58. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

23.05.2016

58. fundur

Fræðslunefnd, fundur nr. 58
Dags. 23.5.2016


58. fundur.

23. maí 2016 kl. 15:45

Fundarstaður:  Stórutjarnaskóli

Fundarmenn:                                                          

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                            

Böðvar Baldursson                           

Hanna Sigrún Helgadóttir                             

Vagn Sigtryggsson

Anna Karen Arnarsdóttir í fjarveru Sigurlaugar Svavarsdóttur

Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla

Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla

Birna Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

Hanna Sigrún ritaði fundargerð


Dagskrá:

1.            Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

2.            Málefni grunnskóla m.a. starfið undanfarið, starfið næsta vetur, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

3.            Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

4.            Málefni leikskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun

5.            Þjóðarsáttmáli um læsi.

6.            Bréf sem hafa borist.

Margrét setti fundinn.

1.         Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

Margrét fór yfir rekstrarniðurstöðu Stórutjarnaskóla á síðasta ári og fóru allar deildir fram úr áætlunum. Skrifast framúrkeyrslan að stærstum hluta á launahækkanir vegna kjarasamninga sem ekki var áætlað fyrir.

Staða deilda nú (eftir fyrstu 4 mánuði ársins ásamt fyrirframgreiddum launum í maí) er sú að almennur rekstur er undir áætlun en launaliðir stefna framúr. Nauðsynlegt er að endurskoða launaliði áætlunarinnar m.t.t. kjarasamninga sem gerðir hafa verið.

2.         Málefni grunnskóla m.a. starfið undanfarið, starfið næsta vetur, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

Ólafur leggur fram áætlun um kennslustunda- og nemendafjölda næsta skólaár. Gert er ráð fyrir að nemendur verði 41 í fjórum hópum og kennslustundir 182 (167 til almennrar kennslu og 15 til sérkennslu). Kennsla og störf á bókasafni verði 6 tímar.

Farið var yfir skóladagatal. Skóladagar eru 180, þrír tvöfaldir. Skólasetning verður 25. ágúst og skólaslit 1. júní. Stefnt er að því að fara með alla nemendur í vettvangsferð 30. ágúst og verður vistheimtarverkefni unnið í samstarfi við Landvernd þann 29. ágúst sem hluti af grænfánaverkefni skólans.

Einn kennari, Inga Árnadóttir lætur af störfum í vor og hefur Anita Karin Guttesen verið ráðin í hennar stað.

Farið var yfir áætlun um viðhald og framkvæmdir 2016. Byrjað verður á að malbika plan á næstu dögum, malbika á tæpan helming þess sem eftir er nú í vor.

Fræðslunefnd samþykkir kennslustundafjölda og skóladagatal Stórutjarnaskóla fyrir sitt leyti.

Fræðslunefnd þakkar Ingu Árnadóttur vel unnin störf fyrir Stórutjarnaskóla og býður Anitu Karin Guttesen velkomna til starfa.

3.         Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

Gert er ráð fyrir að kennslustundafjöldi verði 30 kennslustundir eins og verið hefur og starfsmannahald verði óbreytt frá því sem nú er.

4.         Málefni leikskóladeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun.

Útlit er fyrir að nemendafjöldi næsta haust verði 10 nemendur og starfsmannahald óbreytt frá því sem nú er.

Sumaropnun hefst 25. maí og verður opið frá kl. 8 - 16 fjóra daga vikunnar, mánudaga til fimmtudaga. Sumaropnun á að standa til 7. júlí. Útlit er fyrir að fá börn muni nýta opnunina eftir miðjan júní.

Ástæða er til þess að skoða fyrirkomulag á sumaropnun fyrir næsta skólaár. Skóladagatal leikskólans fylgir skóladagatali grunnskólans fyrir utan sumaropnun. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal og sumaropnun leikskólans fyrir sitt leyti.

5.         Þjóðarsáttmáli um læsi.

Margrét og Ólafur fóru yfir niðurstöður úr lesskilningshluta samræmdra prófa í íslensku í 10. bekk. Stórutjarnaskóli er vel yfir landsmeðaltali sem og settu markmiði mennta- og menningarmálaráðuneytis.

6.         Bréf sem hafa borist.

Margrét gerir grein fyrir bréfum sem hafa borist.

Mennta- og menningarmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra, af hálfu ríkisins, og Samband íslenskra sveitarfélaga, f.h. sveitarfélaga, hafa gert með sér samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Samkomulagið gildir til 31. desember 2018.

Fræðslunefnd lýsir ánægju með samkomulagið. 

Ábending frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til skólanefnda um kostnað vegna námsgagna.

Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að fara yfir þessi mál á kennarafundi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:00