8. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

15.03.2023

8. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Reykjahlíðarskóla miðvikudaginn 15. mars kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir
Sigurður Narfi Rúnarsson
Sigrún Jónsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Dagskrá:

 

Nefndin býður Ástu F. Flosadóttur nýráðinn verkefnastjóra fjölskyldumála velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.

1. Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028

Staða verkefnisins.
Skólastofan slf er byrjuð að tala við starfsfólk og nemendur skólanna. Niðurstöðum er safnað inn á: https://skolastofan.is/thingeyjarsveit-motun-skolastefnu/
Framundan eru íbúafundir.

Nefndin hvetur sem flesta til að taka þátt í fyrirhuguðum íbúafundum, ekkert aldurstakmark eða -lágmark. Fjölbreyttar skoðanir eru mikilvægar. Skráningarhlekkur er á heimasíðu sveitarfélagsins.

Kynnt

   

2. Málefni Reykjahlíðarskóla - 2303033

Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla fer yfir málefni skólans.

Anna Sigríður fór yfir skólastarfið í Reykjahlíðarskóla. Helstu punktar úr máli hennar: - Miklar breytingar í starfsmannahaldi bæði í leik- og grunnskólahluta, en þrátt fyrir það hefur veturinn gengið mjög vel og hún er þakklát fyrir þennan frábæra hóp starfsfólks sem hefur látið hlutina ganga upp. - Byrjað var með fjar-tónlistarkennslu á vorönn og það hefur gengið frábærlega. Allir verið mjög ánægðir með þessa nýjung. - Unglingastigið hefur farið 4 daga í viku í Þingeyjarskóla nú á vorönn, þau eru hér heima á föstudögum. Góð sátt með þetta fyrirkomulag. - Nýr námsvísir var innleiddur á haustönn til að samþætta betur námsgreinar og skólastig. Nú vinna báðir hlutar skólans eftir sama námsvísi. Hann er hugsaður sem þriggja ára plan. - Skólinn á í frábæru samstarfi við Mývetning. M.a. fengu nemendur 20 gönguskíði til afnota, nemendur hafa verið mjög duglegir að grípa í skíðin og ótrúlega gaman að fylgjast með þeim stíga sín fyrstu spor á skíðnum og sjá áhuga þeirra vaxa. Svo er það með framhaldið: - Nú eru 26 börn á leikskólanum og 40 í grunnskólanum. Það stefnir í fjölgun nemenda í báðum hlutum eftir sumarfrí, sem eru auðvitað frábærar fréttir. - Hinsvegar er útlitið í starfsmannamálunum ekki bjart. Næsta vetur stefnir í að 4 starfsmenn verði í barnseignarleyfi og einn til viðbótar í námsleyfi hluta vetrar. Þá hefur ekki tekist að manna auglýstar stöður. Það er þannig útlit fyrir að vanti fjölda starfsmanna næsta haust. - Við erum í mjög alvarlegum málum og ljóst að skerða þarf starf leikskólans gríðarlega ef ekki tekst að manna þessar stöður. Það er ekkert húsnæði í boði á svæðinu og ljóst að miðað við núverandi húsnæðismál þá verður ekki hægt að fullmanna báða skólana. Nefndin þakkar Önnu fyrir góða kynningu á skólastarfinu og þeim áskorunum sem skólastarfið stendur frammi fyrir. Nefndin lýsir yfir miklum áhyggjum af starfsmannamálum Reykjahlíðarskóla, nú þegar er skortur á starfsfólki í Leikskólanum Yl, og lítur út fyrir enn verri stöðu í haust bæði í leikskóla og grunnskóla. Skortur á húsnæði á svæðinu eykur enn á vandann þar sem fólk dregur umsóknir til baka vegna þess. Rétt væri að senda ákall til þeirra sem eiga húsnæði í sveitarfélaginu að bjóða fram húsnæði til leigu sem tímabundna lausn. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að leita allra leiða til að ráða bót á þessum bráða vanda.

Nefndin þakkar Önnu fyrir góða kynningu á skólastarfinu og þeim áskorunum sem skólastarfið stendur frammi fyrir.
Nefndin lýsir yfir miklum áhyggjum af starfsmannamálum Reykjahlíðarskóla, nú þegar er skortur á starfsfólki í Leikskólanum Yl, og lítur út fyrir enn verri stöðu í haust bæði í leikskóla og grunnskóla. Skortur á húsnæði á svæðinu eykur enn á vandann þar sem fólk dregur umsóknir til baka vegna þess.
Rétt væri að senda ákall til þeirra sem eiga húsnæði í sveitarfélaginu að bjóða fram húsnæði til leigu sem tímabundna lausn. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að leita allra leiða til að ráða bót á þessum bráða vanda.

Samþykkt

   

3. Reglur um skólavist utan lögheimilissveitarfélags - 2211027

Málið tekið upp að nýju. Hugmynd að viðbót við samþykktar reglur, nánari útfærsla.

Nefndin gerir smávægilegar breytingar á skjalinu sem lagt var fyrir fundinn og samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim breytingum.

Samþykkt

   

4. Reglur varðandi umsóknir um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum. - 2211028

Málið tekið fyrir að nýju.

Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Samþykkt

   

5. Reglur um leikskólavist í öðru sveitarfélagi - 2303030

Drög að reglum vegna leikskólavistar barna utan lögheimilissveitarfélags.

Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Samþykkt

   

6. Málefni Þingeyjarskóla - 2301009

Erindi frá skólastjóra Þingeyjarskóla. Beiðni um aukinn stuðning.

Nefndin samþykkir beiðni skólastjóra Þingeyjarskóla fyrir sitt leyti.

Samþykkt

   

7. Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu - 2303018

Verkefnastjóri fjölskyldumála sótti þjóðfund um framtíð skólaþjónustu í Hörpunni mánudaginn 6. mars.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, boðar til þjóðfundar um framtíð skólaþjónustu á Íslandi.
Tilgangur þjóðfundarins er að ræða niðurstöður samráðs um ný heildarlög um skólaþjónustu, varpa ljósi á álitamál og leita lausna í sameiningu. Að framsögu lokinni tekur við hópvinna þar sem þátttakendur ræða ýmis álitamál varðandi skólaþjónustu og leita lausna í sameiningu.

Verkefnastjóri fór yfir starfið á Þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu, en sá fundur var haldinn sem liður í undirbúningi setningu laga um skólaþjónustu.

Kynnt

Fundinn sátu Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra, Ólöf Þuríður Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna og Linda Björk Árnadóttir áheyrnarfulltrúi foreldra.

   

Fundi slitið kl. 17:00.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.