64. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

07.06.2017

64. fundur

haldinn í Þingeyjarskóla miðvikudaginn 07. júní kl. 20:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                                                    

Hanna Sigrún Helgadóttir                             

Vagn Sigtryggsson

Sigurlaug Svavarsdóttir

Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla

Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri Krílabæ

Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri í Barnaborg

Hildur Rós Ragnarsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla

Knútur Emil Jónasson fulltrúi foreldra við grunnskóladeild Þingeyjarskóla

Hrannar Gylfason, fulltrúi foreldra við Barnaborg

Gunnar Ingi Jónsson, fulltrúi foreldra við Krílabæ

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.
  2. Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.
  3. Málefni leikskóla m.a. starfið, skóladagatöl, fjöldi nemenda, mönnun, viðhaldsþörf húsnæðis og lóða
  4. Bréf frá stjórn Foreldrafélags Barnaborgar frá 18. apríl 2017
  5. Bréf frá starfsfólki Krílabæjar frá 31. maí 2017
  6. Kynning á vinnu við Vegvísi sbr. bókun 1 í kjarasamningi FG og SÍS
  7. Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

 

Margrét setti fundinn.

1.         Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

Farið yfir skóladagatal Þingeyjarskóla fyrir skólaárið 2017 - 2018. Skólasetning verður 23. ágúst og skólaslit 1. júní. Skóladagar eru 180, sex tvöfaldir. Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda, þar af verða tveir samhliða vetrarfríi að vori vegna námsferðar starfsmanna, 16. – 20. apríl. Vetrarfrí er dagana 26. og 27. október annars vegar og 16. og 17. apríl hins vegar. Vetrarfrí að hausti er á sama tíma í Borgarhólsskóla, FL og FSH. Skólaárinu er skipt í 3 annir og eru annaskil 10. nóvember og 16. febrúar.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Þingeyjarskóla fyrir sitt leyti.

Gert er ráð fyrir að nemendafjöldi næsta vetur verði 68. Umsjónarhópar verða fimm í þremur teymum.

Tveir kennarar, Guðrún Sædís og Sigmundur, og María námsráðgjafi létu af störfum í vor. Auglýst var eftir tveimur kennurum og rennur umsóknarfrestur út 15. júní.

Fræðslunefnd þakkar Guðrúnu, Sigmundi og Maríu vel unnin störf.

Fundað verður með kennsluráðgjafa, Ingva Hrannari Ómarssyni, vegna snjalltækjavæðingar skólans. Einnig er framundan vinna vegna byrjendalæsisstefnunnar í samstarfi við HA.

Jóhann segir frá því að heimasíða skólans hafi ekki verið mjög virk en mikið gerist á Facebooksíðum hvers stigs. Stefnt er að því að efla heimasíðuna.

Jóhann sagði einnig frá samstarfi við aðra skóla.

Skipta á um gler í hluta kennsluálmu í sumar og fara í endurbætur vegna leka í kjallara. Einnig á að klára þakviðgerðir í sumar og laga lökkun á gólfi í einni kennslustofu. Skoða þarf hljóðeinangrun tónlistarstofa og aðstöðu til heimilisfræðikennslu.

Rætt um niðurstöður samræmdra prófa.

Jóhann óskar eftir að bæta við 50% stöðu kennara og 40% stöðu stuðningsfulltrúa tímabundið næsta vetur vegna sérstakra aðstæðna.

Fræðslunefnd mælir með því að það verði gert.

Fulltrúi foreldra við grunnskóladeild er sammála þessari þörf og styður aukninguna.

Ef að aukningu í kennslu verður mun kennslustundafjöldi næsta vetur vera 268 með sérkennslu.

Fræðslunefnd samþykkir kennslustundafjölda fyrir sitt leyti.

 

2.         Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun

Jóhann lýsir ánægju með starf tónlistardeildar og ítrekar mikilvægi tónlistarkennslu.

52 nemendur voru í tónlistarnámi í vetur og verður fjöldinn svipaður næsta vetur.

Tvö full stöðugildi eru við deildina auk stundakennslu í söng.

Allir nemendur fá tónmennta- og marimbakennslu.

Nemendur á unglingastigi fóru á Africa festival í Reykjavík og einnig í marimbabúðir í Vellinge í Svíþjóð. Mikil ánægja er með þessar ferðir.

 

Nemendur hafa komið fram á ýmsum viðburðum innan skólans, s.s. vor- og haustgleði auk vortónleika í maí.

 

3.         Málefni leikskóla m.a. starfið, skóladagatöl, fjöldi nemenda, mönnun, viðhaldsþörf húsnæðis og lóða

Jóhann fer yfir sumarleyfistímann sem er frá 30. júní til 15. ágúst. Starfsdagar verða auglýstir með mánaðar fyrirvara. Fyrirhuguð er námsferð til Bandaríkjanna í apríl og munu leikskóladeildirnar verða lokaðar á meðan, 16. – 20. apríl.

Nanna segir frá starfinu í Barnaborg og helstu áherslum í vetur. Þar eru nú 24 börn, reiknað er með 22 börnum í haust og 25 börnum eftir áramót. Bæta á hljóðeinangrun í hluta húsnæðis Barnaborgar í sumar og gera þarf ýmsar endurbætur á lóðinni.

Opnunartími hefur verið: mánudaga – fimmtudaga frá 7:40 – 16:30 og föstudaga frá 7:45 – 14:00. Auglýst var ein staða í Barnaborg en Margrét Höskuldsdóttir lét af störfum í vor. Umsóknarfrestur er liðinn en eftir á að ganga frá ráðningu. Fræðslunefnd þakkar Margréti vel unnin störf.

Birna segir frá starfinu á Krílabæ og helstu áherslum vetrarins. Þar voru 6 börn fyrst í haust en þeim fækkaði í 5 í byrjun september. Gert er ráð fyrir óbreyttum nemendafjölda næsta vetur. Ráðist var í framkvæmdir á lóð Krílabæjar í vetur en Birna segir ástand lóðarinnar nú vera óviðunandi.

Umræða um vetrarfrí í leikskóladeildum. Ekki er stefnt á að hafa formleg vetrarfrí.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal leikskóladeilda fyrir sitt leyti.

 

4.         Bréf frá stjórn Foreldrafélags Barnaborgar frá 18. apríl 2017

Margrét fór yfir bréf frá stjórn foreldrafélags Barnaborgar frá 18. apríl sl. Bréfið er í 3 liðum.

1. Lengri opnunartími á föstudögum

Óskað er eftir opnun til kl. 16:00 á föstudögum.

 Fræðslunefnd leggur til að opnun Barnaborgar verði lengd til kl 16 á föstudögum frá og með hausti 2017 enda nægur barnafjöldi sem mun nýta þann tíma.

2. Styttri sumarlokun

Ljóst er að ekki verður að þeirri breytingu á þessu sumri og því mun fræðslunefnd taka það til frekari skoðunar fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð

3. Vistunartími frá 7:40

Fræðslunefnd leggur til að húsnæði Barnaborgar opni áfram kl. 7:40 en foreldrar geti keypt vistun frá kl. 7:45. Breytingin taki gildi eftir sumarleyfi.

 

5.         Bréf frá starfsfólki Krílabæjar 31. maí 2017

Margrét fór yfir bréf frá starfsfólki Krílabæjar frá 31. maí sl.

Laga þarf fallvarnir við rólur, klára þarf yfirborðsvinnu (malbikun, hellulögn og þökulögn). Ástand lóðarinnar nú er óviðunandi.

Fræðslunefnd leggur til að vinna við yfirborð verði kláruð fyrir opnun í ágúst, þ.e. malbikun, hellulögn og þökulögn. Skv. fjárhagsáætlun frá júlí 2016 gæti kostnaður við malbik og hellulögn verið allt að 2,5 milljónir.

 

6.         Kynning á vinnu við Vegvísi sbr. bókun 1 í kjarasamningi FG og SÍS

Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara sem samþykktur var 29. nóvember 2016 var samstarfsnefnd aðila falið, með bókun 1, að leggja fram í janúar 2017 vegvísi að aðgerðaráætlun til sveitarfélaga um nánari greiningu á því ástandi sem kennarar og stjórnendur hafa lýst að ríki í starfsumhverfi grunnskóla og jafnframt kallað eftir úrbótum á.

Meginmarkmið samningsaðila eru að: Bæta framkvæmd skólastarfs og ná sátt við kennara um starfsumhverfið.  Tryggja að kennsla og undirbúningur hennar séu forgangsverkefni í skólastarfi.  Létta álagi af kennurum þar sem við á.

 

7.         Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú

Margrét fór yfir rekstrarniðurstöðu Þingeyjarskóla á síðasta ári og var stofnunin í heild innan áætlunar.

Staða deilda nú (eftir fyrstu 4 mánuði ársins) er sú að þær eru á áætlun.

Fleira ekki gert og fundi slitið 23:00