21. fundur

Fundargerð

Héraðsnefnd Þingeyinga

21.09.2020

21. fundur

Héraðsnefnd Þingeyinga

haldinn í Teams mánudaginn 21. september kl. 13:15

Fundarmenn

Aðalsteinn J. Halldórsson, Dagbjört Jónsdóttir, Jónas Egilsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon

1. Framtíðarstefna og fjármögnun MMÞ

Formanni og Kristjáni Þór var falið á síðasta fundi framkvæmdastjórnar HNÞ að vinna málið áfram og þau áttu fundi með Jan Aksel Klitgaard forstöðumaður MMÞ þann 10. september s.l. þar sem ræddar voru nokkrar sviðsmyndir. Í framhaldi af því lögðu formaður og Kristján Þór fram ákveðna tillögu sem felur fyrst og fremst í sér að koma jafnvægi á núverandi rekstur MMÞ þar sem framlag aðildarsveitarfélaganna yrði aukið til að mæta hallarekstri og launakostnaði en einnig að hagrætt verði í rekstrinum með skertum opnunartíma safna.

Framkvæmdastjórn samþykkir að beina fyrrgreindum tillögum til stjórnar MMÞ við gerð fjárhagsáætlunar 2021 sem svo aftur kemur fyrir fund framkvæmdastjórnar HNÞ og til umræðu og samþykktar á haustfundi fulltrúaráðs HNÞ.

2. Bréf frá Framsýn er varðar starfsemi MMÞ

Lagt fram bréf frá Aðalsteini Á. Baldurssyni f.h. Framsýnar stéttarfélags, dags. 20.08.2020, er varðar starfsemi MMÞ.

Framkvæmdastjórn þakkar fyrir bréfið og þá brýningu sem í því felst. Það er ljóst að rekstur MMÞ hefur verið þungur undanfarin ár og sveitarfélögunum ekki tekist að uppfylla væntingar ýmsra um fulla fjármögnun starfseminnar. Unnið er að því að sveitarfélögin móti sér skýrari framtíðarsýn á markmið í rekstri MMÞ. Tillögur og aðgerðir í þessu samhengi verða ræddar á haustfundi HNÞ í október.

3. Samkomulag/samningur – Drög

Samþykkt var á síðasta fundi framkvæmdastjórnar að dagleg umsjón rekstrar HNÞ ásamt prókúru yrði á hendi Þingeyjarsveitar. Formaður gerði grein fyrir tillögum um fyrirkomulag og lagði fram drög að samkomulag milli HNÞ og

Ráðríkar ehf. um daglega umsjón. Kostnaður er sambærilegur þeim er var milli HNÞ og AÞ ehf. um daglega umsjón.

Framkvæmdastjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.

4. Tilkynning til RSK

Formaður lagði fram þrjár tilkynningar til RSK til undirritunar, breyting á stjórn, breyting á prókúru og breyting á lögheimili.

Framkvæmdastjórn samþykkir fyrirliggjandi tilkynningar.

5. Fundaáætlun

Samkvæmt stofnsamningi HNÞ skal framkvæmdastjórn funda að lágmarki á tveggja mánaða fresti. Heimilt er þó að fella niður fundi á sumarleyfistíma. Samþykkt að halda fundi framkvæmdastjórnar þriðja mánudag í mánuði, að jafnaði annan hvern mánuð, fram á a vor. Formanni falið að setja fundaáætlunina inn í dagatal og senda út.

6. Önnur mál

Formaður vakti athygli á að fundargerðir HNÞ bs. hafi verið hýstar og aðgengilegar á heimasíðu AÞ ehf. þegar daglegur rekstur var í umsjón þess.

Samþykkt að leggja til að hvert og eitt sveitarfélag birti fundargerðirnar á sínum vefsíðum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:01