59. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

30.05.2016

59. fundur

Fræðslunefnd, fundur nr. 59
Dags. 30.5.2016

Fræðslunefnd – 30.5.2016

59. fundur.

30. maí 2016 kl. 14:30

Fundarstaður:  Þingeyjarskóli


Fundarmenn:                                                          

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                            

Böðvar Baldursson                           

Hanna Sigrún Helgadóttir                             

Vagn Sigtryggsson

Sigurlaug Svavarsdóttir

Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla

Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri Krílabæ

Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri í Barnaborg

Þorbjörg Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla

Knútur Emil Jónasson, fulltrúi foreldra við grunnskóladeild Þingeyjarskóla

Sigríður Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra við Barnaborg

Gunnar Ingi Jónsson, fulltrúi foreldra við Krílabæ

Hanna Sigrún ritaði fundargerð


Dagskrá:

1.            Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

2.            Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

3.            Málefni leikskóla m.a. starfið, skóladagatal, fjöldi nemenda, mönnun, húsnæðismál, viðhaldsþörf húsnæðis og lóða.

4.            Þjóðarsáttmáli um læsi.

5.            Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

6.            Trúnaðarmál.

Fyrir fundinn skoðuðu fundarmenn leikskólann Barnaborg og fengu kynningu á húsnæðinu frá deildarstjórum.

Margrét setti fundinn.

1.         Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

Farið yfir skóladagatal Þingeyjarskóla fyrir skólaárið 2016 – 2017. Skólasetning verður 23. ágúst og skólaslit 30. maí. Skóladagar eru 180, fjórir tvöfaldir. Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda, þar af verður einum skipt svo að fjórir starfsdagar verða heilir og tveir hálfir. Vetrarfrí er dagana 27. og 28. október annars vegar og 27. og 28. febrúar hins vegar.

Jóhann segir að stefnt sé á aukið samstarf við skóla í nágrenninu, þá sé sérstaklega horft til miðstigs, en einnig unglingastigs og Framhaldsskólans á Laugum.

Umræða um sundkennslu í 1. – 4. bekk. Skóladagatal gerir ráð fyrir að sund á yngsta stigi sé kennt í námskeiðsformi að hausti og vori líkt og sl. skólaár.

Skólaþing er áætlað 1. september með aðkomu nemenda, starfsmanna og foreldra.

Gert er ráð fyrir að nemendur í grunnskóladeild verði 60 næsta vetur. Kennsluhóparnir verði 5. Stöðugildi kennara eru 11,4 og kennslustundir samtals 290, þar af bein kennsla ásamt sérkennslu og bókasafni 255 stundir.

Berglind Gunnarsdóttir lætur af störfum við skólann í vor og mun Sigurður Ólafsson hætta skólaakstri. Aðrar breytingar eru ekki fyrirhugaðar á starfsmannahaldi.

Áfram er lögð áhersla á teymiskennslu og verður sérstök áhersla lögð á yngsta stigið næsta vetur.

Stigsnámskrár eru vel á veg komnar en lengra í land með skólanámskrá.

Jóhann segir frá stoðþjónustu.

Heimasíða skólans var opnuð á dögunum en auk þess er skólinn með virkar síður á Facebook.

Jóhann segir frá góðum árangri nemenda í Stóru upplestrarkeppninni.

Jóhann, ásamt tveimur kennurum, fóru í vetur á námskeið um jákvæðan aga. Stefnt er að því að hefja innleiðingu á þeirri stefnu í leik- og grunnskóladeildum næsta vetur.

Varðandi viðhald, þá verður hljóðvist í matsalnum bætt í sumar. Klára þarf málningarvinnu innanhúss og laga niðurföll af þaki. Einnig þarf að skipta um gler í rúðum í austurhlið kennsluálmu þar sem mjög heitt verður þegar sólin skín.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal og kennslustundafjölda fyrir sitt leyti.

Fræðslunefnd þakkar Berglindi Gunnarsdóttur og Sigurði Ólafssyni vel unnin störf fyrir skólann.

2.         Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

Tónlistardeild fylgir skóladagatali grunnskóladeildar. Stöðugildi kennara eru 2,2.

Nemendur voru 59 sl. vetur, þar af 55 úr grunnskóladeild og 4 nemendur Framhaldsskólans á Laugum. Allir nemendur skólans fá auk þess tónmenntakennslu.

Nemendatónleikar voru haldnir 12. maí þar sem flestir nemendur komu fram. Einnig hafa nemendur komið fram á ýmsum viðburðum skólans auk þess sem þeir hafa komið fram á samkomum eldri borgara.

Gestakennari frá Svíþjóð kom í maí og fengu allir nemendur kennslu í marimbaslætti. Lauk heimsókn hennar með tónleikum sem vöktu lukku.

Gert er ráð fyrir að kennslustundafjöldi næsta vetur verði með svipuðu sniði og verið hefur.

3.         Málefni leikskóla m.a. starfið, skóladagatal, fjöldi nemenda, mönnun, húsnæðismál, viðhaldsþörf húsnæðis og lóða.

Nanna segir frá starfinu á Barnaborg en þar byrjuðu 17 börn í haust en eru 20 nú í vor. Gert er ráð fyrir að nemendur verði 20 næsta haust, þar af 4 í elsta árganginum og að mönnun verði óbreytt frá því sem nú er.

Skólanámskrá er langt komin og stefnt að því að ljúka vinnu við hana í júní.

Sumarleyfi hefst 24. júní og opnar leikskólinn aftur 9. ágúst.

Margir foreldrar hafa óskað eftir lengri vistun mánudaga til fimmtudaga, þannig að skólinn opni 7:30 og loki 16:30 þá daga, óbreytt opnun verði á föstudögum. Um er að ræða foreldra u.þ.b. 8-10 barna og telja stjórnendur að þetta sé mögulegt með því að skipuleggja vinnutíma starfsmanna þannig að ekki þurfi að greiða yfirvinnu.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lengja opnunartíma Barnaborgar sem þessu nemur.

Birna segir frá starfinu á Krílabæ en þar byrjuðu 14 börn í haust en eru 11 nú í vor. Gert er ráð fyrir að nemendur verði 6 næsta haust, þarf af 1 í elsta árganginum. Skoða þarf mönnun fyrir næsta vetur.

Skólanámskrá er að mestu leyti tilbúin.

Sumarleyfi hefst 24. júní og opnar leikskólinn aftur 10. ágúst.

Reiknað er með sama opnunartíma og verið hefur næsta vetur.

Undirbúningur að endurbótum á lóð Krílabæjar er hafinn.

Farið var yfir tillögu að verklagsreglum fyrir leikskóladeildir Þingeyjarskóla.

Fræðslunefnd óskar eftir lengri tíma til að fara yfir tillöguna og mun afgreiða hana rafrænt á næstu dögum.

Umræða um tillögu frá starfsfólki Barnaborgar um að flytja starfsemi Barnaborgar í parhús á skólalóð Þingeyjarskóla.

Fræðslunefnd leggur til að skólastjóra og deildarstjórum Barnaborgar verði falið að skoða þennan möguleika nánar og láta gera ítarlegt kostnaðarmat svo fljótt sem auðið er. Einnig að meta á sama hátt möguleika á því að færa leikskóladeildina inn í húsnæði Þingeyjarskóla. Nauðsynlegt er að finna lausn á húsnæðismálum Barnaborgar til framtíðar.

4.         Þjóðarsáttmáli um læsi.

Margrét og Jóhann fóru yfir niðurstöður úr lesskilningshluta samræmdra prófa í íslensku í 10. bekk. Þingeyjarskóli er yfir landsmeðaltali og rétt undir settu markmiði mennta- og menningarmálaráðuneytis.

5.         Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

Margrét fór yfir rekstrarniðurstöðu Þingeyjarskóla á síðasta ári og eru tónlistardeildir innan áætlunar en leik- og grunnskóladeildir fóru fram úr áætlunum. Skrifast framúrkeyrslan að stærstum hluta á launahækkanir vegna kjarasamninga sem ekki var áætlað fyrir.

Staða deilda nú (eftir fyrstu 4 mánuði ársins ásamt fyrirframgreiddum launum í maí) er sú að almennur rekstur er almennt á eða undir áætlun en launaliðir stefna framúr. Nauðsynlegt er að endurskoða launaliði áætlunarinnar m.t.t. kjarasamninga sem gerðir hafa verið.

6.         Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

Áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn undir þessum lið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:15