48. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

16.09.2014

48. fundur

haldinn í Litlulaugaskóla þriðjudaginn 16. september kl. 20:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður
Böðvar Baldursson
Hanna Sigrún Helgadóttir
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir, skólastjóri Þingeyjarskóla
Aðalsteinn Már Þorsteinsson, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Víðir Pétursson, fulltrúi foreldra Þingeyjarskóla/Litlulauga
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnarskóla
Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnarskóla
Hólmfríður Rúnarsdóttir fulltrúi foreldra við Stórutjarnarskóla
Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri Krílabæ
Sigríður Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra á Barnaborg
Ásdís Inga Sigfúsdóttir, deildarstjóri á Barnaborg

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Margrét Bjarnadóttir setti fundinn       

Dagskrá:

1.         Kosning varaformanns og ritara

2.         Erindisbréf fræðslunefndar

3.         Erindi frá sveitarstjórn: Kynning á samningum um ráðgjöf vegna skólamála í Þingeyjarskóla

4.         Málefni frá skólastjórum, m.a. starfið í haust og starfið fram undan, fjöldi nemenda og mönnun í grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskóladeildum.

5.         Reglugerð 584/2010 um sérfræðiþjónustu

6.         Úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum, m.a. Þingeyjarsveit

7.         Önnur mál

 

1.         Kosning varafomanns og ritara

Margrét lagði til að Böðvar Baldursson yrði kjörinn varaformaður og Hanna Sigrún Helgadóttir ritari

Samþykkt samhljóða

2.         Erindisbréf fræðslunefndar

Farið yfir erindisbréf fræðslunefndar

Samþykkt án breytinga

3.         Erindi frá sveitarstjórn: Kynning á samningum um ráðgjöf vegna skólamála í Þingeyjarskóla

Margrét kynnir samninga sem gerðir hafa verið HLH ehf um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla., Ráðbarð sf um viðhalds- og rýmisþörf og Skólastofuna slf. um skólaskipan vegna skólamála í Þingeyjarskóla.

Margrét greinir frá því að þessir aðilar muni kynna niðurstöður á opnum íbúafundi.

Sigurlaug gerir athugasemd við að fræðslunefndarfulltrúar hafi ekki undir höndum þessa samninga þar sem þeir eigi væntanlega að gefa umsögn um þær niðurstöður sem þessir aðilar skila.

Margrét ítrekar að allir geti skoðað samningana á skrifstofu sveitarfélagsins.

4.         Málefni frá skólastjórum, m.a. starfið í haust og starfið fram undan, fjöldi nemenda og mönnun í grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskóladeildum

Ólafur fer yfir helstu tölur fyrir Stórutjarnarskóla.

Þar eru 10 nemendur í leikskóla, 43 nemendur í grunnskóla. Kennslustundir eru 177. 

Stöðugildi skiptast þannig: 1,9 í eldhúsi, 2,5 í leikskóla og frístund, 2 skólaliðar, 1 húsvörður, 1,6 vegna stuðnings og tæplega 8 stöðugildi kennara.

4 námshópar eru í skólanum, 8 – 12 nemendur í hverjum hópi.

2 útiskólahópar, elstu árgangar leikskóla + 1. og 2. Bekkur og 3., 4. og 5. bekkur. Hvor hópur er í útiskóla 1x í viku.

U.þ.b. 30 tímar í tónlistarskóla.

Einn nýr starfsmaður hóf störf við leikskóladeild í haust, Hanna Berglind Jónsdóttir

Sigrún gerir grein fyrir Grænfánaverkefni sem skólinn tekur þátt í og ítrekar mikilvægi þess að fulltrúi sveitarstjórnar taki þátt í því en sveitarstjóri gerði það á síðastliðnu skólaári. Einnig frá þátttöku skólans í verkefninu „Heilsueflandi skólar“.

ÓIafur segir frá NordPlus verkefni sem skólinn hefur verið að taka þátt í og hefur falist í nemendaskiptum við skóla í Danmörku en nú snúist það um kennaraheimsóknir.

Harpa fer yfir helstu tölur fyrir Þingeyjarskóla

Þar eru 78 nemendur í grunnskóla, 38 á Hafralæk og 40 á Litlulaugum.

4 námshópar eru á Hafralæk og 5 á Litlulaugum, 6 – 12 nemendur í hverjum námshópi.

Kennslustundir eru 385,15 – 181 á Hafralæk og 202,15 á Litlulaugum, samtals 363,15 ef afsláttur er dreginn frá.

Leikskólabörn eru 40, 18 á Krílabæ og 22 á Barnaborg.

Stöðugildi skiptast þannig

Á Hafralæk eru stöðugildi kennara 7,53, skólaliða 2,33, matráða 1,84 og húsvarsla 0,6 

Á Litlulaugum eru stöðugildi kennara 7,96, skólaliða 1,83, matráða 1,8 og stuðningsfulltrúa 0,7.

Á Barnaborg  eru stöðugildi 6,86 – þar er inni matráður og ræsting í tveimur húsum

Á Krílabæ eru stöðugildi 4,16

Við Tónlistardeild á Hafralæk er deildarstjóri í 100% starfshlutfalli og leiðbeinandi í 44% starfshlutfalli. Þar eru 27 nemendur – 22,8 tímar.

Við Tónlistardeild á Litlulaugum er deildarstjóri í 100% starfshlutfalli auk kennara með 8,6 stundir á viku og 2 stunda á viku við Tónlistarskólann á Akureyri. Þar eru 36 nemendur – 30,1 tími.

Nýr starfsmaður er í tónlistardeild við Hafralækjarskóla (44%), Guðmundur Helgi Bjarnason

Nýr starfsmaður er á Krílabæ (í 50-60% stöðugildi), Búi Stefánsson

Nýr kennari er í afleysingum á Hafralæk, Anita Karen Guttesen 

Nýr stuðningsfulltrúi við Litlulauga Erla Rut Jónsdóttir. 

Nýr starfsmaður á Barnaborg er einnig iðjuþjálfi í 20% stöðu við skólana, María Einarsdóttir.

Harpa og Aðalsteinn greindu frá áhugaverðum verkefnum sem unnin voru á haustþemadögum, m.a. heimsókn sem miðstig fór í á alla bæi sem nemendurnir koma frá.

Nokkrar iPad spjaldtölvur voru keyptar síðasta vetur og stefnt er að því að allir nemendur á unglingastigi muni hafa iPad til umráða.

Rætt var um að tímabundinn stuðning þurfi á leikskólanum Krílabæ vegna nýs nemanda sem er af erlendu bergi brotinn vegna tungumálaörðugleika.

Fræðslunefnd mælir með að sá stuðningur verði veittur

 5.         Reglugerð 584/2010 um sérfræðiþjónustu

Margrét fer yfir aðra grein reglugerðarinnar um inntak og markmið sérfræðiþjónustu.

6.         Úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum, m.a. Þingeyjarsveit

Margrét segir frá skýrslunni.

Fræðslunefnd lýsir ánægju með úttektina og niðurstöður hennar.

Helstu úrbætur sem gera þarf skv. skýrslunni:

·         Efla verkferla og verklagsreglur um framkvæmd þjónustunnar 

·         Kynna verkferla fyrir foreldrum og starfsfólki og hafa aðgengilega á heimasíðum skólanna

·         Mikilvægt að fræðslunefnd/sveitarstjórn sinni eftirlitshlutverki varðandi eftirfylgni og mat á árangri

Fram kemur í skýrslunni að æskilegt sé að tengiliður þurfi að vera utan skóla sem foreldrar geta leitað til vegna aðgengis að sérfræðiþjónustu.

Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að kanna hver sá aðili ætti að vera.

7.         Önnur mál

I.              Margrét segir frá framlengingu á samningi við Reyni ráðgjafastofu varðandi starfsemi Þingeyjarskóla.

II.            Umræður um stöðu nýbúa í samfélaginu og hugsanlega aðkomu sveitarfélagsins að íslenskukennslu. Æskilegt væri að hafa íslenskunámskeið á Laugum vegna fjölda íbúa af erlendu bergi brotnu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 22:30