49. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

11.11.2014

49. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla þriðjudaginn 11. nóvember kl. 15:30

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður
Böðvar Baldursson                            
Hanna Sigrún Helgadóttir                              
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla
Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla
Birna Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

 

Starfsmenn

Gerður Sigtryggsdóttir, aðalbókari Þingeyjarsveitar sat fundinn undir liðum 1 - 3

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Margrét Bjarnadóttir setti fundinn       

Dagskrá:

1.         Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2015

2.         Drög að gjaldskrá fyrir mötuneyti í leik- og grunnskólum Þingeyjarsveitar

3.         Gjaldskrár v. leikskóla- og tónlistarnáms í Þingeyjarsveit

4.         Málefni frá skólastjóra

5.         Bréf sem hafa borist

6.         Önnur mál

 

1.         Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2015

Leikskólakennararnir Torfhildur og Hanna Berglind sátu fundinn undir byrjun þessa liðar.

Í tengslum við fjárhagsáætlun segir Torfhildur frá könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna á leikskólanum Tjarnarskjóli um þörf á sumaropnun. Niðurstaðan er sú að foreldrar óska eftir opnunartíma frá kl. 8-16 á sumrin, 4 daga í viku. Umræða um útiaðstöðu, bæta þarf hana og þörf er á girðingu til að auka öryggi. Skoða þarf mötuneytismál og ræstingar þegar leikskólastarf er utan starfstíma grunnskóla. Einnig þyrfti að ráða starfsmann í u.þ.b. 5 vikur þ.e. í júní og eina viku í ágúst. Þetta kallar á að íbúðamál séu skoðuð en íbúð sem leikskólastarfsmaður er í er leigð til hótelsins yfir sumartímann.

Fræðslunefnd mælir með sumaropnun 4 daga í viku frá kl 8-16 og að gert sé ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun. Leikskólinn yrði þó lokaður í 6 vikur samfellt. Foreldrar þurfa að staðfesta hvort þeir muni nýta þessa opnun fljótlega eftir áramót.

Farið að öðru leiti yfir fjárhagsáætlun fyrir Tjarnarskjól.

Fræðslunefnd samþykkir hana fyrir sitt leyti en fer fram á að aðalbókari og skólastjóri fari betur yfir launaliðinn og skýri tilkomu þeirrar yfirvinnu sem þar kemur fram.

Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir grunnskólann. 

Áætlun fyrir skólaakstur 2015 má lækka um 5 milljónir. Aðkeypt kennsla þarf að hækka um 200 þúsund og Skóla- náms- og sálfræðiráðgjöf um 260 þúsund.

Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti en fer fram á að aðalbókari og skólastjóri fari betur yfir launaliðinn og skýri tilkomu þeirrar yfirvinnu sem þar kemur fram.

Fram kom að þörf er á að endurnýja tölvukost skólans og beinir fræðslunefnd því til sveitarstjórnar að það verði skoðað.

Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir tónslistardeildina.

Athuga þarf hvort lækka þurfi tekjur vegna skólagjalda.

Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

2.         Drög að gjaldskrá fyrir mötuneyti í leik- og grunnskólum Þingeyjarsveitar

Margrét leggur fram drög að gjaldskrá fyrir mötuneyti grunn- og leikskóla Þingeyjarsveitar.

Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskrár fyrir grunnskólana séu samræmdar innan sveitarfélagsins. Mun þá gjaldskráin lækka í Stórutjarnaskóla en hækka í Þingeyjarskóla. Í leikskólum hækkar gjaldskráin á Krílabæ og Barnaborg lítillega en er óbreytt á Tjarnarskjóli.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

3.         Gjaldskrár v. leikskóla- og tónlistarnáms í Þingeyjarsveit

Umræða um hvort hækka eigi gjöld fyrir leik- og tónlistarskóla sem nemur verðlagsbreytingum, 3,4%.

Ákvörðun frestað til næsta fundar

4.         Málefni frá skólastjóra

Ólafur vekur athygli á að endurnýja þarf skilrúm milli skólastofa og minnir á súpufundinn 12. nóvember.

5.         Bréf sem hafa borist

Margrét segir frá samkomulagi milli velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn með framburðarfrávik, málþroskafrávik og stam, frá maí 2014.

Einnig segir hún frá fræðsluriti ætlað kennurum, stjórnendum og rekstraraðilum leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla um rödd, hlustun og kennsluumhverfið. 

Margrét segir einnig frá handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum sem hefur verið birt á heimasíðu mennta- og menningarmálráðuneytis.

6.         Önnur mál

Skólaráð Stórutjarnaskóla fundaði 14. október s.l. Á þeim fundi fór Ólafur yfir að unnið væri að úttektum á skólamálum í Þingeyjarskóla og fór hann yfir bókanir fræðslunefndar um málið frá 16. september s.l. eins og farið hafði verið fram á.

Ólafur afhenti fundarmönnun Skráarskrá – valda hluta úr Skólanámskrá Stórutjarnarskóla.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 19:00