79. fundur

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

20.06.2016

79. fundur

Skipulags- og umhverfisnefnd – 20.06.2016

_________________________________________________________________________

79. fundur.

20. júní 2016 kl. 10:00 -12:00

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                           Starfsmenn:

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                              (fundarritari)

Nanna Þórhallsdóttir                         

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson                    

Sæþór Gunnsteinsson  (boðaði forföll)                                                       

 

Dagskrá:

  1. Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag.
  2. Svartárvirkjun.  Umsögn um tillögu að mátsáætlun.
  3. Fundardagar á haustmisseri

 1. Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag                           S20160401

Tekið fyrir að nýju erindi dags 10. maí 2016 frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem lögð er fram kynningarskýrsla dags. í maí 2016 f.h. Arctic Hydro ehf vegna áforma um að reisa 5,2 MW vatnsaflsvirkjun í landi jarðanna Yrta-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs í Fnjóskadal.  Áformað er að virkja Hólsá og Gönguskarðsá ofan Garðsfells og leiða vatn í þrýstipípu að stöðvarhúsi við Fnjóská.  Í skýrslunni er tilhögun virkjunar og áætlaðar framkvæmdir kynntar lauslega.  Um leið er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna samráðs og kynninga fyrir hagsmunaaðila á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd færði eftirfarandi til bókar á fundi sínum 11 maí s.l:  Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til málsins á þessu stigi en lýsir yfir vilja sínum til að hafa samstarf við framkvæmdaaðila fyrirhugaðrar virkjunar m.a. að hafa samvinnu um almennan kynningarfund þar sem tillagan og forsendur hennar verði kynntar fyrir íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum áður en lengra verður haldið í framkvæmda- og undirbúningsferlinu.

Boðað var til almenns kynningarfundar í Stórutjarnaskóla  mánudaginn 6. júní s.l. þar sem

fulltrúar Arctic Hydro ehf og Eflu verkfræðistofu kynntu virkjunarhugmyndirnar og sátu fyrir svörum.

Innkomið nýtt erindi dags. 20. Júní frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem hún sækir um f.h. Arctic Hydro ehf heimild til að vinna deiliskipulag af fyrirhuguðu virkjanasvæði á kostnað framkvæmdaaðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Með umsókn fylgir skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að umsækjanda verði heimilað að vinna deiliskipulag á sinn kostnað af fyrirhuguðu virkjanasvæði í samræmi við framlagða skipulagslýsingu og með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna skipulagslýsinguna vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins eins 1. mgr. 30. gr. og skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

2. Svartárvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag                                  S20150102

Erindi dags 13. júní 2016 frá Ingu Birnu Ólafsdóttur hjá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir að Þingeyjarsveit gefi umsögn fyrir 5. júlí n.k. um tillögu að matsáætlun fyrir fyrirhugaða Svartárvirkjun í Bárðardal skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 15. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. 

Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort tillagan geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar, hvort Þingeyjarsveit geri athugasemdir við  þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, gagnaöflun, sem er fyrirhuguð, hvernig til standi að vinna úr gögnunum til að meta umhverfisáhrif og hvernig eigi að setja þau upp í frummatsskýrslu.  Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmd er háð.

Skipulags- og umhverfisnefnd vill vekja athygli á því að umfang framkvæma hefur aukist umtalsvert frá því að framkvæmdaaðila var gefin heimild til að vinna deiliskipulag af fyrirhuguðu virkjanasvæði.  Í töflunni hér á eftir er gerð grein fyrir auknu umfangi fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda frá því að tillaga að deiliskipulagi var lögð fram: 

 

Forsendur skv. deiliskipulagstillögu

Forsendur skv. tillögu að mátsáætlun

Aths.

Stærð á inntakslóni

0,5 ha

1,0 ha

 

Stífla og inntaksmannvirki hæð yfir núv. vatnsyfirborði

 

 

 

4 m

 

 

 

5 m

 

Röskun vegna aðrennslispípu

 

15-20 m

 

15-40 m

 

Frárennslisskurður

60 m

100 m

 

Hækkun vatnsyfirborðs við stíflu

 

 

1 m

 

 

1,6 m

 

Lengd stíflu og inntaksmannvirkja

 

30 m

 

60 m?

Ekki skýrt nánar í hverju mismunur felst.

Inntaksþró

 

50 m löng, 15 m breið og 6 m djúp.

Ekki getið um í deiliskipulagi

Fiskvegur

 

 

Ekki getið um í deiliskipulagi

Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því að í matsáætlun verði áhrif virkjunarinnar metin út frá útivist og ferðaþjónustu og þá hugsanlegum samlegðaráhrif ef hvorki verði ráðist í Svartárvirkjun eða fyrirhugaða Hrafnabjargarvirkjun eins og verkefnastjórn rammaáætlunar hefur lagt til.

Eftirfarandi leyfisveitingar eru á hendi sveitarfélagsins:

Skipulagsvald varðandi breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags og útgáfa byggingar- og framkvæmdaleyfis vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.

3. Fundardagar á haustmisseri.

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að fundardögum á haustmisseri.

18. ágúst,

15. september

13. október

10. nóvember

8. desember.

Tillaga að bókun:

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þessa fundardaga

Fundi slitið.