130. fundur

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

15.10.2020

130. fundur

haldinn Í Seiglu fimmtudaginn 15. október kl. 10:00

Fundarmenn

Sæþór Gunnsteinsson,
Nanna Þórhallsdóttir,
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson,
Einar Örn Kristjánsson,
Sigurlína Tryggvadóttir

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson,
Helga Sveinbjörnsdóttir,
Guðjón Vésteinsson.

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Hellugnúpsskarð - framkvæmdaleyfi til efnistöku - 2010013

 

Tekið fyrir erindi dags. 09. október 2020 frá Daníeli Scheving Hallgrímssyni f.h. Landsnets þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu E-59 (skv. skilgreiningu í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022)í landi Sörlastaða. Áður hafði náma N-26 verið skilgreind um 200 m sunnar en sökum lélegs efnis og varða á efnistökusvæði var tekin ákvörðun um að sækja um nýtt efnistökusvæði norðar á svæðinu, sem rúmast enn innan efnistökusvæðis E-59 samkvæmt aðalskipulagi. Áætlað er að vinna 15.000 m3 úr námunni. Framkvæmdin er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000 og fellur í flokk C þar sem áætluð efnistaka er minni en 50.000 m3.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að færsla á fyrirhuguðu efnistökusvæði sé innan skilgreinds efnistökusvæðis í núgildandi aðalskipulagi. Nefndin telur að fyrirhuguð efnistaka í landi Sörlastaða sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

2.

Hólasandslína - Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 1902013

 

Tekið fyrir erindi dags. 9. október 2020 þar sem Daníel Scheving Hallgrímsson f.h. Landsnets leggur fram beiðni um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar.
Beiðnin er lögð fram vegna breytinga á efnistökusvæðum vegna framkvæmda við Hólasandslínu 3 og felur í sér opnun tveggja nýrra efnistökusvæða við Eyjardalsá ofan við Bárðardal.
Vegna framkvæmda við Hólasandslínu 3 voru gerðar breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022, sem staðfest var 2. júlí 2020, þar sem m.a. var bætt við efnistökusvæðum vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Óskað er eftir tveimur nýjum tímabundnum efnistökusvæðum (N100 og N102) í stað efnistökusvæðis E- 60 í aðalskipulagi (N 12 í matsskýrslu), sem ekki verður notað.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma með tillögu að breytingu á núgildandi aðalskipulagi.

     

3.

Laugaból - Umsókn um skógrækt - 2010009

 

Tekið fyrir erindi mótt. 01.10.2020 frá Hjördísi Stefánsdóttur varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Laugabóls í Þingeyjarsveit L153778. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Reykjadal og er 22,9 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er fyrirhugað í brekkunni fyrir ofan gamla skóginn og mun þar af leiðandi mynda samfellda heild með honum.

 

Nefndin telur að umrætt framkvæmdaleyfi falli í flokk C skv. lið 1.07 í 1.viðauka laga 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna Minjastofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina.

Ákvörðunartöku um það hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum er frestað þar til umsagnirnar liggja fyrir.

     

4.

Hrísgerði - lóðarstofnun - 2008015

 

Tekið fyrir erindi dagsett 12.10.2020 frá Birnu Davíðsdóttur þar sem sótt er um að stofna lóðina Snoðhóla og skipta henni út úr jörðinni Hrísgerði í Fnjóskadal, L153250.
Fylgiskjöl eru drög að mæliblaði og undirritað umsóknareyðublað F550 frá Þjóðskrá.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll gögn hafa borist.

     

5.

Hrísgerði - byggingarleyfi - 2008016

 

Tekið fyrir erindi dags. 12.10.2020 frá Birnu Davíðsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á fyrirhugaðri lóð, Snoðhólum, sem á að stofna út úr Hrísgerði.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

     

6.

Búvellir - 3 lóðir, landskipti og lóðastofnun - 2010010

 

Tekið fyrir erindi dags. 30.september 2020 frá Sveinbirni Þór Sigurðssyni þar sem sótt er um stofnun þriggja lóða í landi Búvalla.
Fylgigögn eru eyðublað F550 frá Þjóðskrá, veðbókarvottorð og drög að lóðauppdráttum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lóðarstofnunina og landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll gögn vegna þeirra hafa borist.

     

7.

Kvíaból - landskipti - 2010012

 

Tekið fyrir erindi frá Hauki Marteinssyni f.h. Kaffiþúfu ehf. dags. 11.10.2020 þar sem sótt er um landskipti einnar lóðar út úr jörðinni Kvíabóli.
Fylgiskjöl er lóðarblað, F550 eyðublöð frá Þjóðskrá Íslands og veðbókarvottorð.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt þegar staðfesting á landamerkjum liggur fyrir og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

8.

Vatnsleysa lóð - nafnabreyting - 2010011

 

Tekið fyrir erindi dags. 28.9.2020 frá Dómhildi Lilju Olgeirsdóttur þar sem sótt er um að lóðin Vatnsleysa lóð L218241 fái nafnið Vatnsleysa 1.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

9.

Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 1806015

 

Starfshópur á vegum Þingeyjarsveitar hefur unnið að umhverfisstefnu sveitarfélagsins.
Drög að umhverfisstefnu kynnt skipulags- og umhverfisnefnd.

 

Nefndin þakkar starfshópnum fyrir kynninguna.

     

10.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulags- og umhverfisnefnd býður nýjan skipulagsfulltrúa velkominn til starfa og hlakkar til samstarfs.

     

Fundi slitið kl. 11:40.