ehf, f.h. Kára Steingrímssonar, Smáragrund, 650 Laugar þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á einni hæð og risi í landi Breiðumýrar, landnr. 220229 í Reykjadal skv. meðfylgjandi teikningum eftir Inga Gunnar Þórðarson byggingarfræðing.

Þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir af svæðinu fól skipulagsnefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindi fyrir næstu nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Byggingaráformin voru grenndarkynnt með bréfi dags 11. júlí með athugasemdafresti til og með 8. ágúst 2016.  Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfisumsóknina eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um

Fundi slitið.