62. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

05.12.2016

62. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla mánudaginn 05. desember kl. 15:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                                                    
Hanna Sigrún Helgadóttir                             
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla
Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla
Marika Alavere, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla
Böðvar Baldursson boðaði forföll

Starfsmenn

Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar sat fundinn undir lið 1

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2017
  2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Stórutjarnaskóla
  3. Gjaldskrá fyrir leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit
  4. Málefni frá skólastjóra
  5. Bréf – nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs

Margrét setti fundinn og lagði fram tillögu um að bæta við 6. lið, jafnréttisfræðsla í skólum sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

1. Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2017

Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeildar og tónlistardeildar  Stórutjarnaskóla fyrir árið 2017.

Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlun verði samþykkt. Eftir á að uppfæra launaliði vegna nýgerðra kjarasamninga við grunnskólakennara. Einnig er óvissa um launaliði í tónlistardeild vegna lausra kjarasamninga tónlistarkennara.

2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla

Margrét lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir mötuneyti Stórutjarnaskóla frá 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt frá árinu 2016.

Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

3. Gjaldskrá fyrir leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit

Framhald umræðu frá síðasta fundi

Tillaga um að báðar gjaldskrár hækki um 2,5%.

Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

4. Málefni frá skólastjóra

Ólafur segir skólastarf ganga ágætlega. Almenn umræða um skólastarfið, viðhaldsþörf o.fl. Skipta á um skilrúm milli skólastofa á næstunni. Jólatónleikar verða n.k. föstudag, 9. desember, og taka nemendur grunn- og tónlistarskóladeilda þátt í dagskránni. Ný skólanámskrá er í burðarliðnum.

5. Bréf – nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs

Margrét segir frá bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs og fór yfir helstu breytingar.

6. Jafnréttisfræðsla í skólum sveitarfélagsins

Margrét sagði frá því að gert sé ráð fyrir peningum í fjárhagsáætlun Félags- og menningarmálanefndar fyrir árið 2017 til jafnréttis-/kynjafræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins.

Fræðslunefnd hvetur skólastjóra til að nýta sér þetta.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 16:30