136. fundur

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

14.04.2021

136. fundur

haldinn Í Seiglu miðvikudaginn 14. apríl kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

1.

Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011

 

Skipulagsráðgjafinn Árni Geirsson og Hildur Kristjánsdóttir frá ALTA kom á fund nefndarinnar í gegnum fjarfund og kynntu þá vinnu sem hefur átt sér stað vegna endurskoðunar Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 síðan skipulags- og matslýsing var kynnt á haustdögum 2020.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir kynninguna.

 

Samþykkt

     

2.

Hlíðskógar - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt - 2011017

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Snædísi Róbertsdóttur dags. 11. nóvember 2020 varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Hlíðskóga í Bárðardal, L153494. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Bárðardal og er 76 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er í megindráttum í Valley sem er eyja sem liggur í Skjálfandafljóti. Einnig eru tvö svæði ofan vegar, eitt sunnan við bæinn og annað norðan við.

Erindi var síðast á fundi nefndarinnar þann 21. janúar 2021 þar sem nefndin bókaði að skipulagsfulltrúa yrði falið að sjá um að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Athugasemdir við grenndarkynningu bárust frá Erlingi Ingvarssyni Sandhaugum, Guðlaugi Friðriki Friðrikssyni Sunnuhvoli, Magnúsi Friðriksyni Kjarrholti, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Ríkarði Sölvasyni Sigurðarstöðum.

Í innsendum athugasemdum við skógræktaráform kom fram að landið er ekki allt í eigu umsækjanda, um landið liggur raflína sem stangast á við fullyrðingu í umsókn sem og fullyrðing um að engar sérstakar jarðmyndanir né vistkerfi sem njóta sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Í umsögnum kemur fram að í Valley sé fjölbreytt flóra viðkvæmra vistgerða, þar af vistgerðir með hátt verndargildi á borð við víðikjarrvist, grasengjavist og língresis- og vingulvist. Í brekkurótum, ofan túna, eru víða votlendisblettir sem teljast til starungsmýrarvistar sem hefur mjög hátt verndargildi.

 

Í ljósi athugasemda sem bárust frá umsagnaraðilum vegna fyrirhugaðrar skógræktar samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbrögðum framkvæmdaraðila vegna athugasemda sem þar koma fram.

 

Samþykkt

     

3.

Arnstapi - nafnabreytingar sumarbústaðalóðir - 2104001

 

Tekið fyrir erindi dags. 30.3.2021 frá Þorgeiri Halldórssyni þar sem sótt er um leyfi til að breyta nöfnum þeirra lóða í eigu umsækjanda sem bera nafnið "Arnstapi lóð" í "Arnstapabyggð".

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingar lóðanna í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þær verði samþykktar og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

     

4.

Höfðabyggð B09 - umsókn um byggingarleyfi - 2103035

 

Tekið fyrir erindi dags. 19.3.2021 frá Guðmundi Hjaltasyni f.h. Óskars Inga Sigurðssonar og Helgu Aðalgeirsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Höfðabyggð B09 í Lundsskógi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

     

5.

Umsókn um byggingarleyfi á Víðum 1 - 2104013

 

Tekið fyrir erindi mótt. 11.apríl 2021 frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Víðum 1.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

     

6.

Umsókn um byggingarleyfi viðbyggingar við íbúðarhúsið á Hjalla - 2104012

 

Tekið fyrir erindi sem Cornelia og Aðalsteinn Þorsteinsson sendu inn þann 13.4.2020 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið á Hjalla.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu. Fyrirhuguð framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila og samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

     

7.

Umsókn um byggingarleyfi geymslu á Árbót lóð nr. 7. - 2104011

 

Tekið fyrir erindi dags. 16.03.2021 frá Vigfúsi Sigurðssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir tæplega 30m2 geymslu á lóðinni Árbót lóð 7.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að byggingu 30m2 geymslu utan byggingarreits fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

     

8.

Vellir - umsókn um byggingarleyfi - 2103010

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 08.03.2021 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Hvannavöllum, L231514.
Á fundi nefndarinnar þann 18.03.2021 fól nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna að byggingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Grenndarkynningunni lauk þann 13.4.2021 þar sem allir sem fengu grenndarkynninguna höfðu svarað.
Engar athugasemdir bárust.

 

Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

     

9.

Stekkjarbrot - umsókn um byggingarleyfi frístundahúss - 2101007

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 14.12.2020 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Stekkjarbroti í Bárðardal. Á fundi nefndarinnar þann 21.01.2021 fól nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna að byggingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Grenndarkynningunni lauk þann 12.4.2021 en þá höfðu allir sem fengu grenndarkynninguna senda svarað.
Engar athugasemdir bárust við byggingaráformin.

 

Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

     

10.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022