75. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

03.03.2016

75. fundur

Skipulagsnefnd

Skipulags- og umhverfisnefnd – 03.03.2016

_________________________________________________________________________

75. fundur.

3. mars 2016 kl. 10:00 -11:15

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                           Starfsmenn:

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                              (fundarritari)

Nanna Þórhallsdóttir                         

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson                      

Sæþór Gunnsteinsson                                                                     

Dagskrá:

  1. Miðhvammur í Aðaldal.  Deiliskipulag
  2. Lundarbrekka 3.  Umsókn um heimild til landskipta.
  3. Reykir 2.  Umsókn um heimild til landskipta.
  4. Árhvammur.  Umsókn um heimild til landskipta.
  5. Kasthvammur í Laxárdal.  Umsókn um heimild til landskipta
  6. Hafralækjarskóli lóð.  Umsókn um stækkun lóðar og nafnbreytingu
  7. Hvítafell.  Umsókn um byggingarleyfi. 

 1. Miðhvammur í Aðaldal.  Deiliskipulag.   S20160102

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 26. janúar 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. Ara Heiðmanns Jósavinssonar þar sem sótt er um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir þrjú frístundahús á jörðinni Miðhvammi skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu frá Landslagi ehf.

Sveitarstjórn heimilaði umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samkvæmt umræddri skipulagslýsingu.  Skipulags- og byggingarfulltrúi leitaði umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynnti hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.  Ekki höfðu borist neinar umsagnir nema frá Vegagerðinni þegar fundurinn var haldinn.

Innkomin ný gögn  26. febrúar 2016, tillaga að deiliskipulag ásamt greinargerð frá Landslagi ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna að sinni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna deiliskipulagstillöguna og forsendur hennar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en tillagan verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2. Lundarbrekka 3.  Umsókn um heimild til landskipta.   S20160202

Erindi dags. 17. febrúar 2016 frá Karli F. Karlssyni, Avenue Albert Jonnart 54, 1200 BXL Belgíu þar sem hann sækir um heimild til að skipta út 82,8 ha spildu úr landi Lundarbrekku skv. meðfylgjandi útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og hnitsettu mæliblaði frá Búgarði.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

3. Reykir 2 í Fnjóskadal.  Umsókn um heimild til landskipta.   S20160203

Erindi dags. 17. febrúar 2016 frá Guðmundi Hafsteinssyni, Reykjum 2 í Fnjóskadal þar sem hann sækir um heimild til að skipta út fimm lóðum stærð ca 0,87-0,88 ha út úr landi Reykja 2 skv. meðfylgjandi útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og hnitssettu mæliblaði frá dags. Búgarði.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

4. Árhvammur í Laxárdal.  Umsókn um heimild til landskipta.   S20160201

Erindi dags. 1. febrúar 2016 frá Jóni Péturssyni, Árhvammi í Laxárdal þar sem hann sækir um heimild til að skipta út hluta af tveimur spildum í eigu Árhvamms út úr óskiptu landi jarðanna Árhvamms og Kasthvamms í Laxárdal skv. meðfylgjandi útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og hnitssettu mæliblaði frá dags. 1. janúar 2015 Búgarði.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

5. Kasthvammur í Laxárdal.  Umsókn um heimild til landskipta.   S20160301

Erindi dags. 26. febrúar 2016 frá Aðalbjörgu Jónsdóttur, Kasthvammi í Laxárdal þar sem hún sækir um heimild til að skipta út skipta út hluta af tveimur spildum í eigu Kasthvamms út úr óskiptu landi jarðanna Árhvamms og Kasthvamms í Laxárdal skv. meðfylgjandi útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og hnitssettu mæliblaði frá dags. 1. janúar 2015 Búgarði.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

6. Hafralækjarskóli lóð.  Umsókn um heimild til lóðarstækkunar og nafnbreytingu.   S20160302

Erindi dags 1. mars 2016 frá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, f.h. Þingeyjarsveitar þar sem sótt er um heimild til að stækka núverandi lóð, Hafralækjarskóli lóð, úr 1.200 m² í 2.400 m² og afmörkun lóðar frá húsi verði 20 m til vesturs, 15 m til suðurs, 12 m til austurs og að girðingu á landamerkjum að Hlégarði í norðri (ca. 21 m frá norð-austur húshorni til norðurs).  Jafnframt er sótt um að breyta heiti fasteignarinnar í Ásgarð.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að erindið og nýtt nafn verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna stækkunar lóðarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. 

7. Hvítafell á Laugum.  Umsókn um byggingarleyfi.   S20160101

Erindi dags. 29. febrúar 2016 frá Ingólfi Péturssyni, Hvítafelli, 650 Laugum þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir gistihúsi með þremur gistieiningum á lóð Hvítafells skv. meðfylgjandi byggingarnefndarteikningum eftir Árna Gunnar Kristjánsson byggingartæknifræðing.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið á þessu stigi, en þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Fundi slitið