108. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

13.12.2018

108. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 13. desember kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Æ. Þormóðsson form.
Hlynur Snæbjörnsson                
Jóna Björg Hlöðversdóttir                       
Nanna Þórhallsdóttir                                     
Sæþór Gunnsteinsson                                   

Starfsmenn

Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi
Helga Sveinbjörnsdóttir, umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda
Guðjón Vésteinsson, verðandi skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín

Dagskrá:                                                      

1.         Hólsvirkjun.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2.         Eyjardalsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag.

3.         Rangá.  Umsókn um landskipti.

4.         Fundardagar skipulag- og umhverfisnefndar á vormisseri 2019. 

      

1.      Hólsvirkjun.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.                                                            S20160401

Erindi dagsett 9. desember 2018 frá Verkfræðistofunni EFLU, fyrir hönd Arctic Hydro ehf., kt. 501115-1690, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Þingeyjarsveitar skv. 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna framkvæmda við fyrirhugaða Hólsvirkjun, nyrst í Fnjóskadal.

Sveitarstjórn samþykkti breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna framkvæmdarinnar þann 4.10.2018. Skipulagstillögurnar hafa báðar verið staðfestar af Skipulagsstofnun.

Sótt er um leyfi fyrir eftirtaldar framkvæmdir:

  • Lagningu á alls um 6.000 m langri aðfallspípu, með jöfnunarþró, frá stíflum að stöðvarhúsi.
  • Lagningu á um 5.000 m löngum og 3,5-4 m breiðum slóða.
  • Efnistöku á allt að 40.000 m3 af efni úr bæði núverandi og nýjum efnistökusvæðum.
  • Gerð á um 130 m frárennslisskurði frá stöðvarhúsi, undir Fnjóskadalsveg eystri (nr. 835) og að Fnjóská.

Hér á eftir er helstu verkþáttum lýst gróflega. Ítarlegri upplýsingar má finna í fylgigögnum.

Lýsing á framkvæmd

Umsókn um framkvæmdaleyfi nær til áforma Arctic Hydro ehf. um byggingu nýrrar vatnsaflsvirkjunar nyrst í Fnjóskadal, í landi Ytra-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs. Virkjunarsvæðið nær frá Fnjóská upp á Hólsdal og Gönguskarð. Um er að ræða 5,5 MW vatnsaflsvirkjun, sem virkjar um 2,6 m3/s rennsli með 255 m fallhæð. Framkvæmdin felur í sér byggingu á stíflum í Hólsá og Gönguskarðsá, lagningu um 5.000 m langrar aðrennslispípu með jöfnunarþró, byggingu stöðvarhúss, lagningu nýs vegslóða og styrkingar eldri vegslóða. Áætluð efnisþörf er um 30.000-40.000 m3.

Stíflur

Stíflur framkvæmdarinnar eru háðar byggingarleyfi og í 4. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi segir að „framkvæmdir sem háðar eru byggingarleyfi þurfa ekki fram­kvæmda­leyfi.”

Aðrennslispípa

Frá Hólsdalsstíflu mun aðrennslispípa liggja með lágmarkshalla að jöfnunarþró. Við hana tengist aðrennslispípa frá Gönguskarðsstíflu, sem lögð verður á stöplum yfir Hólsá. Jöfnunarþró verður staðsett á hálsinum sunnan Garðsfells, niðurgrafin að mestu og með hámarkshæð um 4 m.  Frá jöfnunarþró liggur þrýstipípa að stöðvarhúsi. Heildarlengd pípu verður um 5.000 m, niðurgrafin að mestu og allt að 1,2 m í þvermál. Áætluð efnisþörf vegna lagningar pípu er um 15.000 m3.

Aðkoma og vegagerð

Núverandi slóði liggur frá Garði, nærri áætlaðri pípuleið að Gönguskarði. Verður hann lagfærður á hálsinum sunnan Garðsfells og frá Gönguskarðspípu að stíflu á Hólsá. Nýr vegur verður lagður frá Ytra-Hóli að pípustæði og meðfram pípu að tengingu á Hólsdal. Þá verður lagður vegslóði meðfram pípu að stíflu í Gönguskarðsá, en Hólsá þveruð með vaði. Gert er ráð fyrir lágmarksjöfnun yfirborðs undir vinnuvegi og að 40-60 cm þykkt burðarlag verði keyrt út á lítið hreyft yfirborð. Vegur verður um 3,5-4 m breiður og alls um 5.000 m. Áætluð efnisþörf vegna vegagerðar er um 12.000 m3.

Stöðvarhús

Stöðvarhús framkvæmdarinnar er háð byggingarleyfi og í 4. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi segir að „framkvæmdir sem háðar eru byggingarleyfi þurfa ekki fram­kvæmda­leyfi.”

Efnistaka

Efnisþörf verður um 30.000-40.000 m3. Gert er ráð fyrir efnistöku í nágrenni framkvæmdasvæðisins á sjö efnistökusvæðum, bæði núverandi og nýjum svæðum, auk þess sem efni verður tekið úr lónstæði. Stærð nýrra efnistökusvæða er samanlagt um 22.000 m2.

Fylgigögn

  • Yfirlitsuppdráttur af framkvæmd
  • Deiliskipulagsuppdráttur
  • Breyting á aðalskipulagi
  • Matsskýrsla framkvæmdar ásamt viðaukum og umsögnum sérfræðinga
  • Niðurstaða Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum
  • Minnisblað um vöktunaráætlun að framkvæmdum loknum
  • Minnisblað um endurheimt votlendis að framkvæmdum loknum

 

Einnig hafa borist frá Rarik í tölvupósti dagsettum 11. desember 2018 uppdrættir af strengleiðinni frá stöðvarhúsi Hólsvirkjunar að Rangárvöllum á Akureyri og staðfesting á að RARIK hafi náð samkomulagi við öll sveitarfélög á strengleiðinni og gengið frá samningum við alla landeigendur og afhent þau skjöl til þinglýsingar skv. eftirfarandi skilyrðum skipulags- og umhverfisnefndar í bókun frá 20. september s.l.

„Jarðstrengur:

Samhliða gerð virkjunarinnar verður lagður 33 kV jarðstrengur frá stöðvarhúsi virkjunarinnar að Rangárvöllum á Akureyri.  Strengurinn verður plægður eða grafinn niður eftir aðstæðum á lagnaleiðinni.   Lagning jarðstrengs tilheyrir virkjunarframkvæmdunum og er því hluti af framkvæmdaleyfisskyldri heildarframkvæmd.  Áður en framkvæmdaleyfi virkjunarinnar verður gefið út skal leggja fram uppdrátt sem sýnir lagnaleiðina ásamt yfirlýsingu landeigenda/umráðamanna landeigna og sveitarfélaga á strengleiðinni um að þau leggist ekki gegn framkvæmdinni.“

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022, sbr. breytingu aðalskipulags sem samþykkt var af sveitarstjórn, dags. 4.10.2018 og staðfest í B-deild Stjórnartíðinda 10.12.2018.  Þá er framkvæmdin í samræmi við deiliskipulag Hólsvirkjunar, samþykkt var af sveitarstjórn 4.10.2018 og staðfest í B-deild Stjórnartíðinda 12.12.2018 .

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdar og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Hólsvirkjun.

Í áliti Skipulagsstofnunar eru settar fram niðurstöður um mat á umhverfisáhrifum vegna þáttanna, Landslag, ásýnd og útivist, Gróður, Fuglar, Vatnalíf, Jarðmyndanir og Menningarminjar, sbr. kafla 3.1-3.6. Í köflunum er fjallað um mótvægisaðgerðir sem lýst er í matsskýrslu og sett fram sjónarmið um frekari mótvægisaðgerðir. Í samanteknum niðurstöðum Skipulagsstofnunar í kafla 5, kemur fram að stofnunin telji neikvæðustu umhverfisáhrif Hólsvirkjunar verði vegna skerðingar á votlendi. Jafnframt kemur fram það álit stofnunarinnar að nauðsynlegt sé að binda framkvæmdaleyfi skilyrði varðandi endurheimt votlendis.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir niðurstöður álits Skipulagsstofnunar varðandi umhverfisáhrif. Áréttað er að í matsskýrslu er gerð grein fyrir mótvægisaðgerðum framkvæmdaraðila sem eru hluti af lýsingu framkvæmdarinnar. Eftir að álit Skipulagsstofnunar kom fram í júní 2018, hefur aðalskipulag Þingeyjarsveitar verið endurskoðað og samþykkt deiliskipulag fyrir Hólsvirkjun. Við þá málsmeðferð hefur Þingeyjarsveit einnig tekið afstöðu til umfjöllunar álits Skipulagsstofnunar um framkvæmdina og byggt á því að mótvægisaðgerðir skv. matsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar séu innleiddar í skipulagsáætlanir eins og við á. Þá hefur skipulags- og umhverfisnefnd lagt til að sett verði skilyrði um umhverfisvöktun, sbr. bókanir nefndarinnar dags. 11. janúar 2018 og 20. september 2018.

Í áliti Skipulagsstofnunar er að nokkru leyti fjallað um stöðu svæða sem njóta verndar skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og aðgerðir til að færa framkvæmdir út fyrir slík svæði eða lágmarka áhrif á þau. Við málsmeðferð skipulagsáætlana hefur jafnframt verið leitað umsagna Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar Þingeyinga, sbr. 2. mgr. 68. gr. náttúruverndarlaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að við útgáfu framkvæmdaleyfis verði sett eftirfarandi skilyrði í samræmi við álit Skipulagsstofnunar:

  • Endurheimta þarf votlendi sömu stærðar og það sem þarf að skerða vegna Hólsvirkjunar. Nauðsynlegt er að hafa samráð við Umhverfisstofnun um útreikninga á áhrifum framkvæmda á skerðingu votlendis áður en ráðist er í endurheimt.

Jafnframt verði sett skilyrði í samræmi við bókanir skipulags- og umhverfisnefndar Þingeyjarsveitar frá 11. janúar 2018 og 20. september 2018: 

  • Við útgáfu á framkvæmdaleyfi verða sett skilyrði um vöktun ákveðinna umhverfisáhrifa eins og t.d. rofs á vatnsbökkum lóna og vatnsstreymi við pípuskurð og mun Þingeyjarsveit meta að framkvæmdum loknum, í samráði við sérfræðinga á þessu sviði, hvort áframhaldandi vöktun sé nauðsynleg og hve oft og hvaða umhverfisþætti skuli vakta.

Lagaskilyrði eru til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis, sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn Arctic Hydro ehf. vegna Hólsvirkjunar verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

2.      Eyjardalsvirkjun. Umsókn um heimild til skipulagsgerðar og og ósk umbreytingu á aðalskipulagi.    

S20180501

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 2. maí 2018 frá Þorgeiri Birni Hlöðverssyni og Eiði Jónssyni f.h. Eyjardalsvirkjunar þar sem sótt er um heimild til skipulagsgerðar og að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 verið breytt vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma í Eyjardalsá í Bárðardal. Erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 16. maí 2018

Að frumkvæði Vélaverkstæðisins Árteigi sf. hafa verið til skoðunar undanfarin misseri, möguleikar á virkjun Eyjardalsár í Bárðardal.  Það leiddi til þess að haustið 2017 var gengið frá viljayfirlýsingu a milli frumkvöðla verkefnisins og landeigenda um téð áform.

Í lok s.I. árs var síðan stofnað undirbúningsfélagið Eyjardalsvirkjun ehf. til að ljúka undirbúningsrannsóknum, forhönnun, skipulagsvinnu og að kanna matsskyldu.

Eyjardalsvirkjun ehf. óskar hér með eftir heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað framkvæmdaaðila með vísan í2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarstjórn breyti Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 á þann hátt að skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði á öllu því svæði sem virkjunin nær yfir.

Ráðgjafi við skipulagsvinnuna verður EFLA verkfræðistofa.

Fylgigögn: Téð viljayfirlýsing milli frumkvöðla verkefnisins og landeigenda.

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og gerð nýs deiliskipulags fyrir virkjunarsvæðið.

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar  16. maí 2018 lagði hún til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa yrði falið að boða til almenns kynningarfundar í samstarfi við umsækjanda þar sem fyrirhuguð virkjunaráform skv. innkominni skipulags- og matslýsingu yrðu kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum, áður en erindið yrði tekið til frekari umfjöllunar í nefndinni. 

Haldinn var almennur kynningarfundur í Kiðagili þann 18. júní s.l. þar sem fulltrúar Eyjardalsvirkjunar ehf. ásamt ráðgjöfum frá Eflu verkfræðistofu  kynntu fyrirhuguð virkjunaráform og skipulags- og matslýsingu lýsingu og svöruðu fyrirspurnum. 

 

Skipulags- og matslýsing vegna nýs deiliskipulags og samhliða breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr.  40 gr. skipulagslaga voru kynntar fyrir  umsagnaraðilum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.  Athugasemdir/umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landsneti, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun.  Athugasemdum var komið á framfæri við skipulagsráðgjafa til málefnalegrar úrvinnslu.

 

Sveitarstjórn heimilaði að umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi af virkjanasvæðinu á sinn kostnað skv. framkominni skipulagslýsingu, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Jafnframt fól sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði til samræmis við deiliskipulagstillöguna.

Innkomin ný gögn 7. desember 2018 frá Önnu Bragadóttur hjá Eflu verkfræðistofu, tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur og greinargerð og greinargerð vegna aðalskipulagsbreytingar.

(Jóna Björg vék af fundi vegna vanhæfis og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins).

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.  Kynntar verða tillögurnar, forsendur þeirra og matslýsing fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en tillögurnar verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

3.      Rangá.  Umsókn um landskipti.                                                                       S20160901

Erindi dagsett 12. desember 2018 frá Róshildi Jónsdóttur á Rangá í Kaldakinn þar sem óskað er eftir heimild til að skipta út lóð undir ferðaþjónustu, skv. gildandi deiliskipulagi, út úr jörðinni Rangá skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðarblaði frá Landslagi ehf. dagsettu 10. desember 2018, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þingleysingarvottorði yfir jörðina Rangá.      

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

4.      Fundardagar skipulags og umhverfisnefndar á vormisseri 2019. 

Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram eftirfarandi tillögu að fundardögum á vormisseri 2019:

17. janúar

14. febrúar

14. mars

17. apríl (miðvikudagur fyrir páska)

23. maí

20. júní

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þessa fundardaga

 

Fundi slitið.