66. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

07.11.2017

66. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla þriðjudaginn 07. nóvember kl. 15:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður
Böðvar Baldursson                                                               
Hanna Sigrún Helgadóttir                             
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla
Jónas Reynir Helgason, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla
Marika Alavere, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

Hanna Berglind Jónsdóttir og Torfhildur Sigurðardóttir, leikskólakennarar sátu fundinn undir liðum 3 og 4

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. Málefni frá skólastjóra m.a. starfið, kennslustundafjöldi, fjöldi nemenda og mönnun í grunn-, leik- og tónlistarskóladeildum, framkvæmdir síðastliðið sumar.
  2. Vinna við aðgerðaráætlun Vegvísis
  3. Daglegur opnunartími leikskóla og sumarlokun næsta sumar
  4. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga; Stafræn tækni í skólastarfi – gagnlegar upplýsingar

Margrét setti fundinn.

1. Málefni frá skólastjóra m.a. starfið, kennslustundafjöldi, fjöldi nemenda og mönnun í grunn-, leik- og tónlistarskóladeildum, framkvæmdir síðastliðið sumar.

Ólafur fór yfir kennslustundafjölda, kennslustundir eru 178. Í grunnskóladeild eru 39 nemendur og 11 í leikskóladeild. Í tónlistardeildinni eru 24 nemendur.

Nýr starfsmaður í leikskóladeild er Margrét Höskuldsdóttir og Bjarki Jónasson er í afleysingum sem skólaliði til áramóta vegna veikinda.

Framkvæmdir síðastliðið sumar; haldið var áfram með malbikun á plani, skipt var um gler í rúðum í matsal og lagðar voru lagnir fyrir tölvukerfið. Endurnýja þarf sturtur í búningsklefum, foreldrafélag Stórutjarnaskóla leggur áherslu á að það verði gert sem fyrst. Tekur fræðslunefnd undir það.

 

2. Vinna við aðgerðaráætlun Vegvísis.

Ólafur fór yfir hvað gerst hafi í aðgerðaáætlun Vegvísis.

Skólastjórnendur og kennarar eru sammála um að forgangsverkefni í umbótaáætluninni sé að fara í framkvæmdir í smíðastofu.

Fræðslunefnd tekur undir þessa forgangsröðun og leggur til að farið verði í þessar framkvæmdir á næsta ári.

Verið er að undirbúa viðtöl við grunnskólakennara vegna vinnumats. Vinnuaðstaða kennara hefur verið bætt með hæðarstillanlegum borðum fyrir þá sem það vildu.

Keyptar voru viðbótartölvur fyrir nemendur og þarf að endurnýja einhverjar kennaratölvur.

 

3. Daglegur opnunartími leikskóla og sumarlokun næsta sumar

Margrét segir frá þeirri hugmynd meirihluta sveitarstjórnar að daglegur opnunartími leikskóladeildar verði frá kl. 8 – 16 mánudaga – fimmtudaga og 8 – 13 á föstudögum. Gert er ráð fyrir því að breytingin taki gildi um næstu áramót.

Sumarlokun verður 6 – 7 vikur eftir aðsókn. Leikskólinn hefst eftir sumarlokun á sama tíma og grunnskólinn.

Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við tillögu um breyttan opnunartíma leikskóladeildar.

Ólafur leggur til að sveitastjórn kanni möguleika á því að boðið verði upp á skólaakstur í leikskóla sveitarfélagsins.

 

4. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga; Stafræn tækni í skólastarfi – gagnlegar upplýsingar

Margrét fór yfir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á gagnlegum upplýsingum er varða notkun stafrænnar tækni í skólastarfi og innleiðingu á spjaldtölvum. Opnaður hefur verið vefurinn https://innleiding.com sem byggir á reynslu Kópavogsbæjar í innleiðingu spjaldtölva.

Fram fóru umræður um stafræna tækni í skólastarfi.

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:05