4. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

16.11.2022

4. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn Kjarna miðvikudaginn 16. nóvember kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir, Sigurður Narfi Rúnarsson, Sigrún Jónsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, 

Áheyrnarfulltrúar: Katla Ólafsdóttir

Starfsmenn

Anna Sigríður Sveinbjörnssdótttir fulltrúi skólastjóra. Alma Benediktsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, Verkefnastjóri.

 

Dagskrá:

1. Viðverustefna Leikskólans Yls - 2211026
Lögð fram til samþykktar viðverustefna Leikskólans Yls.
Skólastjóri Reykjahlíðarskóla og Leikskólans Yls kynnti stefnuna.
Skjalið lagt fram til kynningar, nefndin lýsir yfir ánægju sinni með skjalið í heild. Nefndin leggur til að skjalið verði haft til hliðsjónar við vinnslu nýrrar skólastefnu Þingeyjarsveitar.
Lagt fram

2. Leikskólinn Ylur Starfsmannamál - 2210031
Mikil mannekla hefur verið á Leikskólanum Yl í haust og frekari uppsagnir hafa borist. Það lítur út fyrir að engin faglærður starfsmaður verði á leikskólanum eftir áramót. Fram að áramótum eru starfsgildin 3.73 en til að geta sinnt undirbúningi, stuðningi og kaffitímum þurfa starfsgildin að vera lágmark 5.4. Fjögur börn eru á biðlista.

Skólastjóri Leikskólans Yls og Reykjahlíðarskóla fór yfir stöðu mála og óskar eftir því að fá að auglýsa eftir aðstoðarleikskólastjóra sem myndi sinna daglegum rekstri leikskólans í samvinnu við skólastjóra ásamt því að sinna deildarstjórastöðu.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði eftir aðstoðarleikskólastjóra.
Rætt um að fara í átaksaðgerðir vegna ástandsins.
Lagt til að viðveruhvatning úr viðverustefnunni verði tekin upp fyrir Leikskólann Yl sbr. 1. lið fundargerðarinnar
VIÐVERUHVATNING
Viðveruhvatningarkerfi leikskólans virkar þannig að fyrir hverjar 12 vikur (samfelldar) sem starfsmaður mætir 100% þá fær viðkomandi ½ dag í frí á launum. Frí/leyfi sem starfsmenn eiga rétt á teljast EKKI til frádráttar fyrir utan þann tíma sem skólarnir eru lokaðir vegna sumarleyfa. Hvatningarfríinu ráðstafar starfsmaður í öllum tilfellum í samvinnu við skólastjóra.
Samþykkt


3. Reglur varðandi umsóknir um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum. - 2211028
Verkefnastjóri leggur fram drög að reglum varðandi umsóknir um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
Nefndin óskar eftir að fá faglegt álit deildarstjóra tónlistardeilda á reglunum.
Lagt fram

4. Reglur um skólavist utan lögheimilis - 2211027
Verkefnastjóri leggur fram drög að reglum um skólavist utan lögheimilis.
Lagðar fram viðmiðunarreglur vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt að styðjast við þessar reglur.
Samþykkt

 

Fundi slitið kl. 16:30.