60. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

29.08.2016

60. fundur

Fræðslunefnd, fundur nr. 60
Dags. 29.8.2016

60. fundur.

29. ágúst 2016 kl. 20:00

Fundarstaður:  Stórutjarnaskóli

Fundarmenn:                                                          

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                            

Böðvar Baldursson                           

Hanna Sigrún Helgadóttir                             

Vagn Sigtryggsson

Sigurlaug Svavarsdóttir

Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla

Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla

Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri Krílabæ

Þorbjörg Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla

Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla

Knútur Emil Jónasson, fulltrúi foreldra við grunnskóladeild Þingeyjarskóla

Berglind Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri í Barnaborg og Sigríður Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra við Barnaborg sátu fundinn undir 1. lið

Hanna Sigrún ritaði fundargerð


Dagskrá:

1.                   Málefni frá skólastjórum m.a. starfið, kennslustundafjöldi, fjöldi nemenda og mönnun í grunn-, leik- og tónlistarskóladeildum, framkvæmdir í sumar.

2.            Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit (drög)

3.            Bréf frá Menntamálastofnun frá 21. júní 2016 um nýjar endurskoðaðar verklagsreglur fagráðs eineltismála í grunnskólum.

4.            Bréf frá Velferðarvaktinni frá 9. ágúst 2016 og Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3. maí þar sem vakin er athygli á kostnaði foreldra vegna námsgagna nemenda.

Margrét setti fundinn.

1.         Málefni frá skólastjórum m.a. starfið, kennslustundafjöldi, fjöldi nemenda og mönnun í grunn-, leik- og tónlistarskóladeildum, framkvæmdir í sumar.

Jóhann Rúnar fer yfir starfið í Þingeyjarskóla

Þar eru 25 nemendur í leikskóladeildum (3 til viðbótar bætast við í september) og 62  nemendur í grunnskóladeild.

Kennslustundafjöldi er 247 (skiptistundir og sérkennsla innifalið)

Stöðugildi kennara eru í 11,5 – kennsluhópar eru fimm í þremur teymum.

Stöðugildi á Barnaborg eru í heildina 5,8.

Stöðugildi á Krílabæ eru 3.

Hulda Svanbergsdóttir er staðgengill skólastjóra í grunnskóladeild en Birna Óskarsdóttir og Nanna Marteinsdóttir í leikskóladeildunum.

Í tónlistardeild eru kennslutímar 38 og nemendur 52. Pétur deildarstjóri mun sjá um tónlistarkennslu í leikskóladeildunum.

Stefnt er að töluverðu samstarfi leikskóladeilda, t.d. sameiginlegum íþrótta- og sundtímum á Laugum einu sinni í viku.

Framkvæmdir voru í matsal skólans í sumar, m.a. var hljóðvist bætt, lýsing endurnýjuð, málaðir veggir og skipt um ofna. Vatnstjón varð vegna leka viku fyrir skólasetningu. Enn er vinna í gangi við lagfæringar.

Þingeyjarskóli verður í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum, m.a. í verklegri raungreinakennslu á unglingastigi. Jóhann segir áhuga á að efla samstarfið við FL.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir sem aðstoðaði við að koma teymiskennslu á í Þingeyjarskóla kom aftur í vor og hjálpaði til við að meta hvernig gengið hefði sl. vetur

Grunnskólaþing er á dagskránni með þátttöku skólasamfélagsins, þ.e. nemendum, foreldrum og starfsmönnum.

Skólanámskráin er í vinnslu og stefnt að því að klára hana fyrir áramót, stigsnámskrár eiga að verða tilbúnar í september.

Fara á í samstarf við Háskólann á Akureyri varðandi þróun á snjalltækjavæðingu og læsi í Þingeyjarskóla.

Ingvar Sigurgeirsson verður kennsluráðgjafi í vetur líkt og sl. vetur.

Frístundastarf fyrir yngstu nemendur verður fjölbreytt, skólaliðar halda utan um það ásamt íþróttakennara en einnig er stefnt að samstarfi við Umf. Eflingu.

Stefnt er að innleiðingu agastefnunnar Jákvæður agi í Þingeyjarskóla og mun næsti vetur fara í að kynna stefnuna.

Birna segir frá starfinu í Krílabæ. Þar eru nú 6 börn en þau verða 5 í október. Tveir starfsmenn eru með börnin auk þess sem matráður kemur inn í afleysingar þegar farið er í skólaheimsóknir og annað. Tveir elstu árgangarnir munu vera með yngsta stigi grunnskóladeilda á sundnámskeiði í haust. Ekki eru hafnar framkvæmdir á lóð Krílabæjar. Krílabær er opinn frá kl. 7:45 – 16 mánudaga til fimmtudaga og 7:45 – 15 á föstudögum.

Skólahópar beggja leikskóladeilda fara í heimsókn í Þingeyjarskóla einu sinni í viku á haustönn, ekki er búið að skipuleggja næstu annir. Einu sinni á hverri önn munu börnin á Krílabæ heimsækja Barnaborg og öfugt.

Nanna segir frá starfinu á Barnaborg. Þar eru nú 20 börn og munu 3 bætast við í lok september. Starfsemin fer fram í tveimur húsum, Barnaborg og Víðigerði. Opið er frá 7:30 – 16:30 mánudaga – fimmtudaga en á föstudögum frá 7:45 – 14. Fimm starfsmenn vinna á deildinni í mismunandi hlutföllum.

Ólafur fór yfir starfið í Stórutjarnaskóla.

Nemendur grunnskóladeildar eru 41 og leikskóladeildar 11.

Grunnskólakennsla eru 188 tímar, þar af sérkennsla 15 tímar og bókasafn 6.

Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 23. júní sl. að inntökualdur barna á leikskólann Tjarnarskjól yrði lækkaður í 1 árs.

Fræðslunefnd bendir á að endurskoða þurfi rekstraráætlun Tjarnarskjóls með tilliti til þess.

Heiðrún Tryggvadóttir leikskólakennari var ráðin í hlutastarf við Tjarnarskjól.

Haldið var áfram malbikun á plani í sumar og búið er að kaupa teppi á neðri ganginn.

Farið verður í nýtt vistheimtarverkefni með Landvernd í haust.

2.         Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit (drög)

Farið var yfir drög að reglum Þingeyjarsveitar um skólaakstur í Þingeyjarsveit.

Fræðslunefnd leggur til eftirfarandi breytingar á drögunum:

3. grein: Orðalagsbreyting

4. grein: Taka út leiðir og hafa þær í fylgiskjali

Fræðslunefnd leggur áherslu á að skilgreina þurfi skólahverfin í Þingeyjarsveit.

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með breytingartillögum fyrir sitt leyti.

3.         Bréf frá Menntamálastofnun frá 21. júní 2016 um nýjar endurskoðaðar verklagsreglur fagráðs eineltismála í grunnskólum.

Margrét fór yfir bréfið.

4.         Bréf frá Velferðarvaktinni frá 9. ágúst 2016 og Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3. maí þar sem vakin er athygli á kostnaði foreldra vegna námsgagna nemenda.

Margrét fór yfir bréfin. Fram fór umræða um kostnað foreldra vegna námsgagna í skólum sveitarfélagsins. Skólastjórar beggja skóla tóku málið fyrir á kennarafundum og eru þeir sammála um að upphæðirnar séu tiltölulega lágar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 22:15