61. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

28.11.2016

61. fundur

haldinn í Þingeyjarskóla mánudaginn 28. nóvember kl. 15:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                            
Böðvar Baldursson
Hanna Sigrún Helgadóttir
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla
Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri á Krílabæ
Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri á Barnaborg
Þorbjörg Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir, fulltrúi foreldra við Krílabæ
Jón Sverrir Sigtryggsson, fulltrúi foreldra við grunnskóladeild Þingeyjarskóla

Starfsmenn

Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar sat fundinn undir lið 1

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2017
  2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla
  3. Gjaldskrá fyrir leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit
  4. Erindi frá sveitarstjórn – lóð Krílabæjar
  5. Málefni frá skólastjóra

 

Margrét setti fundinn.

1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2017

Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeilda og tónlistardeildar  Þingeyjarskóla fyrir árið 2017.

Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlun verði samþykkt með smávægilegum breytingum. Nokkur óvissa ríkir um launaliði vegna lausra kjarasamninga grunnskóla- og tónlistarkennara.

2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla

Margrét lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla frá 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt frá árinu 2016.

Fram fóru umræður um mötuneytisfæði almennt. Fræðslunefnd leggur áherslu á að fæði barnanna miðist við manneldismarkmið.

Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

3. Gjaldskrá fyrir leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit

Margrét lagði fram tillögur að gjaldskrám fyrir leik- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.

Tillaga um að báðar gjaldskrár hækki um 2,5%.

8 tíma vistun í leikskóla hækkar þá um 636 krónur á mánuði, úr 25.440 í 26.076 kr.

Fullt tónlistarnám hækkar þá um 765 krónur á önn, úr 30.600 í 31.365 k.r.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Umræða um opnunartíma á Barnaborg og nýtingu á lengri opnun á morgnana. Fylgst hefur verið með nýtingunni frá því leikskólinn opnaði eftir sumarfrí 9. ágúst sl. en frá þeim tíma hefur verið opið 4 daga vikunnar fá kl. 07:30. Nýtingin hefur ekki verið góð.

Fræðslunefnd leggur til að frá og með 1. janúar opni leikskólinn kl 7:40 fjóra daga vikunnar og 7:45 á föstudögum.

4. Erindi frá sveitarstjórn – lóð Krílabæjar

Farið yfir frumkostnaðaráætlun fyrir endurbætur á lóð Krílabæjar. Umræða um forgangsröðun verkefna.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að farið verði í vinnu við lóðina sem fyrst og að öll jarðvegsvinna, lagnir, girðingarvinna og frágangur á yfirborði verði klárað fyrir opnun leikskólans eftir sumarfrí í ágúst 2017. Tækjakaup verði geymd til næsta áfanga.

5. Málefni frá skólastjóra

Jóhann segir frá skólaþingi sem fram fór í síðustu viku. Hann segir það hafa heppnast mjög vel og fór yfir helstu atriði sem fram komu í umræðunni þar.

Einnig kemur hann á framfæri nauðsyn þess að uppfæra tölvukost skólans og óskar eftir því að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þess í fjárhagsáætlun eignasjóðs fyrir næsta ár. Áætlunin gerir ráð fyrir 1,5 milljón til endurnýjunar á tölvubúnaði á næsta ári en tvöfalda þyrfti þá upphæð til að flýta endurnýjun.

Fræðslunefnd telur mikilvægt í ljósi þess að ljósleiðari verði á næstunni tengdur inn í skólann að farið verði í endurnýjun á tækjabúnaði til að möguleikar hans nýtist sem best.

Jóhann ræddi líka formið á sundkennslu á yngsta stigi og möguleikana á að kenna þeim börnum sund í lauginni við skólann. Telur hann það æskilegt. Fram fór umræða um kosti og galla og einnig um viðhaldsþörf á sundlauginni.

Fræðslunefnd tekur undir sjónarmið skólastjóra og telur æskilegt að yngstu börnunum væri kennt sund í lauginni við skólann. Nefndin leggur til að fram fari kostnaðarmat á þeim endurbótum sem þarf að gera á lauginni til að það geti orðið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:15