73. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

26.11.2018

73. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla mánudaginn 26. nóvember kl. 15:30

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður

Böðvar Baldursson, mætti til fundar undir lið 4

Hanna Jóna Stefánsdóttir                                                                 

Hanna Sigrún Helgadóttir

Sigurbjörn Árni Arngrímsson                        

Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla

Nanna Þórhallsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla

Helgi Ingason, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar sat fundinn undir lið 1

 

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2019.
  2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Stórutjarnaskóla.
  3. Gjaldskrá v. leikskóla og tónlistarskóla Þingeyjarsveitar.
  4. Málefni frá skólastjóra.
  5. Erindi frá sveitarstjórn: Leikskólar, sumarlokanir og rýmri opnunartímar – 1808033, niðurstöður skoðanakönnunar.
  6. Ytra mat á grunnskóla.
  7. Skólastefna Þingeyjarsveitar.

 

 

Margrét setti fundinn.

 

1.         Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2019.

Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeildar og tónlistardeildar  Stórutjarnaskóla fyrir árið 2019.

Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlunin verði samþykkt. Nokkur óvissa ríkir um launaliði vegna kjarasamninga grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennara sem allir eru lausir á næsta ári.

 

2.         Gjaldskrá fyrir mötuneyti Stórutjarnaskóla

Sveitarstjórn hefur ákveðið að fæði leik – og grunnskólanemenda verði áfram endurgjaldslaust. Fundarmenn lýsa yfir ánægju með það. Fræðslunefnd telur æskilegt að samræma gjaldskrár fyrir skóla sveitarfélagsins eins og stefnt hefur verið að.

Drög að gjaldskrá lögð fram.

 

Grunnskólar:    

Morgunverður 150 kr.

Hádegisverður 350 kr.

 

Leikskólar:

Morgunverður 100 kr.

Hádegisverður 300 kr.

Síðdegishressing 90 kr.

 

Hádegisverður fyrir eldri borgara 750 kr.

 

Verð á hádegisverði fyrir gesti 1.200 kr., verð á morgunmat 700 kr. og síðdegiskaffi 500 kr.

 

Fræðslunefnd samþykkir þessi drög fyrir sitt leyti.

 

3.         Gjaldskrá v. leikskóla og tónlistarskóla Þingeyjarsveitar

Margrét lagði fram tillögur að gjaldskrám fyrir leik- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.

Tillaga um að gjaldskrá leikskóla verði óbreytt en að gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 3%.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

 

4.         Málefni frá skólastjóra

Ólafur segir að samkvæmt úttekt sem gerð var vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til gistingar þurfi að skipta um 30 innihurðir, m.a. hurðir á herbergjum.

Töluvert hefur verið um veikindi starfsmanna það sem af er skólaárinu.

Breytingar á smíðastofu eru langt komnar.

Stórutjarnaskóli hefur þegið boð um að taka þátt í Erasmusverkefni á vegum Landverndar ásamt skólum í Eistlandi, Litháen og Slóveníu. Verkefnið snýst um gerð námsefnis um lífbreytileika. Fyrstu fundir í verkefninu verða í Litháen í febrúar og síðan á Íslandi í júní.

 

 

5.         Erindi frá sveitarstjórn: Leikskólar, sumarlokanir og rýmri opnunartímar – 1808033, niðurstöður skoðanakönnunar

Farið yfir niðurstöður skoðanakönnunar vegna rýmri opnunartíma og sumarlokana Tjarnaskjóls.

Það er stefna sveitarstjórnar eins og kemur fram í fjárhagsáætlun að opnunartímar og sumarlokanir leikskóla sveitarfélagsins verði samræmdar þannig að sumarlokanir verði 5 vikur og leikskólarnir opnir frá kl. 07:45 til 16:15 alla daga nema á Barnaborg, þar er opið til 16:30 mánudaga til fimmtudaga.

Fræðslunefnd mælir með þessum opnunartíma á meðan foreldrar/foreldri þurfi hans með. Þessir opnunartímar taki gildi í janúar 2019 svo framarlega sem það takist að manna breytingarnar.

 

6.         Ytra mat á grunnskóla

Menntamálastofnun sér um framkvæmd ytra mats á grunnskólum fyrir hönd menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga. Stórutjarnaskólihefur verið valinn til ytra mats á vorönn 2019. Markmið með ytra matinu eru meðal annars að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla. Ekki er gerður samanburður á skólum heldur notaðar samræmdar matsaðferðir þannig að í öllum skólum verði skólastarfið metið með sambærilegri nálgun og á grundvelli sömu viðmiða.

 

7.         Skólastefna Þingeyjarsveitar

Rætt um skólastefnu sveitarfélagsins en hún skal endurskoðuð formlega á fjögurra ára fresti. Fræðslunefnd telur æskilegt að sú vinna hefjist sem fyrst en jafnframt mikilvægt að geta tekið tillit til nýrrar menntastefnu, sem nú er í smíðum, við þá vinnu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:13

Í lok fundar sýndi Ólafur fundarmönnum húsnæði Stórutjarnaskóla.