90. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

31.03.2022

90. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla fimmtudaginn 31. mars kl. 14:30

Fundarmenn
Margrét Bjarnadóttir formaður
Böðvar Baldursson
Heiða Guðmundsdóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ásta Hrönn Hersteinsdóttir fulltrúi foreldra
Birna Kristín Friðriksdóttir fulltrúi kennara
Hanna Berglind Jónsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Birna Davíðsdóttir skólastjóri Stórutjarnaskóla
 
Fundargerð ritaði: Heiða Guðmundsdóttir og Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Dagskrá:

1. Erindi frá sveitarstjórn: Bréf frá nemendum Stórutjarnaskóla, beiðni um ný leiktæki ( 2201021).
2. Málefni frá skólastjóra
3. Staða umbóta ytra mats grunnskóla.
4. Önnur mál.
 

Margrét setti fundinn og bauð Eyþór Kára velkominn á sinn fyrsta fræðslunefndarfund. Eyþór kemur inn sem nýr fulltrúi í fræðslunefnd í stað Hjördísar Stefánsdóttur. Margrét þakkar Hjördísi kærlega fyrir sín störf.

1. Erindi frá sveitarstjórn:

Bréf frá nemendum Stórutjarnaskóla, beiðni um ný leiktæki ( 2201021 ).

Fræðslunefnd hitti nemendur í 6.-8. bekk og ræddi við þau um efni bréfsins. Þau eru áhugasöm um að fá ærslabelg. Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að það verði gert. Margrét þakkar nemendum erindið.

2. Málefni frá skólastjóra

Birna fór yfir mönnun. Mikil veikindi hafa verið í starfsmannahópnum í vetur sem kallað hafa á mannabreytingar. Tveir stuðningsfulltrúar hafa verið ráðnir, annar starfar í grunnskólanum, hinn starfar bæði í grunn- og leikskóla. Verið er að ganga frá ráðningu á leikskólakennara.

Stytting vinnuvikunnar og vetrarfrí. Nauðsynlegt er að fara í vinnu um styttingu vinnuvikunnar og vetrarfrí í skólum sveitarfélagsins.

Sumaropnun leikskólans. Stefnt er á lokun leikskólans frá 18. júlí – 19. ágúst, samtals í fimm vikur.

Fræðslunefnd samþykkir breytingar á skóladagatali leikskólans fyrir sitt leyti.

Starfsfólk leik- og grunnskólans fer í náms- og kynnisferð til Skotlands 5.-12. júní. Leikskólinn verður opinn á meðan.

Afmælishátíð í tilefni 50 ára afmælis Stórutjarnarskóla verður haldin 10. maí. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá. Nemendur vinna ýmis verkefni tengd afmælishátíðinni.

4. maí verður umhverfis og lýðheilsuþing ásamt vortónleikum tónlistardeildarinnar.

3. Staða umbóta ytra mats grunnskóla

Birna fór yfir stöðuna á ytra mati grunnskólans, þar er staðan samkvæmt áætlun.

Heiða yfirgaf fundinn og Sigurbjörn Árni ritar fundargerð

4. Önnur mál:

Hanna Berglind spyr um framtíðarhugmyndir fræðslunefndar/sveitarstjórnir fyrir húsnæði leikskólans Tjarnaskjóls. Húsnæðið er á heimavistargangi og eini leikskóli sveitarfélagsins sem ekki er í húsnæði sniðnu að þörfum leikskóla. Ef ekki stendur til að reka hótel í Stórutjarnaskóla væri upplagt að endurhanna einhverja af fermetrum húsnæðisins svo henti fyrir leikskóla.

Fræðslunefnd tekur undir orð Hönnu Berglindar og bendir á að það mætti útbúa húsnæði hannað að þörfum leikskóla á neðri gangi heimavistarinnar. Formaður fræðslunefndar mun taka málið upp við sveitarstjórn.

Ásta kemur með erindi frá foreldrum um hve langur dagur hjá börnum á yngsta stigi sé (skóli/frístund/íþróttir). Foreldrar teldu betra að frístund yrði dreift á fjóra daga vikunnar í stað tveggja og þannig væri meiri möguleiki að komast á æfingar á Akureyri. Fræðslunefnd beinir því til skólastjóra að þetta verði haft í huga við stundatöflugerð næsta vetur og reyna að koma til móts við óskirnar ef hægt er.

Böðvar hrósar skólanum og starfsmönnum hans fyrir aukið samstarf milli skóla sveitarfélagsins sem er mun meira í ár heldur en áður. Ásta bætir því við að foreldrafélög skólanna séu einnig að huga að samstarfi. Birna skólastjóri segir að samstarfið við Þingeyjarskóla og Reykjahlíðaskóla sé talsvert. Hún vill ekki slíta samstarfinu vestur yfir heiði og vill frekar fá Þingeyjarskóla og Reykjahlíðarskóla í það samstarf líka. Hanna Berglind bendir á að þetta gefi fleiri tækifæri fyrir aukið samstarf á milli allra stafsmanna skólanna. Fræðslunefnd tekur undir þessi orð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 16:48