147. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

31.03.2022

147. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn Ýdölum fimmtudaginn 31. mars kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sæþór Gunnsteinsson, Nanna Þórhallsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

1. Beiðni um umsögn við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Ásahrepps - 2108027
2. Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012
3. Stekkjarbyggð 20 - breyting á deiliskipulagi - 2203023
4. Lautir land - lóðastofnun - 2202022
5. Sameining lóða - Hvannavellir inn í Stafn 1 - 2203026
6. Lagfæring á Flateyjardalsvegi - 2203028
7. Tækjahús við Illugastaðarétt, lóðastofnun og bæting farsímasambands - 2203031

8. Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

1.

Beiðni um umsögn við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Ásahrepps - 2108027

 

Tekin fyrir tillaga að endurskoðun Aðalskipulags Ásahrepps 2020 - 2023. Frestur til umsagnar er veittur til 21. apríl 2022.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla upplýsinga um það hvort brugðist hafi verið við áður innsendum athugasemdum sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

2.

Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012

 

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna íbúðarbyggðar að Skógum í Fnjóskadal dags. 8. mars 2022. Breytingin felst í því að sá reitur í aðalskipulagi sem nefnist Skógahlíð og er vestan Illugastaðavegar, með 9 frístundalóðum, verði skilgreindur sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsing vegna fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

3.

Stekkjarbyggð 20 - breyting á deiliskipulagi - 2203023

 

Tekið fyrir erindi dags. 14. mars 2022 frá Lilju Dögg Filippusdóttur og Vagni Kristjánssyni. Óskað er eftir undanþágu frá skilgreindri mænisstefnu á lóð nr. 20 í deiliskipulagi Stekkjarbyggðar í Lundi, Fnjóskadal og að hún verði gefin frjáls. Ástæða undanþágunnar er útsýni úr dagrými, sem fyrirhugað er að verði í átt að Fnjóská fremur en að golfskálanum, og aukin skjólmyndun vegna norðanáttar á dvalarsvæði.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að víkja frá 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna frávik frá ákvæðum deiliskipulags Stekkjarbyggðar í Fnjóskadal um mænisstefnu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum þegar umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir.

 

Samþykkt

 

   

4.

Lautir land - lóðastofnun - 2202022

 

Tekin fyrir að nýju umsókn dags. 18. febrúar 2022 frá Guðnýju Ingibjörgu Grímsdóttur um stofnun lóðar utan um vélaskemmu við Lauti land og hnitsetningu lóðarinnar Lautir land.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 3. mars s.l. þar til að tilskilin gögn lægju fyrir.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóð utan um vélaskemmu við Lautir land verði samþykkt og byggingarfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðarinnar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Sameining lóða - Hvannavellir inn í Stafn 1 - 2203026

 

Tekin fyrir umsókn dags. 25. mars 2022 frá Snorra Kristjánssyni um að lóðin Hvannavellir verði felld inn í jörðina Stafn 1.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að sameining lóðarinnar Hvannavellir inn í jörðina Stafn 1 verði samþykkt og að byggingarfulltrúa verði falið að sjá um málsmeðferð hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

6.

Lagfæring á Flateyjardalsvegi - 2203028

 

Tekin fyrir fyrirspurn dags. 22. mars 2022 frá Grétari Ásgeirssyni f.h. Vegagerðarinnar um útfærslu á lagfæringum á Flateyjardalsvegi sem fór í sundur í vatnavöxtum í júlí 2021.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og ásýnd þess og að um sé að ræða óveruleg frávik frá fyrri framkvæmdum. Nefndin hefur litið til laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og telur framkvæmdina óháða þeim atriðum sem taldir eru upp í 1. viðauka laganna. Skipulags- og umhverfisnefnd metur framkvæmdina í samræmi við ákvæði hverfisverndar í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að veita heimild til framkvæmda án útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

Samþykkt

 

   

7.

Tækjahús við Illugastaðarétt, lóðastofnun og bæting farsímasambands - 2203031

 

Tekið fyrir erindi dags. 29. mars 2022 þar sem sótt er um leyfi til að reisa 10 m háan tréstaur við tækjahús Mílu við Illugastaðaafleggjarann í Fnjóskadal.
Eins er sótt um stofnun lóðar utan um tækjahúsið og að gerður verði lóðarleigusamningur við sveitarfélagið sem er landeigandi skikans sem tækjahúsið stendur á.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðin verði samþykkt og að byggingarfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðarinnar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að uppsetning tréstaurs við tækjahús Mílu verði grenndarkynnt.

 

   

8.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið hjá sveitarfélaginu.