55. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

05.10.2015

55. fundur

haldinn í Þingeyjarskóla mánudaginn 05. október kl. 20:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                             
Böðvar Baldursson                            
Hanna Sigrún Helgadóttir                              
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla
Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri Krílabæjar
Þorbjörg Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla
Elín Eydís Friðriksdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóladeildar Þingeyjarskóla og Krílabæjar
Jón Sverrir Sigtryggsson, fulltrúi foreldra grunnskóladeildar Þingeyjarskóla
Marteinn Gunnarsson, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla
Sigríður Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra á Barnaborg

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Margrét Bjarnadóttir setti fundinn og bauð Jóhann Rúnar velkominn til starfa sem skólastjóra Þingeyjarskóla.  

Dagskrá:

1.            Málefni frá skólastjórum m.a. starfið í haust, kennslustundafjöldi, fjöldi nemenda og mönnun í grunn-, leik- og tónlistarskóladeildum.

2.            Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur milli ríkis og sveitarfélaga.

3.            Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga um grunnskóla nr. 91/2008 og leikskóla nr. 90/2008.

4.            Rekstrarstaða fræðslumála nú og undirbúningur fjárhagsáætlunar næsta árs.

5.            Skólaþing sveitarfélaga.

6.            Breyting á skóladagatali Þingeyjarskóla.

Í upphafi fundar leiddi Jóhann Rúnar fundarmenn um húsakynni Þingeyjarskóla

1.         Málefni frá skólastjórum m.a. starfið í haust, kennslustundafjöldi, fjöldi nemenda og mönnun í grunn-, leik- og tónlistarskóladeildum.

Jóhann Rúnar fer yfir starfið í Þingeyjarskóla

Þar eru 31 nemandi í leikskóladeildum og 72  nemendur í grunnskóladeild.

Kennslustundafjöldi er 245 (skiptistundir og sérkennsla innifalið)

Stöðugildi við grunnskólann skiptast þannig:

Kennarar eru í 11,5 stöðugildum – kennsluhópar eru fimm í þremur teymum.

Önnur stöðugildi skiptast þannig að skólaliðar eru 3,3, stuðningsfulltrúi 1, matráðar 2,6 og húsvarsla 0,6.

Stöðugildi á Barnaborg eru í heildina 6,16, þar af matráður 0,84 og ræsting 0,73.

Stöðugildi á Krílabæ eru 4,87, þar af 0,75 matráður og 0,41 ræsting. 

Í tónlistardeild eru 2,2 stöðugildi, kennslutímar eru 43,24 og nemendur 59. Pétur deildarstjóri sér um tónlistarkennslu í Krílabæ og Ásta Margrét á Barnaborg. 4 tímar eru kenndir á Laugum eftir að kennsludegi lýkur, þar af er einn framhaldsskólanemi.

Skólinn er í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum. Nemendur 8. – 10. bekkjar nýta raungreinastofu framhaldsskólans einu sinni í viku og fá kennslu í verklegum raungreinum. Kennari þeirra í Þingeyjarskóla fylgir þeim í þessa tíma. Nemendur í starfsnámi á íþróttabraut FL koma að íþróttakennslu nemenda á miðstigi einu sinni í viku. Þeir kenna nemendum undir stjórn íþróttakennara FL og Þingeyjarskóla.

Nýtt kennslufyrirkomulag var tekið upp í haust, svokölluð teymiskennsla.

Jóhann segir ánægjulegt hve vel starfsmannahópurinn hristist saman við teymiskennslu. Í heildina gengur þetta vel þó eftir eigi að sníða af því einhverja hnökra. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir kom á starfsdögum og hjálpaði við innleiðingu teymiskennslu og teymisvinnu.

Einnig er skólinn í samstarfi við ungmennafélagið Eflingu. Nemendur í 1. – 4. bekk hafa val um að fara í krakkablak 1x í viku á Ýdölum undir stjórn þjálfara á vegum Eflingar. Þetta er á þeim tíma sem nemendur eru annars í frístund og bíða eftir heimakstri.

Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur kom og vann með starfsmannahópnum í ágúst. Kom aftur í september og vann með starfsmönnum og hélt fyrirlestur fyrir foreldra. Ánægja er með hans aðkomu.

SAFT var með fræðslu í byrjun október fyrir nemendur og foreldra um tölvunotkun og netöryggi.

Stöðugildum við skólann hefur fækkað úr 38,86 í fyrra niður í 32,23 nú.

Á Barnaborg er nú skipt deildarstjórn og er Jóhann ánægður með starfið þar sem og á Krílabæ.

Birna fer yfir starfið á Krílabæ.

Á Krílabæ eru 14 börn, öll nema eitt í fullri vistun. Tónlistarkennsla er 1x í viku, íþróttir og sund 1x í viku. Samstarf við grunnskólann er að hefjast. Elstu börnin munu þá koma í grunnskólann í annari hvorri viku og heimsækja Barnaborg í leiðinni. Hugmyndin er að auka fjölda ferða eftir áramótin.

 

Ólafur fór yfir starfið í Stórutjarnaskóla.

Nemendur leikskóladeildar eru 8 en verða 10 þegar líður á veturinn. Stöðugildi þar eru 2,27 og er frístund þar innifalin.

Stöðugildi eru 1,9 í eldhúsi, 2 skólaliðar, 1 húsvörður og 1,6 annað.

Grunnskólakennsla er 187 kennslustundir og nemendur eru 41.

Við tónlistardeild eru 28,64 kennslustundir, 1.66 stöðugildi.

Starfið í vetur verður með hefðbundnu sniði. Vinna við skólanámskrá gengur ágætlega en þó nokkuð í land. Skólinn er með útiskóla og í nordPlus samstarfi.

 2.         Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur milli ríkis og sveitarfélaga

Sveitarstjóri hefur undirritað þjóðarsáttmála um læsi fyrir hönd sveitarfélagsins. Sáttmálinn var lagður fram til kynningar. 

Fræðslunefnd hvetur sveitarfélagið, starfsfólk skólanna, nemendur og foreldra til að taka heilshugar þátt í átakinu og halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið.

 3.         Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga um grunnskóla nr. 91/2008 og leikskóla nr. 90/2008.

Farið var yfir athugasemdir sem skólastjórum bárust eftir könnun á innleiðingu laganna sem gerð var í október 2014. Skólastjórar gerðu grein fyrir stöðu mála nú.

4.         Rekstrarstaða fræðslumála nú og undirbúningur fjárhagsáætlunar næsta árs.

Farið yfir stöðuna í rekstri skólanna m.v. 31. ágúst 2015. Launaliðir eru að fara fram úr áætlun og skrifast það að mestu leyti á nýja kjarasamninga. Áætlun var ekki uppfærð m.t.t. launahækkana. Aðrir liðir eru á áætlun.

Fræðslunefnd stefnir að vinnufundi til að undirbúa fjárhagsáætlunargerð.

Birna minnir á bókun fræðslunefndar frá fundi 1. júní s.l. varðandi endurbætur á lóð Krílabæjar.

Sigríður minnir á bókun foreldrafélags Barnaborgar frá fræðslunefndarfundi 1. júní s.l. varðandi húnsnæðismál Barnaborgar.

5.         Skólaþing sveitarfélaga

Margrét segir frá því að skólaþing sveitarfélaganna verður haldið í Reykjavík 2. nóvember n.k.

6.         Breyting á skóladagatali Þingeyjarskóla

Fræðslunefnd samþykkti í tölvupósti 18. ágúst s.l. að skólasetningu Þingeyjarskóla yrði frestað um 3 daga vegna þeirra framkvæmda og breytinga sem stóðu yfir á starfsemi skólans.

Fræðslunefnd felur skólastjóra að útfæra hvernig þessum dögum verði mætt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 22:10