84. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

10.11.2020

84. fundur

haldinn í fjarfundi þriðjudaginn 10. nóvember kl. 15:30

Fundarmenn
Margrét Bjarnadóttir, formaður
Hanna Sigrún Helgadóttir
Heiða Guðmundsdóttir, í forföllum Böðvars Baldurssonar
Hjördís Stefánsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla
Birna Davíðsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla
Ásta Hrönn Hersteinsdóttir, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla
Hanna Sigrún Helgadóttir
Starfsmenn

Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar, sat fundinn undir lið 1

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2021.
  2. Gjaldskrár v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.
  3. Gjaldskrá fyrir mötuneyti skóla Þingeyjarsveitar.
  4. Málefni frá skólastjóra m.a. starfið, fjöldi nemenda og mönnun í grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskóladeildum, staða framkvæmda

 

Margrét setti fundinn.

Í upphafi fundar minntust fundarmenn Jaans Alavere tónlistarkennara við Stórutjarnaskóla sem féll frá þann 3. september sl.

 

  1. Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2021

Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeildar og tónlistardeildar Stórutjarnaskóla fyrir árið 2021.

Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlunin verði samþykkt.

 

  1. Gjaldskrá v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.

Margrét lagði fram tillögur að gjaldskrám fyrir leik- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.

Tillaga um að báðar gjaldskrár taki verðlagsbreytingum, um 2,8% en hækki ekki að öðru leyti.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

  1. Gjaldskrá fyrir mötuneyti skóla Þingeyjarsveitar

Gert er ráð fyrir að fæði leik– og grunnskólanemenda verði áfram endurgjaldslaust.

Tillaga um að gjaldskrá fyrir aðra hækki sem nemur verðlagsbreytingum, um 2,8%.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

 

  1. Málefni frá skólastjóra m.a. starfið, fjöldi nemenda og mönnun í grunnskóla-, leikskóla-, og tónlistarskóladeildum, staða framkvæmda.

Ólafur fer yfir helstu atriði úr skólastarfinu.

Skólinn hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna vegna vistheimtarverkefnis í samstarfi við Landvernd og fleiri skóla. Íslensku menntaverðlaunin verða afhent 13. nóvember nk.

Skólinn hefur hlotið Grænfánann í 5. skiptið.

Fræðslunefnd óskar skólanum til hamingju með hvoru tveggja

Tveir kennarar hafa verið ráðnir til tónlistarkennslu í vetur, þeir Ármann Einarsson og Magni Ásgeirsson.

Talkennari hefur komið í skólann í haust og hitt nemendur sem þurfa á þeirri þjónustu að halda.

Skólinn er í samstarfi við Kelduna sem er á vegum Félagsþjónustu Þingeyinga, fundað er með þeim einu sinni í mánuði.

Umhverfisþingi hefur verið frestað til vorannar vegna Covid-19. Áætlað var að það yrði haldið 27. október, á afmæli Sigrúnar Jónsdóttir fyrrverandi kennara við skólann.

Danskennslu hefur einnig verið frestað til vors.

Námskeið í gagnvirku læsi fyrir kennara var haldið í haust.

Uppstokkun er í gangi á námsmati og kennsluháttum út frá hæfniviðmiðum.

Kennt er að mestu skv. stundaskrá þrátt fyrir hertar sóttvarnarreglur. Íþróttatímar eru með breyttu sniði, félagslíf og íþróttaæfingar falla niður og matast nemendur á mismunandi tímum

Í grunnskólanum eru nú 35 nemendur, 7 í leikskóladeild. Gert er ráð fyrir að leikskólanemum fjölgi um einn um áramót. Í tónlistarnámi eru um 30 nemendur.

Mönnun er mestu óbreytt frá fyrra ári, að tónlistarkennslu undanskilinni. Sigrún Jónsdóttir, kennari, hefur látið af störfum eftir 13 ára kennslu við skólann og hefur Birna Kristín Friðriksdóttir, sem var í afleysingum sl. vetur, fyllt hennar stöðu.

Fræðslunefnd þakkar Sigrúnu fyrir hennar störf í þágu skólans undanfarin ár.

Helstu framkvæmdir voru uppgerð á eldhúsinu, henni átti að vera lokið fyrir skólabyrjun. Ýmislegt hefur komið upp á og er framkvæmdum enn ekki lokið. Annað smálegt hefur verið gert og skipt um útihurðir. Á næsta ári er m.a. reiknað með að skipta um gólfefni á matsal.

Fræðslunefnd þakkar starfsfólki Stórutjarnaskóla fyrir þeirra góðu störf á tímum Covid-19.

Fleira ekki gert og fundi slitið 16:30