63. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

29.05.2017

63. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla mánudaginn 29. maí kl. 15:15

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                            

Böðvar Baldursson  boðaði forföll                         

Heiða Guðmundsdóttir í fjarveru Hönnu Sigrúnar Helgadóttur

Vagn Sigtryggsson

Sigurlaug Svavarsdóttir

Ólafur Arngrímsson skólastjóri Stórutjarnaskóla

Sigrún Jónsdóttir fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla

Marika Alavere fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

Torfhildur Sigurðardóttir deildarstjóri leikskóladeildar sat fundinn undir 3 lið

Fundargerð ritaði: Heiða Guðmundsdóttir

Dagskrá:

  1. Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.
  2. Málefni tónlistarskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.
  3. Málefni leikskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun.
  4. Kynning á vinnu við Vegvísi sbr. bókun 1 í kjarasamningi FG og SÍS.
  5. Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

Margrét setti fundinn.

1. Málefni grunnskóla m.a. starfið undanfarið, starfið næsta vetur, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

Ólafur lagði fram áætlun um kennslustunda- og nemendafjölda næsta skólaár. Gert er ráð fyrir að nemendur verði 40 í fjórum hópum og kennslustundir 182 (167 til almennrar kennslu og 15 til sérkennslu). Kennsla og störf á bókasafni verði 6 tímar.

Farið var yfir niðurstöður samræmdra prófa.

Farið var yfir skóladagatal. Skóladagar eru 180, þrír tvöfaldir. Skólasetning verður 28. ágúst og skólaslit 1. júní. Skólasetning verður í seinna lagi vegna skógræktarþings sem haldið verður í skólanum í síðustu viku ágúst. Vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna skólans til Póllands í vor var einum degi bætt við skóladagatal 2016-17.

Fræðslunefnd samþykkir kennslustundafjölda og skóladagatal Stórutjarnaskóla fyrir sitt leyti.

Auglýst var eftir kennara til starfa og bárust tvær umsóknir, frá Sigríði Árdal og Elínu Eydísi Friðriksdóttur, munu þær hefja störf við skólann í haust. Margrét vék af fundi undir þessum lið. Þórhallur Bragason aðstoðarskólastjóri lætur af störfum.

Fræðslunefnd þakkar Þórhalli vel unnin störf fyrir Stórutjarnaskóla og býður Sigríði og Elínu Eydísi velkomna til starfa.

Farið var yfir áætlun um viðhald og framkvæmdir í sumar. Vinna á við malbikun á plani, skipta um gler í matsal og neðri gangi, endurnýja sturtur í sundklefum.

2. Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

Gert er ráð fyrir að kennslustundafjöldi verði 30 kennslustundir eins og verið hefur og starfsmannahald verði óbreytt frá því sem nú er.

 

3. Málefni leikskóladeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun.

Torfhildur fór yfir breyttar aðstæður í leikskólanum þar sem nú er tekið við börnum frá 1 árs aldri. Miðað við reynslu vetrarins er mikilvægt að bæta við starfsmanni og bæta útisvæði fyrir yngstu nemendur.

Samvinna er milli leik- og grunnskóladeildar og starfsmenn nýttir milli deilda.

Útlit er fyrir að nemendafjöldi næsta haust verði 11 nemendur.  

Skóladagatal leikskólans fylgir skóladagatali grunnskólans fyrir utan sumaropnun. Sumaropnun er 1. júní -6. júlí, opið er frá kl. 8 - 16 fjóra daga vikunnar, mánudaga til fimmtudaga.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal og sumaropnun leikskólans fyrir sitt leyti og leggur til að bætt verði við auka starfsmanni sem nýtist við báðar deildir. Tekið verði tillit til þess í fjárhagsáætlanagerð.

4.  Kynning á vinnu við Vegvísi sbr. bókun 1 í kjarasamningi FG og SÍS.

Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara sem samþykktur var 29. nóvember 2016 var samstarfsnefnd aðila falið, með bókun 1, að leggja fram í janúar 2017 vegvísi að aðgerðaráætlun til sveitarfélaga um nánari greiningu á því ástandi sem kennarar og stjórnendur hafa lýst að ríki í starfsumhverfi grunnskóla og jafnframt kallað eftir úrbótum á.

Meginmarkmið samningsaðila eru að:  Bæta framkvæmd skólastarfs og ná sátt við kennara um starfsumhverfið.  Tryggja að kennsla og undirbúningur hennar séu forgangsverkefni í skólastarfi.  Létta álagi af kennurum þar sem við á.

Kynnt lokaskýrsla.

5.  Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

Margrét fór yfir rekstrarniðurstöðu Stórutjarnaskóla á síðasta ári og var stofnunin í heild innan áætlunar.

Staða deilda nú (eftir fyrstu 4 mánuði ársins) er sú að þær eru á áætlun.

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17:22