145. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

10.02.2022

145. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 10. febrúar kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sæþór Gunnsteinsson, Nanna Þórhallsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

1. Einarsstaðir 1 og 3, stækkun lóðar - 2201001
2. Vegagerðin - Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn - 1808035
3. Hólsvirkjun - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2202001
4. Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011

1. Einarsstaðir 1 og 3, stækkun lóðar - 2201001

Tekið fyrir að nýju erindi mótt.5.janúar frá Eini Viðari Björnssyni þar sem sótt var um hnitsetningu og stækkun lóðar undir íbúðarhúsið að Einarsstöðum 1 og 3.
Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi nefndarinnar, þann 20.janúar sl., en var frestað þar sem nefndin vildi skoða frekar samspil lóðarinnar við kirkjuna.

Á milli funda var rætt við landeigendur, sóknarnefnd og Þjóðkirkjuna, og var það alltaf ætlun landeigenda að þinglýsa kvöð á áætlaða lóð til að tryggja aðgengi kirkjugesta að bílastæðum þegar þörf er á.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar um íbúðarhúsið við Einarsstaði 1 og 3 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar.

Samþykkt

   

2. Vegagerðin - Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn - 1808035

Tekið fyrir að nýju erindi varðandi áætlaða veglínu Norðausturvegar 85-02. Eftir samskipti á árunum 2019-2020 hefur sveitarfélaginu borist afstöðumynd af þeirri veglínu sem er í samræmi við bókanir skipulags- og umhverfisnefndar sem og sveitarstjórnar frá þeim tíma.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að setja umrædda veglínu inn í vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi sem verði kynnt á vordögum.
Þegar línan er komin inn í skipulag getur Vegagerðin farið að vinna að undirbúningi framkvæmdar, í samræmi við samgönguáætlun o.þ.h. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að bætt sé við tengingu við Útkinnarveg í samræmi við fyrri bókun nefndarinnar.

Samþykkt

   

3. Hólsvirkjun - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2202001

Tekin fyrir beiðni frá Önnu Bragadóttur f.h. Arctic Hydro um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi frá Eflu verkfræðistofu dags. 1. febrúar 2022 sem felur í sér að heimiluð sé aflaukning Hólsvirkjunar úr 5,5 MW í 6,7 MW. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um matskyldu framkvæmdarinnar dags. 27. janúar 2022 er sú að að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felur í sér að heimilað verði að virkja nýtanlegt vatnsafl þegar þess gerist kostur svo að skilvirkni virkjunarinnar aukist án þess að breyta þurfi umfangi virkjunarinnar. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 en aflaukningin kallar á
að tölur um raforkuframleiðslu og virkjað rennsli verði uppfærðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sér að ræða skv. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga sem segir að við mat á því hvort breyting á aðalskipulagi geti talist óveruleg skal taka mið af því hvort hún hafi verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Samþykkt

   

4. Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011

Farið yfir þá vinnu sem unnin hefur verið tengt uppfærslu aðalskipulags.

Lagt fram

   

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 12:00