89. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

12.10.2021

89. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla þriðjudaginn 12. október kl. 15:30

Fundarmenn
Margrét Bjarnadóttir formaður
Böðvar Baldursson boðaði forföll
Heiða Guðmundsdóttir
Hjördís Stefánsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ásta Hrönn Hersteinsdóttir fulltrúi foreldra
Marika Alavere fulltrúi kennara og deildarstjóri tónlistardeildar
Hanna Berglind Jónsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Birna Davíðsdóttir skólastjóri Stórutjarnaskóla
 
Fundargerð ritaði: Heiða Guðmundsdóttir

Dagskrá:

  1. Málefni frá skólastjóra
  2. Rekstrarstaða skólans eftir 8 mánuði
  3. Vinna við fjárhagsáætlun 2022
  4. Skólaþing sveitarfélaga- Farsælt skólastarf til framtíðar

Margrét setti fundinn og bauð Birnu velkomna á sinn fyrsta fund sem skólastjóra.

 

  1. Málefni frá skólastjóra

Birna fór yfir helstu atriði skólastarfsins. Í grunnskóladeild eru 36 nemendur, 6 nemendur í leikskóladeild. Gert er ráð fyrir að leikskólanemum fjölgi um tvo í vetur. 31 nemendur stunda nám við tónlistardeild.

Í grunnskóladeild eru rúm 9 stöðugildi, í tónlistardeild tæp 2 stöðugildi og í leikskóladeild rúmlega 2 stöðugildi. Þörf er á auka mönnun í leikskóla og auknum stuðningi í grunnskóla.

  1. nóvember er skólinn 50 ára. Í seinni hluta nóvember er stefnt á uppákomur í tilefni afmælisins. Árshátíð er 11. nóvember. Vetrarfrí eru 18. - 19. október og 11. og 14. febrúar.

Fræðslunefnd samþykkir breytingar á skóladagatali grunnskólans fyrir sitt leyti.

Skólinn er í samstarfi við Kelduna sem er á vegum Félagsþjónustu Þingeyinga, fundað er með þeim einu sinni í mánuði.

Jón Viðar Viðarsson sálfræðingur hefur verið ráðinn við skólann og mun koma a.m.k. einu sinni í mánuði.

Staða framkvæmda: búið er að endurnýja kæli og frysti, skipta um gólfefni á matsal. Eftir er að skipta um gler í gluggum sem gera átti í sumar, verður það gert við fyrsta tækifæri.

Stefnt er á að bjóða yngri nemendum grunnskólans og elstu börnum leikskólans upp á íþróttaæfingar í samvinnu við Bjarma og nýta til þess tíma frístundar.

Félagsmiðstöð er í boði fyrir nemendur 7.-10. bekkjar á fimmtudagskvöldum. Þá eru bókasafn og sundlaug opin almenningi. Mæting nemenda hefur verið góð.

Umræður um styttingu vinnuvikunnar og hvaða útfærslur eru færar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og margt sem þarf að athuga.

  1. Rekstrarstaða skólans eftir 8 mánuði

Farið var yfir rekstarstöðu skólans síðustu 8 mánuði. Launaliður stefnir örlítið fram úr.

  1. Vinna við fjárhagsáætlun 2022

Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er að hefjast, farið yfir helstu forsendur hennar og spá Hagstofunnar.

  1. Skólaþing sveitarfélaga- Farsælt skólastarf til framtíðar

Skólaþing sveitarfélaga er haldið 8. nóvember á Hótel Nordica í Reykjavík. Í tilefni af því að nú eru 25 ár frá því grunnskólinn var færður frá ríki til sveitarfélaga. Farið verður yfir breytingar síðustu 25 ára og horft til framtíðar. Hægt að fylgjast með skólaþinginu í streymi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18:05