87. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

27.05.2021

87. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla fimmtudaginn 27. maí kl. 15:50

Fundarmenn
Margrét Bjarnadóttir, formaður
Böðvar Baldursson
Hanna Sigrún Helgadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir, í forföllum Hjördísar Stefánsdóttur
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Þingeyjarskóla
Birna Davíðsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla
Ásta Hrönn Hersteinsdóttir, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla
Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.
  2. Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.
  3. Málefni leikskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun
  4. Staða umbóta ytra mats grunnskóla.
  5. Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.
  6. Breyting á skólastjórn

 

Margrét setti fundinn.

1. Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

Ólafur fer yfir starfið í vetur og segir það hafa gengið ágætlega. Aðeins féllu niður tveir dagar í staðkennslu vegna Covid. Helstu samkomur féllu niður en árshátíð var send út rafrænt.

Í sumar verður skipt um gólfefni í matsal og hurð sett upp í eldhús. Einnig á að klára endurnýjun frysti- og kælikerfis og skipta um gler í gluggum íbúða að austan.

Ólafur leggur fram áætlun um kennslustunda- og nemendafjölda næsta skólaár. Gert er ráð fyrir að nemendur verði 37 í fjórum hópum og kennslustundir 180. Kennsla og störf á bókasafni verði 6 tímar.

Farið yfir skóladagatal Stórutjarnaskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Skóladagar eru 180, reiknað er með a.m.k. tveimur tvöföldum. Gert er ráð fyrir að starfsmenn hefji störf 16. ágúst. Skólasetning verður 23. ágúst 2021 og skólaslit verða 31. maí 2022.

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal og kennslustundafjölda fyrir sitt leyti. Ólafur reiknar með að nýr skólastjóri komi til með að gera einhverjar breytingar á dagatalinu.

2. Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

Reiknað er með 30 tímum á viku til tónlistarkennslu næsta vetur. Marika Alavere verður deildarstjóri tónlistardeildar og Ármann Einarsson tónlistarkennari.

Upptaka af vortónleikum var birt á heimasíðu skólans.

3. Málefni leikskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun

Nemendafjöldi leikskóladeildar er nú 8 og gert er ráð fyrir að nemendur verði 6 næsta vetur. Skóladagatal leikskóladeildar fylgir skóladagatali grunnskóladeildar að sumaropnun undanskildri. Sumarlokun 2021 verður frá 9. júlí og opnar leikskólinn aftur að loknum starfsdögum 23. ágúst.

Torfhildur Guðrún Sigurðardóttir deildarstjóri mun láta af störfum nú í vor eftir 26 ára starf. Hanna Berglind Jónsdóttir tekur við sem deildarstjóri.

Fræðslunefnd þakkar Torfhildi fyrir hennar störf í þágu skólans.

4. Staða umbóta ytra mats grunnskóla

Ólafur fór yfir stöðuna á umbótum vegna ytra mats. Vinnan er á áætlun og mun Menntamálastofnun óska eftir greinargerð vorið 2022.

5. Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

Margrét fór yfir rekstrarniðurstöðu Stórutjarnaskóla á síðasta ári og var stofnunin í heild u.þ.b. 1% yfir áætlun.

Staða deilda nú er sú að þær eru nokkurn veginn á áætlun.

6. Breyting á skólastjórn

Ólafur Arngrímsson hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst n.k. en hann hefur verið skólastjóri í 38 ár, þar af 27 á Stórutjörnum. Starfið var auglýst til umsóknar um miðjan apríl og bárust 7 umsóknir. Samið var við AIS ehf. um ráðgjöf í ráðningarferlinu. Birna Davíðsdóttir var metin hæfust og henni boðið starfið. Til stendur að ganga frá ráðningarsamningi á næstu dögum.

Fræðslunefnd þakkar Ólafi fyrir störf hans í þágu skólans og fyrir gott samstarf í gegnum árin.

Ólafur þakkar fræðslunefnd einnig fyrir gott samstarf.

Fræðslunefnd óskar Birnu til hamingju með stöðuna og væntir góðs samstarfs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30