68. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

30.11.2017

68. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla fimmtudaginn 30. nóvember kl. 15:30

Fundarmenn

Böðvar Baldursson

Hanna Sigrún Helgadóttir boðaði forföll

Heiða Guðmundsdóttir

Vagn Sigtryggsson

Sigurlaug Svavarsdóttir boðaði forföll

Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla

Nanna Þórhallsdóttir , fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla

Marika Alavere, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

 

Starfsmenn

Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar sat fundinn undir lið 1

Fundargerð ritaði: Heiða Guðmundsdóttir

 

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2018

 2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Stórutjarnaskóla

 3. Gjaldskrár v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit

 4. Málefni frá skólastjóra

 5. Samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara frá okt. 2017

 

 Böðvar setti fundinn.

 1. Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2018

Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeilda og tónlistardeildar  Stórutjarnaskóla fyrir árið 2018.

Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlun verði samþykkt og þakkar Gísla fyrir góða og skýra yfirferð. Nokkur óvissa ríkir um launaliði vegna lausra kjarasamninga grunnskólakennara.

 

2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Stórutjarnaskóla

Meirihluti sveitarstjórnar stefnir að því að fæði fyrir leik- og grunnskólabörn í sveitarfélaginu verði án endurgjalds frá áramótum.

Fæði fyrir aðra verði með óbreyttu sniði.

Fræðslunefnd, og fulltrúar foreldra, lýsa ánægju með þessi áform. Taka þarf tillit til þessa í fjárhagsáætlun skólans.

 

3. Gjaldskrár v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit

Framhald umræðu frá síðasta fundi um óbreyttar gjaldskrár.

Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrárnar fyrir sitt leyti.

 

4. Málefni frá skólastjóra

 Ólafur lagði áherslu á það að árlegt fastaframlag til viðhalds á húsnæði þyrfti að hækka í að minnsta kosti 10 miljónir. 

 

5. Samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara frá okt. 2017

Var ekki tekið fyrir á fundinum. 

 Fleira ekki gert og fundi slitið 17:00