7. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

15.02.2023

7. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Stórutjarnaskóla miðvikudaginn 15. febrúar kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir, Sigurður Narfi Rúnarsson, Sigrún Jónsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Áheyrnarfulltrúar:
Birna Davíðsdóttir fulltrúi Skólastjórnenda
Dóra Rún Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólastarfsmanna
Álfheiður Þórðardóttir fulltrú kennara

Starfsmenn

Alma Dröfn Benediktsdóttir

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir

 

Dagskrá:

 

 

1.

Skólanámskrá Barnaborgar 2023-2028 - 2301011

 

Málinu var frestað á síðasta fundi. Lögð fram til samþykktar ný skólanámskrá Barnaborgar 2023-2028. Deildarstjóri Barnaborgar kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti skólanámskrána.

 

Nefndin þakkar deildarstjóra fyrir greinargóða og ítarlega skólanámskrá og samþykkir hana fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

 

   

2.

Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028

 

Samið hefur verið við Skólastofuna slf um gerð nýrrar skólastefnu fyrir sveitarfélagið. Nefndinni er falið að koma með tillögu að starfshóp til að leiða vinnuna ásamt ráðgjafa.

 

Nefndin leggur til að í starfshópnum verð Arnór Benónýsson, Eygló Sófusdóttir, Gunnhildur Hinriksdóttir og skólastjórnendur Þingeyjarskóla, Stórutjarnaskóla og Reykjahliðarskóla. Verkefnastjóri fjölskyldusviðs væri starfsmaður hópsins.

 

Samþykkt

 

   

3.

Skólastarf Stórutjarnaskóla - 2302012

 

Skólastjóri Stórutjarnaskóla fór yfir skólastarfið og hvað er framundan.

 

Nefndin þakkar skólastjóra Stórutjarnaskóli fyrir góða yfirferð á skólastarfinu.

Skólaárið 2022-2023 eru 5 námshópar, leikskóladeild 6 nemendur á aldrinum 1 árs til 4 ára, Hópur 1 eru 7 nemendur: 1 í fyrsta bekk, 5 í öðrum bekk og 1 í þriðja bekk. Hópur 2 eru 9 nemendur, 1 í fjórða bekk og 8 í fimmta bekk. Hópur 3 eru 7 nemendur, 3 í sjötta bekk og 4 í sjöunda bekk. Hópur 4 eru 9 nemendur, 2 í áttunda bekk, 3 í níunda bekk og 4 í tíunda bekk. Samtals 32 í grunnskóladeild og 6 í leikskóladeild alls 38 nemendur þetta skólaárið. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir fjölgun í leikskóladeild í haust en fækkun í grunnskóladeild.

Skólaslit verða 2. júní en leikskóladeild verður opin til 15. júlí.

Auk hefðbundins skólastarfs er í vetur unnið að innleiðingu teymisvinnu og gengur það ferli vel. Stórutjarnaskóli er bæði Grænfánaskóli og Heilsueflandi skóli og eru umhverfis- og lýðheilsu verkefni ofarlega á baugi eins og endranær og verður að venju haldið Umhverfis- og lýðheilsuþing í mars. Þá er skólinn þátttakandi í Erasmus verkefni og fáum við erlenda kennara í vikuheimsókn í mars. Við höfum verið dugleg að fá sérfræðinga með fyrirlestra inn í skólann fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra í vetur. Nú er unnið að því að klára umbótaáætlun eftir ytra mat og einnig að útfærslu á styttingu vinnuviku grunnskólakennara.

Fram undan er gerð nýrrar skólastefnu sveitarfélagsins og skipulagning á samstarfi við Þingeyjarskóla og Reykjahlíðarskóla. Einnig er SAM-skólastarfið komið í eðlilegar skorður eftir covid.

Árshátíð var í nóvember, dansvika í desember og nú í febrúar var þorrablót með breyttu sniði þar sem við héldum eitt sameiginlegt þorrablót allra nemenda og starfsfólks og buðum foreldrum allra nemenda. BD

 

Lagt fram

 

   

4.

Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

 

Lagt fram lokamat á umbótaáætlun í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar.
Ásgarður hefur verið með umsjón og eftirfylgni með umbótaráætlun.
Einnig lagt fram svarbréf til Menntamálaráðuneytisins.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 16:30.