118. fundur

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

16.10.2019

118. fundur

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 16. október kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson 
Sæþór Gunnsteinsson 
Nanna Þórhallsdóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Guðjón Vésteinsson
Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

1.

Höskuldsstaðir - umsókn um framkvæmdaleyfi skógræktar - 1909035

 

Tekið fyrir erindi mótt. 19.09.2019 frá Bárði Guðmundssyni varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Höskuldsstaða í Þingeyjarsveit L153770. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Reykjadal og er 94 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er í megin dráttum upp á Fljótsheiðinni.

 

Nefndin telur að umrætt framkvæmdaleyfi falli í flokk C skv. lið 1.07 í 1.viðauka laga 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna Minjastofnunnar og Nátturuverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina.

Ákvörðunartöku um það hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum er frestað þar til umsagnirnar liggja fyrir.

     

2.

Skriðuland - breyting á nafni lóðar - 1910003

 

Tekið fyrir erindi mótt. 01.10.2019 frá Kolbrúnu Úlfsdóttur varðandi nafnabreytingu á landi L214627 sem heitir í dag Skriðuland. Beðið er um að landareignin verði skráð sem Rauðaskriða IV.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

3.

Brekka - stöðuleyfi - 1910004

 

Tekið fyrir erindi dags. 27.9.2019 frá Reyni B. Ingvarssyni þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 4 geymslugámum neðan við veg í landi Brekku til eins árs.
Fylgiskjöl: Loftmynd þar sem merkt hefur verið hvar gámarnir verða staðsettir

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir 4 vinnubúðaeiningar til 12 mánaða. Umsækjandi skal tryggja eldvarnir og aðgang slökkviliðs. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið.

     

4.

Reykir - deiliskipulagsgerð - 1910011

 

Tekið fyrir erindi frá Bjarna Reykjalín f.h. Guðmundar Hafsteinssonar móttekið 9.október 2019 þar sem sótt er um heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað landeiganda skv. 2.mgr. 38.gr skipulagslaga nr. 123/2010 sem skilgreint er sem "Svæði fyrir frístundabyggð" F-27 í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022. Jafnframt er óskað eftir að fallið verði frá gerð lýsingar þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi, eins og heimild er fyrir í 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þá beiðni að falla frá gerð skipulagslýsingar þar sem allar meginforsendur áætlaðs deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi.
Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að veita heimild til vinnu deiliskipulags á því svæði sem tilgreint er í erindinu.

     

5.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi upplýsa nefndina um embættisafgreiðslur.

Fundi slitið kl. 11:30.