20. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

09.09.2024

20. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri mánudaginn 09. september kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal

Starfsmenn

Myrra Leifsdóttir

Fundargerð ritaði: Myrra Leifsdóttir, verkefnastjóri
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að kosning varaformanns, málsnr: 2409027, verði tekin inn með afbrigðum á dagskrá sem fundarliður númer 1. Samþykkt samhljóða.
 
Dagskrá:
 
1. Kosning varaformanns - Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd - 2409027
Til stendur að kjósa varaformann fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd.
Borin var fram tillaga um að Eyþór Kári Ingólfsson verði varaformaður nefndarinnar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
2. Styrkir til menningarmála 2024 - seinni úthlutun - 2409018
Í fjárhagsáætlun hvers árs ákvarðar sveitarstjórn fjármagn sem ætlað er að styrkja
menningarstarf. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd úthlutar fjármagninu.
Menningarstyrkir eru auglýstir tvisvar á árí í mars og október.
Nefndin felur verkefnastjóra að auglýsa eftir umsóknum í september.
Samþykkt
 
3. Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála 2024 - seinni úthlutun - 2409017
Í fjárhagsáætlun hvers árs ákvarðar sveitarstjórn fjármagn sem ætlað er að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd úthlutar fjármagninu.
Menningarstyrkir eru auglýstir tvisvar á árí í febrúar og september.
Nefndin felur verkefnastjóra að auglýsa eftir umsóknum.
Samþykkt
 
4. Reglur um frístundastyrki - 2306005
Upphæðir frístundastyrkja og skipulag íþrótta í sveitarfélaginu var til umræðu á 19. fundi íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar. Umræðu fram haldið.
Nefndin hefur kynnt sér frístundarstyrki í öðrum sveitarfélögum og leggur til að frístundastyrkurinn verði hækkaður upp í 50.000 kr fyrir árið 2024 og vísar því til sveitarstjórnar.
Samþykkt
 
5. Erindisbréf ungmennaráðs - 2209017
Á byggðarráðsfundi nr. 16 var sveitarstjóra falið að uppfæra drög að erindisbréfi ungmennaráðs og því vísað til umsagnar í íþrótta,- tómstunda- og menningarnefnd. Drögin hafa verið uppfærð og eru lögð fram til umsagnar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindisbréf ungmennaráðs með þeim breytingum sem hún hefur lagt til að yrðu gerðar.
Samþykkt
 
6. Leikhópurinn Umskiptingar - Fyrirspurn vegna leiksýningar - 2408027
Fyrir sveitarstjórnarfund nr 47 var lögð fram beiðni frá Jennýju Láru Arnórsdóttur f.h. atvinnuleikhópsins Umskiptinga þar sem hún óskar eftir eftir styrk til uppsetningar á leikverkinu Fóu og Fóu feykirófu sem er lítil brúðusýning úr seríu sem nefnist Töfrabækurnar. Leikhópurinn hefur hug á að setja upp sýninguna í Þinghúsinu á Breiðumýri í október og óskar eftir styrk í formi sýningaraðstöðu. Einnig getur komið til greina að setja sýninguna upp í öðrum félagsheimilum sveitarfélagsins, henti ekki að setja hana upp á Breiðumýri á þessum tíma.
Sveitarstjórn hefur vísað erindinu til íþrótta-, tómstunda og menningarnefndar og beinir því til nefndarinnar að endurskoða reglur um úthlutun menningarstyrkja í ljósi umræðna á fundinum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að styrkja uppsetningu sýningarinnar Fóu og Fóu feykirófu um styrk sem nemur húsaleigu vegna sýningarinnar. Nefndin felur einnig verkefnastjóra að vinna drög að endurkoðuðum reglum um úthlutun styrkja til menningarmála samkvæmt umræðum fundarins.
Samþykkt
 
7. Félagsmiðstöðvar Þingeyjarsveitar - 2312051
Til stendur að endurskoða fyrirkomulag á félagsstarfi barna og unngmenna á vegum sveitarfélagsins og kallar það á stefnumótun fyrir málaflokkinn. Verkefnastjóri kynnir stöðu skipulagðs tómstundastarfs í Þingeyjarsveit og farið er yfir hugmyndir að framtíðar fyrirkomulagi.
Nefndin felur verkefnastjóra að halda áfram vinnu við að skipuleggja hittinga fram að áramótum. Nefndin felur einnig verkefnastjóra að setja upp sviðmyndir af möguleikum í framtíðarstarfsemi félagsmiðstöðva og gera kostnaðargreiningu á þeim.
Samþykkt
 
 
Fundi slitið kl. 17:11.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.