76. fundur

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

07.04.2016

76. fundur

Skipulags- og umhverfisnefnd – 07.04.2016

________________________________________________________________________

76. fundur.

7. apríl 2016 kl. 10:00 -11:15

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                           Starfsmenn:

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                              (fundarritari)

Nanna Þórhallsdóttir                         

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson                      

Margrét Bjarnadóttir                                      (varamaður í fjarveru Sæþórs Gunnsteinssonar)                                                                      

Dagskrá:

  1. Þeistareykjalína 1.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.
  2. Miðhvammur í Aðaldal.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.   
  3. Höfðabyggð B16.  Umsókn um byggingarleyfi vegna aukins byggingarmagns á lóð.
  4. Kjarnagerði í landi Breiðaness.  Málsmeðferð vegna fyrirhugaðra frístundahúsa.

1. Þeistareykjalína 1.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.   S20160303

Erindi dags 18. mars 2016 frá Guðmundi Inga Ásmundssyni forstjóra, f.h. Landsnets þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1, 220 kV háspennulínu.

Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir framkvæmdinni Þeistareykjalína 1, 220 kV háspennulína.  Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi og meðfylgjandi.  Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem gert er ráð fyrir háspennulínum sbr. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000.  Í aðalskipulagi nágrannasveitarfélagsins Norðurþings er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni.

Meðfylgjandi eru gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sbr. sérstaklega 2. og 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000.  Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis, dags mars 2016, sem er aðalþáttur gagnanna er tekið saman af verkfræðistofunni Mannviti f.h. Landsnets hf.  Er vísað til hennar um frekari skýringar og lýsingar á framkvæmdinni.  Lýsingin er þannig hluti þessarar umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn framkvæmdinni þar sem hún er í samræmi við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022 og fyrirhuguð framkvæmd uppfyllir skv. áliti Skipulagsstofnunar frá 29. nóvember 2010 skilyrði 1. mgr. 14. gr. skipulagslaga um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldra framkvæmda vegna sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka (þó ekki sé fyrirhugað að reisa álver á Bakka), Þeistareykjavirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Húsavík.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn Landsnets vegna Þeistareykjalínu 1 verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

2. Miðhvammur í Aðaldal.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.   S20160304

Erindi dags. 11. mars 2016 frá Einari Erlingssyni, f.h. Landsvirkjunar þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku allt að 12.000 m³ úr Miðhvammsnámu vegna mannvirkjagerðar við breytingar á inntaki Laxár III.  Áformaður framkvæmdatími er maí til október 2016.  Fyrirhugað er að nota efnið í bráðabirgðastíflur og verður það að mestu flutt aftur í námuna og fellt að námustálinu og náman jöfnuð þannig að hún afvatnist til suðurs.

Vakin er athygli á því að fyrirhuguð efnistaka fellur undir gr. 2.04 í flokk C í 1. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum yfir þær framkvæmdir sem kunna að vera skv. eðli sínu háðar mati á umhverfiáhrifum.  Framkvæmdir í flokki C eru tilkynningaskyldar til sveitarfélagsins.  Umrædd efnisnáma er skilgreind í aðalskipulagi og hefur þegar verið nýtt til efnistöku og fyrirhugað er að flytja efnið að mestu leyti aftur í námuna að loknum framkvæmdum.  Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum en hún leggur þó áherslu á að vandað verði til frágangs á námunni að framkvæmdatíma loknum. 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn Landsvirkjunar um efnistöku úr Miðhvammsnámu verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

3. Höfðabyggð B16.  Umsókn um byggingarleyfi vegna aukins byggingarmagns á lóð.   S20160205

Erindi dags. 7. janúar 2016 frá Þresti Sigurðssyni á teiknistofunni Opus ehf, f.h. Bjarna Rúnars Sigurðssonar, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir geymslu á tveimur hæðum, sökum landhalla, á lóðinni Höfðabyggð B16 í Lundsskógi, skv. meðfylgjandi uppdrætti dags 7. janúar 2016 frá Opus teiknistofu.  Samþykki landeiganda, Þórólfs Guðnasonar dags 12. mars 2016 barst 18. mars.

Samkvæmd gildandi deiliskipulagi er hámarks byggingarmagn á lóð 100 m², en skv. tillögunni yrði heildar byggingarmagn á lóðinni 152 m².  Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við aukið byggingarmagn á lóðinni á þessu stigi en leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillögu að breyttu byggingarmagni á lóðinni fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

4. Kjarnagerði í landi Breiðaness.  Málsmeðferð vegna fyrirhugaðra frístundahúsa.   S20160306

Ódagsett erindi frá Finni Dagssyni, þar óskað er eftir að byggingaráform vegna fyrirhugaðra tveggja frístunda í Kjarnagerði í landi Breiðaness í Reykjadal skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 21. mars 2016 verði grenndarkynnt þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir.

Samkvæmt ákvæðum í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 er heimilt að byggja allt að þremur frístundahúsum á hverju lögbýli/bújörð án þess að gerð sé sérstaklega grein fyrir því í aðalskipulagi.  Nú þegar er fyrir eitt frístundahús í landi Breiðaness og með tilkomu tveggja húsa til viðbótar er búið að fullnýta fyrrnefnda heimild í aðalskipulagi.  Umsækjanda er bent á að leggja þarf fram fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar formlegan deiliskipulagsuppdrátt.  Nefndin mun að því skilyrði uppfylltu leggja til við sveitarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þar sem hún er í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun.

Fundi slitið